Vikan - 17.03.1977, Page 12
Opinskátt og fróð/egt viðta/ við þrjá menn, sem fóru á Freeport Hospita/í
Bandaríkjunum til að /eita /ækninga vegna ofdrykkju.
Far vel, Bc
Bakkus er harður húsbóndi, það hafa margir
ís/endingar sannprófað. Hver einasta fjö/sky/da á
ís/andi hefur haft kynni af áfengissjúklingum og
vandamá/unum sem eru samfara ofdrykkju.
Margt bendir til, að nú sé verulega að rofa ti/íþessum
má/um, og má einkum þakka það tvennu: Kynnum
tuga íslendinga af árangursríkum /ækningaaðferðum á
Freeport Hospital í Bandaríkjunum og starfseminni á
drykkjumannaspíta/anum nýja á Vífi/sstöðum. Að
sjá/fsögðu er þá ekki gleymt árangursríku starfi AA
samtakanna og bindindishreyfingarinnar, sem má
te/jast grunnur þeirra framfara sem orðið hafa
undanfarið.
Vikan fékk þrjá menn, sem hafa /æknast á Freeport
Hospital, ti/ að ræða opinskátt um áfengisvandamá/
sín, og hvernig það gerðist að þeir snéru frá Bakkusi.
Viðmæíendur okkar eru Hi/mar He/gason, Hrafn
Pálsson og Tómas Agnar Tómasson. Þeir eru allir á
svipuðu reki og starfa í Reykjavík.
FJÖLSKYLDAN TÓK
ÁKVÖRÐUNINA
— Mig langar til að spyrja ykkur
fyrst um aðdraganda þess að þið
tókuð þá stóru ákvörðun að fara til
Bandaríkjanna í leit aö lækningu.
HHmar: Ég tók ekki þessa
ákvörðun sjálfur, hún var tekin
fyrir mig. Ég var ekki fær um að
dæma um ástand mitt, eins og
það var í raun og veru. Ég vissi
ekki hvernig það var. Ég vissi, að
það var eitthvað hroðalegt að
gerast, ég vissi, að ég gat ekki
hætt að drekka — búinn að reyna
það. Það var þessi frestun um
einn dag, reyna að hætta á
morgun, og óska þess alltaf á
kvöldin, að nú væri ég hættur.
Svona var þetta búið að ganga í
tvo mánuði, og þá var ákvörðunin
tekin fyrir mig af fjölskyldu minni.
Ég mótmælti engu, ég hefði ekki
einu sinni mótmælt því að verða
sendur til tunglsins. Ég var það
veikur, bæði andlega og líkam-
lega, það mikið rekald, að ég
sagði bara já. Ég hafði ekki
hugmynd um, hvað ég var að fara
út í, því að tveimur dögum eftir að
ég frétti um þennan stað, var ég
lentur á Kennedyflugvelli, og tíu
mínútum síðar var ég kominn inn
á Freeport-Hospital. Mér leist ekki
betur á mig þegar ég kom þar inn
en svo, að ég hafði á orði við
Önnu Guðmundsdóttur (Anna
hefur aðstoðað islendingana, sem
komið hafa til Freeport) að þetta
hlyti að vera einhver misskiln-
ingur, þar sem húsið líktist meira
fangelsi en spítala.
— Var staðurinn svona kulda-
legur?
— Nei, ég kom svo seint, að
það var búið að slökkva flest Ijósin
og rökkur í flestum herbergjum.
Ég vissi, að það voru engar aðrar
leiðir færar en hlíta annarra forsjá,
því að ég var búinn að reyna þetta
sjálfur í tíu ár, reyna allar leiðir,
sem ég taldi, að til væru.
— Hvað geröist svo á þessum
spítala í stórum dráttum?
— Það er nú erfitt að lýsa því.
Okkur ber ekki saman um, hvað
hafi I rauninni gerst, en þarna er
framsett svo mikið efni, sem er
miðað við vandamál hvers og eins
— það er farið yfir svo mikið efni í
trausti þess, að allir finni eitthvað
við sitt hæfi. Það sem gerist, er að
maður er rifinn niður og manni
sýnt miskunnarlaust fram á, hver
staða manns er. Bent á alla sjálfs-
blekkinguna og lygina, sem maður
hefur notað undanfarin ár, og sem
jafnvel fjölskylda mapns tók þátt í.
Sjálfsblekkingin ef tætt í sundur,
en það er ekki nóg, því það þarf að
raða brotunum saman aftur, og
það er 'ekki sama hvernig það er
gert. Ekki mega menn missa
móðinn, þegar augu þeirra opnast
fyrir ástandinu. Það verður að efla
með þeim sjálfsvirðingu, sjálfs-
þekkingu og sjálfsálit, og upp-
byggingarstarfsemin höfðar til
nákvæmlega jafn margra þátta (
mannlegu eðli og niðurrifsstarf-
semin gerir.
FJÖLSKYLDAN VAR BÚIN AÐ
GEFAST UPP
— Hvað segið þið hinir um
þetta?
12 VIKAN 11. TBL.