Vikan


Vikan - 24.02.1977, Page 9

Vikan - 24.02.1977, Page 9
gSKpiíi -tv*a-> - Lyftu fótunumí Lyftufótunum! Ég er orðinn dauðleiður á þv( að hjálpa til við húsverkin. ★ ★ ★ Sjúklingur á Kleppi var haldinn þeirri þráhyggju, að hann hefði gleypt kött, og þessi bölvaður kötturvarsífelltaðrífa og klóra, svo hann haföi engan stundlegan frið fyrir þessum ófögnuði. Nú vildi svo til, að sjúklingurinn fékk botnlangabólgu, svo það þurftiaðskerahann upp. Læknun- um datt nú ( hug, að þarna væri tilvalið tækifæri til að losa mann- garminn við kattardelluna (leiöinni. Þegar hann vaknaði eftir uppskurð- inn, voru þeir búnir að verða sér úti um helvíta mikið svart fress, sem þeir sýndu honum og sögðu sem svo: „Jæja, lagsmaður, nú erum við búnir að skera þig upp og taka úr þér kattarófétið, sem þú sérð þarna." En sjúklingurinn lét ekki plata sig „Þetta er bara aldeilis ekki sá köttur,"sagðihann. „Hannvarsko ekki svona á litinn." „Nú, hvernig var hann þá litur?' spurðu læknarnir. „Hann var grænn." ★ ★ ★ 1 — Til hvers þarftu ný föt? Það sjá allir ( gegnum þau gömlu ennþá. ★ ★ ★ I NÆSTU VIKU LITUR EÐA SVART/HVlTT íslenska sjónvarpið hefur nú hjarað í rúman áratug, og þótt mörgum finnist þreytusvipur á dagskránni, vilja þeir endilega fá að sjá hana i lit. Nú virðist sem litadraumurinn muni rætast í náinni framtíð, og seljendur sjónvarpstækja búa sig undir slaginn og vænta mikilla viðskipta. Þeir sem fyrstir fengu sér sjónvarpstæki þurfa nefnilega að fara að endurnýja, og búast má við, að flestir kjósi fremur litsjónvarpstæki en svart/hvítt. Vikan fór á stúfana og kannaði markaðinn, og i næsta blaði birtast handhægar og greinargóðar upplýsingar fyrir væntanlega kaupendur. „TONNI Á STÖÐINNI” I næsta blaði birtist viðtal við gamlan reykvíking, sem jafnan var nefndur „Tonni á Stöðinni.” Hann vann sem brunavörður í 49 ár, byrjaði rétt eftir brunann mikla 1915, þegar Hótel Reykjavik og fleiri hús brunnu til ösku. Anton Eyvindsson verður 84 ára um þessar mundir og er enn heilbrigður og hefur sama ljúfa skapið og þegar hann bjó í Eyvindarkoti í Skuggahverfinu. Tonni segir frá lífi brunavarða í gamla daga, hann lýsir álaveiðum í Tjörninni og ýmsu fleiru. KVIKMYND UM FREUD Sigmund Freud er einhver þekktasti sálfræðingur, sem uppi hefur verið. Færri vita, að hann átti dóttur, sem kaus að halda uppi merki föður síns að honum látnum. Hún er nú orðin 80 ára og hefur starfað sem sálfræðingur í hálfa öld. Anna Freud hefur hins vegar aldrei viljað ræða um sinn fræga og umdeilda föður — fyrr en nú. Hún rýfur nú þögnina og lætur gera kvikmynd um sig og föður sinn. Sjá næstu Viku. MILDRED EINKALÍFINU Hversu margir kannast við nafnið Yootha Joyce? Sennilega afar fáir. En flestir þekkja persónuna, sem Yootha Joyce sýnir okkur i sjónvarpsþættinum vinsæla „Maður til taks.” Þar leikur hún húsmóðurina Mildred, sem fjargviðrast og fjasar við George sinn, brigslar honum um lélega mannasiði og þó sér í lagi fyrir getuleysi hans til hvílubragða. 1 greinarkorni í næsta blaði kynnumst við lítillega heimilislífi Yoothu, sem er talsvert frábrugðið því, sem hún sýnir okkur í sjónvarpinu. VIKAN Útgefandi: Hilmir hf. Ritstjóri: Kristin Halldórsdóttir. Blaðamenn: Aðalsteinn Ásb. Sigurðsson, Guðmundur Karlsson, Sigurjón Jóhannsson. Útlitsteiknari: Þorbergur Kristinsson. Ljósmyndari: Jim Smart. Auglýsingastjóri: IngvarSveinsson. Ritstjórn, auglýsingar, afgreiðslaogdreifingí Síðumúla 12. Símar 35320 — 35323. Pósthólf 533. Verð í lausasölu kr. 350. Áskriftarverð kr. 3.900 fyrir 13 tölublöð ársfjórðungslega, eða kr. 7.370 fyrir 26 tölublöð hálfsárslega. Áskriftarverð greiðist fyrirfram. Gjalddagar: Nóvember, febrúar, mní, ágúst. I 8. TBL. VIKAN9

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.