Vikan

Tölublað

Vikan - 07.10.1976, Blaðsíða 11

Vikan - 07.10.1976, Blaðsíða 11
Áform mín gagnvart dóttur þinni eru fullkomlega heiðarleg — ég ætla að biðja hana að hreinsa skeliinöðruna mina. I NÆSTU VIKU VIÐTAL VIÐ OLGU GUÐRÚNU Olga Guðrún Árnadóttir varð landsfræg fyrir fáeinum árum, þegar banna átti lestur hennar á barnasögu í útvarpinu. Ennþá frægari varð hún á síðasta ári fyrir bráðskemmtilega plötu, sem orðið hefur geysilega vinsæl. Olga Guðrún er ófeimin að láta skoðanir sínar í ljósi, eins og sjá má í viðtali, sem birtist í næstu VIKU. Örlítið sýnishorn: ,,Ég hef svo rótgróna andúð á þessu skólakerfi okkar, að mér'finnst að leggja ætti niður hefðbundna kennslu í nokkur ár og nota húsnæðið til einhvers skemmtilegra og þroska- vænlegra.” Má ég biðja þig um að koma ekki í svona æpandi fötum næst. Ég hef augu í hausnum, og ég sé, aö þú hefur fariö inn ( lárviöarrunnana með Oktavíu. HADDA FER j BÚÐIR HADDA FER I BÚÐIR nefnist þáttur, sem hleypt er af stokkunum I næstu VIKU. Okkur hefur lengi dreymt um að koma á slíkum þætti, þar sem lesendum eru gefnar vísbendingar um sitthvað, sem á boðstólum er I íslenskum verlsunum. HADDA mun tína til eitt og artnað, sem hún sér á búðarrölti sínu, og við birtum þennan fróðleik eftir því, sem rfni standa til, en alltaf eitthvað I hverju blaði. SUNDABORG ER FYRIRMYNDARBORG Inni I Sundahöfn er stórhýsi mikið, sem nefnist Sundaborg, og blaðamaður VIKUNNAR, sem fór þangað nýlega I könnunarleiðangur, komst að þeirri niðurstöðu, að Sundaborg væri fyrirmyndarborg. I Sundaborg hafa 26 fyrirtæki aðsetur I sama húsi, og allur rekstur þeirra, sem kalla má sameiginlegan, fer fram hjá þeirra eigin þjónustufyrirtæki. Við fræðumst nánar um þessa athyglisverðu starfsemi I næstu Viku. NY FRAMHALDSSAGA ,,Það hafði rignt slðan fyrir dögun. Fínum, köldum regndropum, sem settu hroll I hópinn, sem var að myndast milli St. James og Buckinghamhallarinnar og alla leið upp að Constitution Hill. Hópur af æstu fólki”. Þannig hefst framhaldssagan „Paddington Green” eftir Claire Rayner, sem byrjar I næstu VIKU. Þessi orð segja kannski ekki mikið, en þó nóg til þess, að áreiðanlega fýsir marga a 5 lesa áfram. JACK NICHOLSON GEKK VEL j SKÓLA Faðir Jacks Nicholson var málari, og móðir hans rak snyrtivöruverslun. Jack stóð sig vel I skóla og hefði auðveldlega getað fengið styrk til háskólanáms, en eftir að hann hafði einu sinni troðið upp á skóla- skemmtun gat ekkert fengið hann ofan af þvl að vinna á sviðinu. Árum saman varð hann nánast að betla hlutverk, en nú er svo komið, að hann hefur ekki við að neita þeim. Sjá nánar um Jack Nicholson I næstu VIKU. VIKAN Otgefandi Hilmir h.f. Ritstjóri: Kristín Halldórsdóttir. Blaðamenn: Trausti ölafsson, Guðmundur Karlsson, Ásthildur Kjartansdóttir, Halldór Tjörvi Einarsson. Utlitsteiknari: Þorbergur Kristinsson. Ljósmyndari: Jim Smart. Auglýsingastjóri: Ingvar Sveinsson. Ritstjórn, auglýsingar, afgreiðsla og dreifing Síðumúla 12. Slmar 35320-35323. Pósthólf 533. Verð I lausasölu kr. 300. Áskriftarverð kr. 3.350 fyrir 13 tölublöð ársfjórðungslega, kr. 6.320 fyrir 26 tölublöð hálfsárslega eða kr. 11.700 I ársáskrift. Áskriftarverð greiðist fyrirfram. Gjalddapar: nóvember, febrúar, maí, ágúst. 41. TBL, VIKAN 11

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.