Vikan


Vikan - 03.02.1977, Síða 21

Vikan - 03.02.1977, Síða 21
hann „tyrir tíu árum. En hvað það var allt skemmtilegt! En ég lifði heimskulega á yngri árum...ég var strandaður, áður en ég var orðinn tuttugu og eins árs. Mér er óhœtt að segja, að nú er öðru máli að gegna.... En nú verð ég að finna kokkbjánann og sjá, hvernig hon- um gengur með kjötið þitt”. Urrið fyrir ofan mig heyrðist nú aftur, svo skyndilega og af svo villtri reiði, að mér brá. „Hvað er þetta?” kallaði ég á eftir honum, en dyrnar höfðu þá þegar lokast. Hann kom til baka með soðið sauðakjötið, og hinn góði ilmur þess æsti mig svo, að eftir það gleymdi ég hljóðunum í dýrunum. Þegar ég hafði sofið og borðað til skiptis í sólarhring, hafði ég náð mér nægilega vel til að geta komist úr kojunni og út að kýrauganu og séð grænar öldurnar, sem voru í kappsiglingu við okkur. Ég sá, að skonnortan hafði vindinn á eftir sér. Montgomery — en svo hét ljós- hærði maðurinn — kom inn aftur, á meðan ég stóð þar, og ég bað hann um einhver föt. Hann lánaði mér strigaföt af sjálfum sér, þvi að föt- unum sem ég hafði verið i í bátnum, sagði hann, að hefði verið hent fyrir borð. Þessi föt voru fremur víð á mér, þvi að hann var stór og út- limalangur. Hann sagði mér af tilviljun, að gkipstjórinn væri drukkinn í káetu sinni. Á meðan ég var að fara í fötin, fór ég að spyrja hann spum- inga um ákvörðunarstað skipsins. Hann sagði, að skipið væri á leið til Hawaii, en fyrst yrði að setja sig á land. „Hvar?” spurði ég. „Það er eyja... þar sem ég á heima. Ég veit ekki til, að hún hafi neitt nafn”. Hann starði á mig með neðri vörina lafandi, og svipur hans varð allt í einu svo einþykknislega heimskulegur, að mér datt í hug, að hann vildi losna við spurningar míhar. Ég var svo hygginn, að ég spurði einskis frekar. hundana, sem ég sá ekki, urra æðis- lega, og þá sveigði hann sig strax aftur á bak og snerti hönd mína, sem ég hafði rétt út til að halda honum frá mér. Hann snéri sér við, fljótur sem dýr. Á einhvern óskilgreinanlegan hátt skaut þetta svarta andlit sem ég alit i einu sá, mér mikinn skelk í bringu. Það var einstaklega af- myndað. Andlitið skagaði frtun og myndaði eitthvað, sem minnti helst á trýni, og í stórum, hálfopnum munninum sáust þær stærstu hvítu tennur, sem ég hafði nokkum tíma séð i mennskum munni. Augu hans voru blóðhlaupin, svo að varla sást hvíta utan með ljósbrúnum auga- steinunum. Undarlegur æsingur glóði á andliti hans. „Hver andskotinn!” sagði Mont- gomery. „Hvers vegna í fjandan- um vikurðu ekki úr vegi?” Maðurinn með svarta andlitið skaust til hliðar án þess að segja orð. Ég hélt áfram upp með grindun- um og starði ósjálfrátt á hann á meðan. Montgomery var kyrr niðri augnablik. „Þú hefur ekkert hér að gera, eins og þú veist”, sagði hann sett- lega. ,, Þú átt að vera fram á. ” Maðurinn með svarta andlitið hnipraði sig saman. „Þeir... vilja ekki hafa mig fram á”. Hann talaði hægt, og var undarlegur, hás tónn í rödd hans. „Vilja ekki hafa þig fram á!” sagði Montgomery ógnandi röddu. , ,En ég segi þér að fara’ ’. Hann ætlaði að fara að segja eitthvað meira, svo leit hann upp til mín skyndilega og kom á eftir mér upp stigann. Ég hafði stansað á miðri leið og litið við, og ég var enn furðu lostinn yfir afkáralegum ljót- leika þessarar veru með svarta and- litiö. Ég hafði aldrei áður séð svo frá* hrindandi og óvenjulegt andlit, og samt hafði ég einkennilega til- finningu um það, — ef hægt er að trúa mótsögninni, — að ég hefði á einhvern hátt áður rekist á nákvæmlega sama svip og látbragð og nú vöktu furðu mína. Seinna datt mér i hug, að sennilega hefði ég séð hann, þegar mér var lyft um borð, og þó létti það varla af mér grun mínum um fyrri kynni. Og ég gat alls ekki skilið, hvernig ég hefði getað séð svo einkennilegt andlit og gleymt', hvar og hvenær það hefði verið. Þegar Montgomery kom á eftir mér, var athygli mín ekki lengur ’ bundin, og ég sneri mér við og litað- ist um á þilfari skonnortunnar. Ég var að nokkru leyti búinn undir þaö, sem ég sá, vegna þeirra hljóða, sem ég hafði heyrt. Sannarlega hafði ég aldrei séð svo óhreint þilfar. Á því lá rusl eins og gulrótar- bitar, ræmur af grænu efni og ólýs- anleg óhreinindi. Við stórsigluna voru allmargir stórir og ljótir hundar hlekkjaðir með keðjum, og nú fóru þeir á kreik og geltu að mér, og við afturmastrið hafði geysi- stórri púmu verið troðið inn í litið járnbúr, sem var allt of lítið, til þess að hún gæti einu sinni snúið sér við i þvi. Lengra undir stjórnborðs- lunningunni voru nokkur stór búr með allmörgum rottum, og ein- manalegt lamadýr var klemmt inni í smábúri fram á. Hundarnir voru múlbundnir með leðurólum. Eini mennski maðurinn ofan þilja var horaður og þögull sjómaður við stýrið. Vindurinn þandi blettótt og óhrein seglin, og þetta litla skip virtist hafa öll segl sín uppi. Him- inninn var heiður, sólin komin niður á miðjan vesturhimininn; langar öldur, hvítfextar í vindinum, eltu okkur. Við fórum fram hjá stýri- manninum og út að handriðinu aftur i skut og sáum sjóinn koma freyðandi undir skutnum, og ból- urnar dönsuðu og hurfu í kjöl- farið. Ég sneri mér við og mældi með augunum hina óviðkunnanlegu lengd skipsins. „Er þetta úthafs-dýrasafn?” sagði ég. „Það lítur út fyrir það”, sagði Montgomery. „Til hvers eru þessar skepnur? Verslunarvara, safngripir? Heldur skipstjórinn, að hann geti selt þær einhvers staðar i Suðurhöfum?” „Það lítur út fyrir það, er það ekki?” sagði Montgomery og sneri sér aftur út að kjölfarinu. Allt í einu heyrðum við gelt og dembu af skömmum, sem kom gegnum lúkargatið, og afmyndaði maðurinn með svarta andlitið klifr- aði upp í flýti. Á hæla hans kom þrekinn, rauðhærður maður með hvita húfu. Þegár hundarnir, sem voru allir orðnir leiðir á að gelta að mér, sáu þann fyrrnefnda, æstust þeir upp, gjömmuðu og toguðu í ólarnar. Hik kom á þann svarta fyrir framan þá, og þá gafst rauð- hærða manninum tími til að ná honum og greiða honum geysiþungt högg milli herðablaðanna. Vesling- urinn hneig niður eins og slátraður uxi og veltist í óhreinindunum meðal óðra hundanna. Honum var það til happs, að þeir voru bundnir. Rauðhærði maðurinn rak upp fagn- aðaróp og stóð riðandi á fótunum og var, að því er mér virtist, í þeirri hættu að falla annaðhvort aftur á bak niður stigann eða áfram og ofan á félaga sinn. Jafnskjótt og seinni maðurinn var kominn i ljós tók Montgomery EYJð DR.MOREðCJS Einkennilega andlitið Við fórum út úr káetunni, og við grindurnar rákumst við á mann, sem stóð í vegi fyrir okkur. Hann sneri baki við okkur og horfði gegn- um lúkargatið. Ég sá, að hann var illa vaxinn, lágur, breiður og klunnalegur, með bogið bak, loðinn háls og höfuð, sem sat niðri á milli herðanna. Hann var í dökkbláum ullarfötum og hafði óvenjulega þykkt og gróft, svart hár. Ég heyrði Vinsælu Barnaog Ódýr, hentug og falleg Gott litaúrval. Sendum hvert á land sem er. STIL-HUSGOGN AUDBREKKU 63 KÓPAVOGI SÍMI 44600 5. TBL. VIKAN 21

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.