Vikan


Vikan - 17.03.1977, Page 11

Vikan - 17.03.1977, Page 11
kosið. I sampandi við poppþátt- inn, þá er ég þér bara alls ekki sammmá/a. Þetta heitir nú einu sinni,, Poppfræðirit Vikunnar" og þvl er a/ls ekki æt/að að flytja fréttir eða slúðursögur. Eins og þú veist er Vikan alls ekki fréttablað og þetta er þvi miklu sniöugri þáttur en þeir, sem áður hafa verið. Svo er llka farið að gefa út sérstakt Poppblað, sem kemur sennilega til með að birta efni I þeim dúr, sem þér Hkar best. Það er ekki þar með sagt, að þú eigir að s/eppa því að /esa poppfræði- ritið okkar. Það getur nefnilega komið sér mjög vel að geta aflað sér gagn/egra upplýsinga íþvl. Svo eru það b/essaðar auglýs- ingarnar okkar. Ég skil hreint ekki hvers vegna fólk er alltaf að fárast .út af þeim. Það er nefnilega til 'fó/k, sem hefur mjög gaman af auglýsingum. Fólk, sem /es he/st ekki neittannað en auglýsingar og við verðum auðvitað að hafa eitthvaö við hæfiþess, þóttþað sé ef til vill í minnihluta. Í sambandi við krossgátuna er ég þér alveg sammála og úr þvi getum við örugglega bætt. Þá er nú komið að mesta málinu, þ.e. Póstinum sjálfum. Ég þakka þér kær/ega stuðninginn Í kynferðismálinu. Ég verð nefnilega stundum svo ruglaður á ö/lum þessum spurn- ingum, að ég veit bara alls ekki hvort ég er karl eða kona. Því miður virðist and/eysi bréfritara hafa farið vaxandi að undanförnu og ekki veit ég hverju um er að kenna. Ég vona bara að þetta fari batnandi meö hækkandi sól, því að skammdegið hefur löngum verið mönnum þungt i skauti. Svo er auðvitað miki/ hressing aö fá svona bréf, eins og frá þér og vita að einhver ber umhyggju fyrir manni. Jæja, ég ætti nú víst ekki að vera að kvarta, því að ruslafatan er aö drepast úr öfund [hana langaði svo / bréfið þitt). Vonandi heldurðu fullu viti og kauþir Vikuna áfram til þess að ha/da and/egri hei/su. Skrifaðu svo aftur ef þú þorir. (Ha, ha.) TAKK FYRIR GRÖU Kæri Póstur! Ég þakka fyrir allt gott efni [ blaöinu og þó sérstaklega fyrir framhaldssöguna um Gróu. Síðan ætla ég að spyrja þig nokkurra spurninga. 1. Hvaða menntun þarf maður að hafa til þess að komast [ hjúkrunarnám? 2. Hvað þarf maður að vera orðinn gamall? 3. Kemst maður úr 9. bekk grunnskóla í 1. bekk mennta- skóla? 4. Hver er happatala og happa- litur þess, sem fæddur er 29. ágúst? 5. Hvað lestu úr skriftinni, og hvað heldur þú, að ég sé gömul? Þakka fyrirfram fyrir birtinguna. Bless, bless, 1246-0821 Skelfing er þreytandi þessi of- notkun á orðinu maður. Reyndu nú meö sjálfri þér aö semja þrjár fyrstu spurningarnar upp á nýtt og sleppa algjörlega þessu orði. Það getur verið nauðsynlegt og jafnvel ágætt / fáeinum tilfellum, en ótrúlega oft er hægur vandi að orða setningar þannig, að þetta orð sé með ö/lu ónauðsynlegt. Það líður varla sá dagur, að Póstinum berist ekki einhverjar fyrirspurnir varðandi framhalds- nám í einhverri mynd, og sannast sagna furöa ég mig oft á því, hvers vegna bréfritarar snúa sér ekki frekar til skó/anna sjálfra. En ég tel svo sem ekki eftir mér að svara. Skilyrði til inngöngu I Hjúkrunarskólann á síðast/iðnu hausti voru þau að hafa lokið stúdentsprófi eða tveimur vetrum á hjúkrunarkjörsviði við fram- haldsdeildir gagnfræðaskólanna með að minnsta kosti 7 / einkunn. Próf úr 9. bekk grunnskóla á að nægja inn í menntaskóla sam- kvæmt nýjustu reglum. Happatölur þess, sem fæddur er29. ágúst, eru 1 og 5.^Heillalitur grænn. Þú ert á 16. ári, og skriftin bendir til þess, að þú sért reglu- söm og svolítið smásmugu/eg, en dugnaður þinn og samviskusemi eiga eftir að fleyta þér langt. Pennavinir Kata Þorsteinsdóttir, Slmstöðinni, Reyðarfirði vill eignast pennavini frá 12 ára aldri. Aðalheiðgr Kristjánsdóttir, Ás- gerði 6, Reyðarfirði óskar eftir bréfaviðskiptum við stráka og stelpur 12 ára og eldri. Dagmar Einarsdóttir, Mánagötu 12, Reyaðarfirði óskar eftir penna- vinum, 12, ára og eldri. Gæðavörur frá Fermingarföt Úrval af fermingarfötum úr riffluðu flaueli og terylene-efnum 1011 o^Austurstræti Jj 11. TBL.VIKAN 11

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.