Vikan


Vikan - 24.02.1977, Page 12

Vikan - 24.02.1977, Page 12
MEÐ SÍGARETTUR OG VÉLBYSSUR Þaö hefur væntanlega ekki farið fram hjá lesendum. að Vikan brá sér í Lundúnareisu ekki alls fyrir löngu. Þeir Arni og Jim fóru reyndar gagngert til að hitta rallykappann Roger Clark, en lentu í ýmsu öðru óvæntu í þessari skemmtilegu heimsborg. Þeir rákust til dæmis óvænt inn á bátasýningu, og ekki nóg með það, því að á bátasýningunni lentu þeir á tískusýningu. Ekki þótti þeim félögum sérstök ástæða til að gefa skýrslu um fatnaðinn, sem til sýnis var, en þeir höfðu gaman af því, hvernig sýningarfólkið kom fram. Á meðfylgjandi myndum má fá svolitla hugmynd um það efni, en þær sýna glöggt, að breskt sýningarfólk leyfir sér ýmislegt, sem sennilega yrði tekið óstinnt upp hérlendis. Getið þið ekki rétt ímyndað ykkur óánægjuraddirnar hér, ef sýningarfólk birtist á sviðinu með sígarettu í munninum eða vélbyssu í handarkrikanum? 12 VIKAN 8. TBL.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.