Vikan


Vikan - 24.02.1977, Síða 40

Vikan - 24.02.1977, Síða 40
 ■» 1...2...3=6 SÆTA V .> SOFASETTIÐ "mallo - á óvenju lágu veröi miðaö viö gæöi, eöa aðeins 162.000.- kr. og meö staögreiósluafslætti aöeins 145.800.-kr. i Mallo-sófasettiö er vandað, efnismikið og þér getið valið um sex ólík munstur i áklæði.! Litiö inn í stærstu húsgagnaverslun landsins. Og þaó kostar ekkert að skoöa. ■‘/ÍL * ||1 Húsgagnadeild wln Jón Loftsson hf. II C3 C2 □ ilL lll Ol I | | ■p m .■ i i i i iULdJUUUDaj Hringbraut 121 Sími 2 86 01 þokaðist hægt um borð. Dálitill hópur fólks hafði safnast saman á hafnarbakkanum. Möltukonur stóðu þama og prjónuðu, karlmenn voru ó vappi og börn að leik. Þau voru ærslafengin þrátt fyrir hitann. Loksins komst ég upp á þilfar og hallaði mér upp að borðstokknum. Ég horfði á fólkið ó hafnarbakk- anum. Svo sýndist mér maður veifa til mín úr bíl. Ég leit aftur á hann, og hann brosti þannig, að skein í hvitar tennumar. Ég sá, að þetta var maðurinn, sem hafði hóað i leigubilinn fyrir mig. Ég hefði þá alveg eins getað tekið boði hans. Skrítið, að hann skyldi einnig vera á leið til Gozo. Hann virtist ekki taka það óstinnt upp, þótt ég hefði komið ókurteislega fram við hann. Og nú hafði ég að minnsta kosti tækifæri til þess að biðja hann afsökunar. Ég svaraði kveðju hans, og mér varð léttara innanbrjósts. Ég gat tæpast talið þessi snöggsoðnu viðkynningu okkar til kunningsskapar, en að sjá og vera séður dró úr einmana- leikanum. „Halló,” kallaði hann. „Halló,” svaraði ég. En svo heyrði ég stúlkurödd til hægri handar við mig, rödd, sem ég kannaðist einum of vel við: „Rand- al! Hæ, Randal!” Maðurinn skotraði augunum til vinstri, er hann heyrði nafn sitt, og hann þekkti greinilega viðkomandi. Brosið varð breiðara, og hann veifaði af meiri ákafa: „Noni, þú þarna,” kallaði hann. Hópurinn við hliðina á mér varð nú gisnari, og ég kom auga á Ijóst hár og mjóa, útitekna handleggi. Þetta var Noni Jarvis, eða Noni Brent, kona Michaels. Það var nær óbærilegt að sjá Noni þarna, svona líflega, ham- ingjusama og fallega veifa til mannsins, sem hún kallaði Randal. Þessi hlýja tilfinning, sem hafði farið um mig, bara vegna þess, að einhver kannaðist við mig, hvarf nú með öllu. Úr því að Noni var þarna um borð, hvar skyldi Michael þá vera? Ég reyndi að sannfæra sjálfa mig um, að mér væri alveg sama, þótt Michael Brent væri þama ásamt konu sinni. Síðasta bílnum var ekið um borð, og ferjan mjakaðist fró hafnar- bakkanum. Ég stóð sjálfa mig að því að horfa ofan í sjóinn, hvemig hann strokkaðist til og frá. Þarna blasti við olía og vogrek, og ég hugsaði til þess með hryllingi, að faðir minn skyldi hafa dmkknað. Ég snérist á hæli og tróð mér í gegnum mannþröngina, í burtu fró lunningunni og þessum ólgandi, dáleiðandi sjó. Ég gekk í áttina að stiganum, sem lá niður á neðri þiljur. Ég kom auga á Randal, þar sem hann faðmaði Noni að sér. En faðmlagið var þess háttar, að jafnvel hinn af- brýðisamasti eiginmaður hefði ekki kippt sér upp við það. Ég hikaði og langaði raunar mest til þess að snúa við og hverfa í mannþröngina, en Randal hafði þegar tekið eftir mér. „Halló,” kallaði hann og sleppti Noni. Hún snéri sér við og virtist ekki mjög undrandi. „Sæl, Alexa,” sagði hún áhuga- laust. Það kom á manninn, og hann horfði á mig og hleypti brúnum, en augun vom full af athygli. „Alexa Prescott?” sagði hann. Ég kinkaði kolli. „Þá er faðir þinn... mér þykir þetta mjög leitt. Þegar ég talaði við þig áðan, vissi ég ekki...” Rödd hans fjaraði út, og þögnin tók við. „Þekkist þið?” sagði Noni hissa. Ferjan var nú komin spölkorn frá landi og stefndi í áttina að Gozo. Yfir öxlina á Noni sá ég spegilslétt- an sjóinn. Sumstaðar glampaði á hann, en inn á milli brá fyrir skuggum. Þetta var Miðjarðarhaf- ið, eins og það gerist fegurst. Móðir min hafði lótist í þessu hafi, en fyrir tilstuðlan föður mins hafði ég samt lært að elska það. Nú hafði misk- unnarlaust hafið einnig hrifið hann til sín. Hvemig átti ég að halda ófram að unna því? ,Já, við hittumst á flugvellinum, en þekktum ekki hvort annað í sjón ,” sagði Randal og horfði fyrst á mig, en siðan ó Noni. „Þú ættir eiginlega að kynna okkur almennilega.” „Þetta er bróðir minn, Randal Jarvis... Alexa Prescott,” sagði Noni og benti grannri, sóíbrúnni hendi fyrst á Randal, en siðan á mig. Hún hafði ýtt hvítspengdum sólgleraugunum upp í ljóst, þykkt hárið, en nú lét hún þau falla aftur niður á nefið. Mín vom þegar komin á sinn stað og huldu vökubaugana undir augunum. „Hvernig hefur Michael það?” neyddi ég sjálfa mig til þess að segja. Ef ég forðaðist það myndi Noni vita, hversu mjög ég sá eftir honum. „Hann hefur það gott.” Dauft bros breiddi sig um varir hennar, og hún snéri sér að Randal. „Hvað varst þú að gera í Luqa?” Ég var að sækja sendinguna frá London,” svaraði hann. „Varstu búin að gleyma því?” „Æjá, satt að segja, Ran. Annars hefði ég getað sótt hana fyrir þig. Ég var hvort sem var að versla í Valletta.” Noni virtist þó ekki vilja láta bróður sinn vita, að hún hafði verið á Luqaflugvelli. Ég furðaði mig á því, hvað gæti hafa orðið af kunningja hennar, litla, þybbna manninum, sem mér fannst horfa svo kunnuglega á mig, þegar ég kom úr vélinni. Ég fór líka að hugsa um hvaða sendingu þetta gæti verið. „Alexa, mér þykir það leitt þetta með föður þinn,” sagði Noni. „Ef það er eitthvað, sem við getum gert...” Á þessu augnabliki var munnsvipur hennar blíðlegur, en ég vildi óska þess, að ég hefði getað séð augu hennar. Bróðir hennar leit stoltur á systur sína. Honum þótti greinilega mjög vænt um hana. Það var annars skritið, að við Randal skyldum aldrei hafa hist, nema þá að hann hefði komið til Möltu núna nýverið í fyrsta sinn. Ég hafði hitt föður hans, Edgar Jarvis. Það var allra viðkunnanlegasti náungi. Við sigldum nú framhjá hinni þverhniptu eyju Comino. Síðan sáum við Gozo, sem reis smótt og 40 VIKAN 8. TBL.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.