Vikan

Tölublað

Vikan - 07.10.1976, Blaðsíða 12

Vikan - 07.10.1976, Blaðsíða 12
r lært nýtt tungumalá ")NE tungumálanámskeió .v,, tyvji i i>_i, a sambærilegan háttog þ Þú hlustar, þú skilur og talar síóan.Þú heturr an hæf ileika til aó læra aó tala á þennan hc lega skömmum tíma nemur þú nýtt tungumál, þ gagns og ánægju. — Þetta er RETT og ÞÚ c sannaó þaó. — Vió sendum þér aó kostnaóarU upplýsingapésa um námió. — Þegar þú hefur te' - - sendum vió þér linc---|—- -----1 ili, sem þú ætlar < BARNAGÆSLA, GERVIBLÆÐ- INGAR OG SÍMASNÚRA. Háttvirti Póstur! Ég sendi þér hér nokkrar spurn- ingar, sem ég bið þig um að svara. Gætir þú ekki veitt mér einhverj- ar upplýsingar um hina svokölluðu „skiptinema", þ.e. aldurstakmark hvert á að snúa sér, hvaða lönd eru innan þessa sambands og fleira sem nauðsynlegt er að vita. Get ég á engan annan hátt, en gegnum þetta samband komist * eitthvert, til dæmis til Þýskalands inn á heimili við barnagæslu og húshjálp, eitthvert sumarið. (Vit- anlega í þeirri meiningu að læra þýsku)'. Eitt sinn þurfti ég að fara til kvensjúkdómalæknis, vegna óeðlilega mikillar útferðar, en það sem læknirinn gerði, fannst mér ansi sárt. Getur verið að hann hafi einfaldlega fjarlægt meyjarhaftið? Getur læknir sagt mér, hvort ég murii fitna við að fara að taka pilluna? í bókinni ,,16 ára eða um það bil", segir að eina skilyrðið fyrir því að pillan sé 100% örugg, sé það að reglunum sé fylgt út í ðesar. Nú og reglurnar eru: 1 pilla á dag í 22 — 23 daga og síðan sé 5—6 daga hvíld, meðan á gerviblæð- ingum stendur. Hvað er átt við með gerviblæðingum og til hvers er þessi 5—6 daga hvíld? Hvaða atvinnumöguleika hef ég, ef ég hef áhuga á tungu- málum, og ætla í tungumáladeild, þegar ég kem í menntaskóla? (Fyrir utan kennarastarf) Hvað finnst þér réttlátt fyrir 15—16 ára stúlku að taka í kaup, fyrir kvöldbarnagæslu? (Þá á ég viðtímakaup) i blöðunum er auglýst eftir stúlku, t.d. til afgreiðslustarfa. Hve gamla stúlku er þá átt við, að þínu mati? Svo er hér ein lokaspurning. Ég sem sögur, (bæði smá-og skáld-) I frístundum mínum. Ef mig langar til þess að fá eitthvaö birt, eða að minnsta kosti fá einhvern til að segja álit sitt á þeim, hvert telurðu þá að ég eigi að snúa mér? Vinsamlegast birtið svo hvorki bréfið né nafnið. Meö einlægri von um svar, Snúlla. P.S. Hvar get ég fengið keypta lengri símasnúru? Pósturinn birtir að jafnaöi he/st ekki svörin ein og að vel athuguðu máii var ákveðið að birta bréfið þitt ásamt svarinu, því ekki er í bréfinu neitt sjáaniegt, sem ekki þolir dagsins ijós. Það er von Póstsins að þú takir þetta ekki Hia upp. ís/enska þjóðkirkjan hefur haft á sinum vegum einhverja þjónustu við þau ungmenni, sem hafa áhuga á aö gerast skiptinemar. Fyrir þá sem áhuga hafa á Ameriku tii dvaiar hefur verið best að snúa sér tii American Fieid Service, eða Menningarstofnunar Bandaríkjanna. Einnig er sú leið fær, að snúa sér beint tii sendi- ráðs þess lands, sem þú hefur mesta áhuga á að kynnast og æskja aðstoðar þeirra. Sennilega hefði verið talsvert árangursríkara að spyrja lækninn sjálfan hvað hann var að bauka, heldur en að skrifa Póstinum. Læknirinn GÆTI hafa fjarlægt meyjarhaftið, eöa teygt aðeins á því, en þó er það fremur ósenni- legt. Annars getur meyjarhaft horfið i skólaleikfimi, ballett og á ýmsan annan hátt, svo ástæðu- laust er að hafa vesalings lækn- inn grunaðan. Gervib/æðingar eru aðeins eins konar hreinsun því eiginlegt egg- los á sér ekki stað við pillunotkun. Nokkuð er einstaklingsbundið hvort pillan hefur áhrif á þyngd, en aiit þetta er miklu betra að ta/a um við lækni heldur en skrifa Póstinum. Þú þarft ekki að vera neitt feimin við aö spyrja lækninri hvers sem þér kann að köma til hugar, tii þess eru læknar einmitt að ræða við sjúklingana. He/st þarftu að fara i háskó/a eftir stúdentspróf ti/ þess að hafa einhverja umtalsverða atvinnu- möguieika. Þá gæti komið til greina, að kennarastarfi undan- ski/du, að gerast túlkur, þýðandi, fararstjóri fyrir ferðaskrifstofur og ýmislegt fleira. Timakaup við barnagæslu væri réttast að miða við unglingavinnu- kaup og hafa það þó heldur tægra. Stúlkur eru á öllum aldri í afgreiðslustörfum, þó helst ekki 12 VIKAN 41. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.