Vikan


Vikan - 03.02.1977, Blaðsíða 3

Vikan - 03.02.1977, Blaðsíða 3
af hjarta- og æðasjúkdómum, en það er á Af þessum sjö ástæðum getum við sjálf ráðið við fjórar fyrst- nefndu. Númer fimm og sex eru oftast afleiðingar hinna fyrrnefndu, svo að á þessu sviði erum við herrar yfir örlögum barna okkar — og okkar sjálfra einnig og daglegri vellíðan. Við þurfum að forðast offitu og neyslu þeirrar fæðu, sem eykur fitumagn blóðsins. Allir ættu að kappkosta að halda sér vel i þjálfun, sund, leikfimi, hlaup og göngur ættu allir að stunda. Það er löngu sannað, að reykingar eru heilsu manna hættulegar. Slagorðið er: „Kennið mér ekki að reykja.” Fyrir þau okkar, sem hafa fallið fyrir reykingum er þó ekki öll von úti því að ef maður reykir undir 10 vindl- ingum á dag, þá er enn ekki læknisfræðilega sannað, að það sé til skaða. Eitt skulið þið muna — og aldrei gleyma: Neyðið aldrei börnin ykkar til að borða allt, ef þau hafa ekki lyst. Látið barnið ákveða sjálft, hve mikinn mat það vill borða. Þörfin fyrir næringarefni er breytileg á hinum ýmsu þroskaskeiðum barns- ins. Foreldrar kvarta oft yfir lystar- leysi barna sinna og segja, að barnið sé matvant. En það er ekki þar með sagt, að ekki verði að sjá til þess, að barnið fái eðlilega næringu. Það er margt, sem bendir til þess, að eðlisávísun barna í sam- bandi við rétt fæðuval sljóvgist smám saman með aldrinum. I Kanada var gerð tilraun, þar sem smábörn voru látin velja frjálst milli ýmissa fæðutegunda. Minni- hluti barnanna valdi rétt frá nær- ingafræðilegu sjónarmiði. Meiri- hluti barnanna borðaði svo lélega fæðu, að þau urðu undir meðalvigt. Það er ekki auðvelt að vera foreldri í dag, fæðan er framreidd á ótal vegu og mikið um ,.gervifæðu”, og þvi erfitt um rétt fæðuval, hin meðfædda eðlisávísun er göbbuð. Eitt getum við þó öll verið sammála um, en það er ofnotkun á sykri í fæðunni. Frá fæðingu eru allir gæddir þeim hæfileika að geta skilið milli þess sem er sætt og þess sem er súrt. En ef neytt er sífellt meiri sykurs daglega i fæðunni, getur farið svo, að tilfinningin fyrir þvi, hvað er sætt og hvað súrt, brenglist. ★ 5. TBL. VIKAN3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.