Vikan

Tölublað

Vikan - 07.10.1976, Blaðsíða 26

Vikan - 07.10.1976, Blaðsíða 26
Ning: — Mér finnst dálítið erfitt að segja um það ennþá. Ég hef ferðast mikið, og mérfinnst friðsælla hér en víðasthvar annarsstaðar. Ég kann vel við íslendinga, en mér finnst merkilegt, hvaðþeirendast til að tala um veðrið. Ég held, að þetta sé eini staðurinn í heiminum, þar sem fólk gerirsvona mikið veður út af veðrinu, það virðist hafa sérstaklega mikil áhrif á fólk. Mér finnst allt of lítið vera gert fyrir útlendinga hér. ÉJt- lendingur á von á þvi, að alls kyns nauðsynlegar upplýsingar séu gefnar áfleiri málum en íslensku. Til dæmis nöfn á ýmiss konar stofnunum og deildum innan þeirra og ekki síður eyðublöð af ýmsu tagi, svo sem tollskýrslur, umsóknareyðublöð í bönkum, jafnvel gjaldeyrisdeildum þeirra, flest eyðublöð hjá póstinum (sum hafa reyndar skýringar á frönsku, en ekki kunna allir frönsku), allt er þetta aðeins á íslensku. Ég man eftir því, þegar ég fórá litlamatstofu fljótlegaeftiraðég kom hingað, þá þurfti ég að fylgjast með því á hvort klósettið karlmenn- irnir fóru, þvi að öðru vísi gat ég ekki vitað, hvert ég ætti að fara. Mér fyndist nauðsynlegt að merkja í það minnsta kaffihús, snyrtingu og fcrðamannastaði áensku, það er bara venjuleg kurteisi viðútlendinga, sem tíðkast alls staðar í heiminum. — Við hjónin fórum í safariferð með Olfari Jacobsen í sumar, og þá kynntist ég andstæðum íslands og fegurð. Ég varð mjög hrifinn af náttúrufegurð við Mývatn, Hljóða- kletta, I Þórsmörk og á mörgum öðrum stöðum, og við höfum áhuga á að fara þangað aftur. Við Námaskarð varð cirtn þýskur ferða- maður i hópnum fyrir því slysi að brcnna sig á fæti. Víða sáust skilti, þar sem á var letrað eitthvað á íslensku, en ekkert á ensku eða þýsku eða öðru máli, svo að hann áttaði sig ekki á þeirri viðvörun, sem stóð á þessum skiltum. Hann gekk einum of langt og bcint út í sjóðandi for- ina. En hann meiddist aðeins lítil- lega, sem betur fer. Það er eins og það sé alls ekki gert ráð fyrir útlend- ingum á ýmsum stöðum landsins, og það þarf að útbúa skilti víðar en gert cr, og margir útlendingar, sem voru með okkur í þessari ferð, voru að tala um þetta. — Þau tvö ár, sem ég hef dvalið hér, hef ég aðcins orðið var við vingjarnleika annarra, og ég hef eignast marga góða vini. Og þegar öllu er á botninn hvolft, þá eru íslendingar ekki svo ólíkir filippsey- ingum. Við eigum þó altént það sameiginlegt að alast upp við jarðskjálfta og eldf)öll. Anna: — JarðskjálftarniráFilipps- eyjum eru yfirleitt harðari en hér. Ég man, hvað ég varð hrædd í jarðskjálftanum stóra í Manila 1968. Þessi mynd er nokkrum árum eftiráð hún tókþátt í feeurÖarsamkebbninni hér heima. Eg held, að þetta sé eini staðurinn í heiminum, þarsem fólk gerir svona mikið veður út af veðrinu. Níníer 7 ára og er íísaksskóla í vetur. Hún talar enskuna og tslenskuna jafn vel. Ég hef upplifað jarðskjálfta hér heima, en þessi var sá allra hrikaleg- asti, sem ég hef lent í, enda mældist hann 7,5 stig á Richter. Þegar skjálftinn reið yfir. vorum við Ning stödd á 7. hæð í stórhýsi. Fyrst heyrði ég drunur og hélt, að þrumuveður hefði skollið á, en svo byrjuðu ósköpin, rúður brotnuðu, og allt lék á reiðiskjálfi. Ning grcip mig og hrópaði: ,,Anna, flýtum okkur niður, þaðerjarðskjálfti. ’ ’ Ég byrjaði að hlaupa niður stigann og Ning á eftir. Hann gætti þess vandlega að vera alltaf á eftir mér. Þegar við vorum hálfnuð niður, fór rafmagnið, svo að ég sá ekkert, en fann, að það hrundi úr vcggjunum, og ég var alveg viss um, að ég kæmist ekki lifandi niður. Ning var alltaf á eftir mér og hafði höndina á mér, og þegar við komumstloksins niður, sagðist hann hafa gert það til þess að geta gripið mig, ef ég skyldi detta og til að hlífa mér við grjóthruni. Ég skalf eins og hrísla, þegar ég kom niður, og gat ómögulega staðið upprétt og varð að styðjahöndumáhnén. Mikið urðum við líka fegin, þegar þetta var afstaðið og prísuðum okkur sæl, að við skyldum sleppa ómeidd, þvi að mörg hús hrundu til grunna, og hundruð manna fórust, og enn fleiri slösuðust. Ning: — Það kemureinhverharka upp í fólki, sem þarf að búa við síendurteknar náttúruhamfarir, og óvissan um, hvað gæti komið fyrir, stapparíþað stálinu. Ég hef orðið var við sömu seigluna í fólkinu hér og heima, endaþurfabáðarþjóðirnarað búa við eilífa óvissu. — Hefur ykkur fundist Niní eiga gott með að semja við íslensk börn? Anna: — Hún hefur aldrei lent í erfiðleikum. Niní semur vel við krakka, enda er hún ákaflega glaðlyndog mannblendin. Hún vari Ísaksskólasíðastliðinn veturog kunni mjög vel við sig þar og stóð sig vel. Einu sinni hafði einhversagt, að hún væri japönsk, og það mislíkaði henni. Ekki þó vegna þess að hún væri talin útlensk, heldur vegna þess að hún var álitin japönsk, en ekki frá Filippseyjum. Ning: — Mér finnst íslensk börn ekki bera nógu mikla virðingu fyrir foreldrum sínum. I mínu föðurlandi alast börnin upp við það, að þau standi í þakkarskuld við foreldra sína svo lengi sem þau lifa og eigi að bera virðingu fyrir þeim. Ég hef reynt að ala Nín! upp I þessum anda og kenna henni að meta það sem við gerum fyrir hana. — Finnast þér íslenskir réttir góðir? — Já, nú orðið borða ég næstum allan íslenskan mat. Margt var mér algjörlega framandi, þegar ég kom, t.d. kindakjötið, en ég er orðinn vanurþví núna. Mérfinnst saltfiskur mjög góður, sérstaklega ef hann er matreiddur á þann hátt, sem venjan er heima. Ég bað Ning um að segja mér hvernig það væri gert, og hér er uppskriftin: 1 kg af saltfiski 4 stórar kartöflur 1 bolli tómatsósa (úr dós) 2 rauðar paprikur 3 tómatar 2 laukar 1 msk. hveiti 4 msk. salatolía. Fyrst er saltfiskurinn látinn liggja í vatni yfir nótt, en þá er vatninu hellt afhonum oghann látinn í ferskt vatn í smátíma. Eftir að seinna vatninu hefur verið hellt af, er fiskurinn rifinn í bita og paprikan skorin í lengjur. Fiskurinn, tómatarnir, paprikan og laukarnir eru steiktir saman á pönnu I salatolíunni. Þá er 2—3 matskeiðum af vatni hellt út á og látið krauma með hveitinu til að sósa myndist. Síðast er tómatsósunni bætt saman við og salti og pipar eftir smekk. Kartöflurnareru annað hvort soðnar eða steiktar sér, og gott er að blandaþeimsamanviðréttinn. Ning sagðist miklu heldur borða saltfisk, ef hann er matbúinn á þennan hátt. — Mérfinnst úrval af matvörum vera lítið á fslandi, og margt, sem við notum I algenga rétti heima á Filippseyjum, er ekki fáanlegt hér. En ég hef í hyggjú að bæta úr þessu fljótlega, þvívið Anna höfum ásamt nokkrum vinum mínum nýlega stofnað innflutningsfyrirtæki, sem kemur til með að versla með matvörur frá Austurlöndum hér á fslandi. Fyrirtækið hefur fengið nafnið Óríent h .f., og fyrstu vörurnar eru væntanlegar hingað í október. Við ætlum þó ekki að binda okkur eingöngu við matvörur, því að það er ætlunin að flytja líka inn gjafavörur, útskornar hurðir úr mahóní, lampa úrstórum skeljum, handútsaumaða borðdúka og fjölda annarra hluta frá Austurlöndum. Margir hafa haldið, að vörur, sem þyrfti að flytja svona langar leiðir, væru dýrari en. sam- bærilegar vörur frá Evrópu, en það er misskilningur. Við flytjum inn milliliðalaust frá Austurlöndum og erum því með vörur á hóflegu verði, en góðar vörur. Og flestar þær vörur, sem við verðum með, hafa aldrei sést héráður, svo að það verður gaman að sjá, þegar þær koma. — Þegar þú lítur til baka og hugsar heim, hvað finnst þér merkilegast við þitt heimaland? Ning: — Mérfinnstþaðmerkileg- ast við mitt heimaland, að þar eru borgir, sem eru með þeim nýtísku- legustu í heiminum, en þar er einnig til frumstætt fólk, sem býr í hellum ÞaðerkallaðTasaday-fólkið. Þettaer fólk, sem, nú á þessari tækniöld, notar áhöld úr steini. Þetta eru safnarar, en ekki veiðimenn, og þeir lifaeingöngu á mat sem þeir afla sérí frumskóginum. EníManila, 800km frá þessu fólki, getur fólk gætt sér á dýrindis krásum, sem hafa verið fluttar þúsundir kílómetra frá ýms- um heimshornum með þotum, það er meira að segja hægt að fá reyktan lax og síld frá íslandi. — Ætlið þið að búa hérna lengi? Anna: — Hér er ósköp gott að vera, þó að það sé ýmislegt, sem ég saknastundum, eins og margs af því, sem við minntumstáhéráðan. Það er líka betra að ala Níní upp hér en víðast hvar annars staðar. Ning: — Svo lengi sem ég á hér vini og hef góða atvinnu, hef ég ekkert á móti því, en mér finnst ég ekkieigaheimahérna, ekki ennþáað minnsta kosti. Það tekur lengri tlma en tvö árfyrirfilippseying að sætta sig við að eiga hér heima og telja sig íslending. En eins og málin.hafa þróast hjá okkur undanfarið, þá er allt á réttri leið, enda er ég hér með sérstaklega góðu fólki. 26 VIKAN 41. TBL. Á.K.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.