Vikan


Vikan - 17.03.1977, Qupperneq 4

Vikan - 17.03.1977, Qupperneq 4
af okkar fólki, sem er miklu kurt- eisara og sýnir mun betri þjónustu heldur en það breska. Þó voru þarna nokkrar undantekningar frá reglunni. Ef þú til dæmis vilt upplifa eitthvað „geggjað", þá skaltu bara fara í verslunina Gildu við Oxfordstreet. Þú kemst held ég ekki hjá því að verða talsvert undrandi og reyndar reynslunni ríkari við komuna þangað. Þar er greinilega einn stjórnandi, sem skipar, patar og bendir, aumingja maðurinn, hann er alveg snaróð- ur. Hvernig skyldi honum líða eftir vinnudaginn? Skyldi hann ekki vera talsvert „stressaður?" Hvað með blóðþrýstinginn og allt það? Aðferðin við verslun þarna er sú, að stjórnandinn spyr viðskipta- vininn að því, hverju hann sé að leita. Maður stamar eitthvað um númer og hvað maður hafi hugsað sér, síðan er manni skellt inn i mátunarklefa, sem er svo þröng- ur, að fyrsta hugsunin er sú, að ómögulegt sé að máta hér inni. Þá er komið með ekki minna en 10 kjóla, og þarna stendur maður kófsveittur og mátar og mátar. LJtilokað annað en að kaupa einhvern þeirra, þó ekki væri nema til að sleppa aftur út. SIMCA1307/1508 SIMCA 1307 GLS, 1508 S og 1508 GT eru nýjustu bílarnir frá CHRYSLER verksmiðjunum, sem hlutu útnefning- una ,,BÍII ársins 1976" í Evrópu, eftir að 49 blaðamenn frá 15 löndum höföu prófað þessa nýju gerð. Simca 1307/1508 er glæsilegur 5 manna fjölskylduvagn, sem er meö 5 huröum og á fáeinum sekúndum má breyta honum í eins konar „stationbíl." Simca 1307/1508 er raunverulega bíll morgundagsins, fáanlegur í dag. Lúxusbúnaður f ódýrum bíl. I Simca 1508 GT er m.a. „lúxusút- búnaöur" sem hingað til hefur aðeins verið idýrari bílum. M.a. má nefna litað gler í rúðum, rafmagnsdrifnar fram- rúður. vinnukonur og rúðusprautur á ar, loftnet og vandað mælaborö, búiö bestu mælum og Ijósabúnaöi. I Simca 1307/1508 eru sérstaklega þægileg og vönduð sæti. Allur frá- gangur að innan er i sérflokki. Nýjasta tækni. I Simca 1307/1508 er „elektrónísk" kveikja, sem tryggir lágmarks benzín- eyðslu. Danska bílablaðið Bilen full- yrðir, að bíllinn eyði aðeins 9 I. á 100 km í bæjarakstri. í kulda og raka bregst „elektroníska" kveikjan aldrei, auk þess losna menn við að skipta um pla- tínur og stilling er úr sögunni. Bíll í sérflokkl. Simca 1307/1508 er framhjóladrif- iiu bíll, sem hefurótrúlegustu aksturs- eiginle'ka. Hann er ekki aðeins fallegur aö utan og innan, heldur óskabíll fjöl- skyldunnar að okkar mati og nú er það ykkar að komast að raun um þaö. Hringið í Vökul h.f„ C,’366/84491, eða Sniðil h.f Akureyri 2225?. Ekki má gleyma að minnast á matstaði í London. Við dvöldum því miður ekki nema fjóra daga hér, svo að heldur lítið varð úr því að finna góða matstaði. En ég trúi ykkur fyrir því, að það er nefnilega talsvert mikið atriði hjá MÍNUM að fá góðan mat og góða þjónustu, og reyndar er ég honum sammála. Við getum þó bent á einn af- bragðsgóðan, ódýran matstað, sem heitir The Swiss Center og er skammt frá Piccadilly Circus. Það er mjög huggulegur staður, af- bragðsmatur og góð þjónusta. Við fórum í Talk of the Town, sem er stór skemmtistaður, sem margir íslendingar þekkja. Þarna er skraut hið mesta, 3 hljómsveitir leikatilskiptisogdanspíurskreyttar fjöðrum sýna listir sínar. Aðal- skemmtiatriði kvöldsins var að þessu sinni söngvarinn Frankie Waughan. Við dönsuðum, þar til næstum allir voru farnir af staðnum. Meira að segja fengum við leikið okkar uppáhaldslag, sem var auðvitað punkturinn yfir i-ið hjá mér að minnsta kosti, því ég er sögð talsvert rómanstísk. Þegar ég vaknaði morguninn eftir, leið mér ekki sem allra best. „Timbruð heitir það víst. Við áttum eftir að kaupa eitthvað handa mér. MINN lauk sínum innkaupum á núll komma núll, en ég var ekki búin að ákveða mig, og hvernig í ósköpunum á það að vera hægt með allar þessar búðir og úrval. Maður verður alveg ruglaður. Hvernig í fj.... fara bretar að því að halda vöruverði svona lágu? Við klæddum okkur, fengum okkur morgunverð, sem ég varla gat komið niður, og af stað héldum við, og áður en ég vissi af var MINN búinn að láta mig kaupa stígvél, sem ég ætlaöi alls ekki að kaupa, en er ofsa- ánægð með. Og nú hefir hann fundið alveg „superráð" til að drífa verslunar- málin af og er fús til að miðla öðrum herrum af ráðsnilld sinni: Farðu með hana út að borða, bjóddu henni kokteil fyrir matinn, rauð- frrrr>Iukti •r'-^vggðir sterinhpf-iar- ^ SIMCA 1307 SIMCA1508 Vttkull hf. ÁRMÚLA 36 SÍMAR 84366—84491 4 VIKAN 11. TBL.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.