Vikan - 17.03.1977, Page 15
gegnum þetta án deyfingar. Það
er nauðsynlegt, að fjölskyldan
setji sig vel inn í hlutina, því það
hefur svo margt gerst í fortíðinni,
sem verður að strika yfir og
gleyma. Það verður að gera allt
upp og lifa síðan fyrir daginn í
dag. Tortryggni verður að hverfa,
en það er auðvitað hægara segt
en gert. Okkar konur hafa haldið
hópinn, og aðrar konur eru í
AL-ANON samtökunum, sem
gera mjög mikið gagn, sérstaklega
fyrir þær konur, sem eiga virka
alkóhólista. Í þeim félagsskap fá
þær skýringar á því, hvað er að
gerast.
Tómas: Aðstandendurnir þurfa
að læra að lifa sínu eigin lífi þrátt
fyrir sjúkdóminn, og það er
hægara sagt en gert.
AÐ GERA ANDANN
ALLSGÁÐAN
— Nú hljóta að vera einhverjir
hættupunktar, þegar þið eruð
aftur orðnir allsgáðir?
HHmar: Í eftirmeðferðinni ytra
er einmitt farið yfir allt það sem
getur komið fyrir okkur síðar meir,
þannig að við erum nokkuð vel
undir þetta búnir, en brennivíns-
löngunin kemur aftan að okkur,
þegar við búumst síst við því, og
hún getur orðið sterk. Þá er búið
að segja okkur, hvað er hægt að
gera, og þá er spurningin, hvort
maður gerir eitthvað í málinu
strax, eða gefur eftir. Nærtækast-
ur kann að vera síminn, og það
getur verið nóg að bjóða vini
sínum góðan daginn. En löngun-
in, maður lifandi, hún er til staðar,
annars værum við ómannlegir.
Tómas: Þetta er allt rétt, og það
er um að gera að bregðast nógu
hart við.
Hrafn: Ég stóð í þeirri meiningu,
áður en ég fór út, að ef líkaminn
yrði laus við alkóhólið, þá væri ég
þar með allsgáður. En það er
algjör misskilningur, við þurfum
líka aö gera andann allsgáðan,'
þ.e. hætta að hugsa eins og
drykkjumaður. Þegar svo löngunin
kemur, þá fer maður ósjálfrátt að
hugsa, eins og þegar við vorum
virkir, og í stað þess að gera
áætlun um það, hvernig maður á
að ná í flösku, þá gerir maður
eitthvað í málinu. Ég hef hringt,
og ég hef farið fram á salerni og
bölvað fjögur hundruð sinnum í
ktoss og hrist mig. Það er hægt að
gera allan fjárann annan en fara í
ríkið.
— Farið þið I sund eða stundið
Iíkam8aefingar?
Hi/mar: Það er sameiginlegt
með öllum alkóhólistum, þegar er
að renna'af þeim, þá verða þeir
frekir til fjörsins og ætla að bæta
sér upp á einum degi, sem
misfórst á tíu árum, en þeir gefast
flestir upp á því. Einstaka halda
áfram við sundið, eins og Hrafn!
Hrafn: Og Hilmar borðar mest-
an ís allra landsmanna!
Hi/mar: Það tekur ekki viku og
ekki mánuð að verða edrú. Við
teljum, að það taki uppundir ár, ef
ekki lengur, að verða edrú, eða
réttara sagt gera hugsunina edrú,
— að gamli róninn komi ekki upp í
manni, gömlu klisjurnar.
Hrafn: Þetta er lífstíðarverkefni,
en maður er orðinn sæmilega
staddur, þegar maður fer að líta á
þetta meira sem hobbí en
vandamál. Ég er ekki kominn svo
langt ennþá, en vona það besta.
ÞURRAFYLLERÍ
Tómas: Manni fer að þykja
gaman að þessu, en svo koma
tímabil, sem við köllum þurra-
fyllerí, og þá koma fram hegð-
unareiginleikar, sem okkar nán-
ustu verða skelkaðir yfir — hurða-
skellir, hækkaður rómur og ,,af
hverju er ekki maturinn tilbúinn,"
og fleira í þeim dúr. Maður verður
býsna ringlaður, þegar þetta
kemur fyrst, en þetta venst, og
það líður lengra á milli þessara
kasta.
— Ég vil aðeins koma aftur að
því, hvernig þið verjið tímanum
sem nýir menn. Vinnið þið miklu
meira núna, eða sinnið þið
einhverjum tómstundastörfum,
sem þið sinntuð ekki áður?
Tómas: Þetta er persónubund-
ið, og ég hef ekki orðið var við
neitt tóm. Það er einhvernveginn
svo, að það er nógur starfi að vera
edrú og reyna að halda sér í formi.
Ég hef haft nóg að gera, þegar
ég hef viljað það. Við höfum allir
lagt ofdrykkjuvörnum lið, og það
hefur tekið sinn tíma.
Hi/mar: Þegar við erum komnir
yfir það versta, þá hættum við að
rjúka upp til handa og fóta, þegar
einhver er að falla í áfengið, við
minnkum fundarsókn okkar og
förum bara, þegar við viljum fara.
£n ég er þeirrar skoðunar, að
\fykilegur alkóhólisti er ekki fær
up\ eitt eða neitt fyrstu mánuöina
annað en að vera edrú, og það er
ekki fyrr en eftir langan tíma, sem
hann er orðinn virkilega fær um að
vinna. Hann er í langan tíma alveg
eins og þegar hann var fullur —
með tíu verkefni á borðinu og
klárar ekkert þeirra.
— Hvernig er með svefnleysi
eða önnur óþægindi, þegar alkó-
hólið er farið úr líkamanum?
Tómas: Enn er þetta einstakl-
ingsbundið, en það er til læknis-
fræðileg formúla fyrir því, hvað
líkaminn er fljótur að losa sig við
alkóhólið — það tekur ekki nema
fjóra til fimm daga. Það segja
reyndir menn, sem hafa verið
ódrukknir um áraraðir, að maður
sé alltaf jafnnálægt sjúkdómnum.
Það er bara spursmálið um þetta
litla handtak, sem færir manni
fyrsta sopann. Það er sagt um
alkóhólista, að eitt lítið glas sé of
mikið, en fimm flöskur of lítið.
EF ÞIÐ HÆTTIÐ, ÞÁ MUNUÐ
ÞIÐ SOFA EINS OG BÖRN
Hrafn: Doktor Pirro, sem kom
hingað og flutti hér fyrirlestra
sagði nokkrum sinnum: Ég skal
lofa ykkur því, að ef þið drekkið
ekki framar, þá munið þið sofa
eins og börn. En það er einn
þáttur í sambandi við taugarnar,
og hann er sá, að þegar við
hættum að neyta víns, þá megum
við alls ekki hugsa um að hætta að
reykja fyrsta veifið. Flestallir
reykja mun meira eftir að hafa
hætt drykkju. Ég hef reykt miklu
meira, og það kemur niður á
taugakerfinu, en svo verður
vonandi minnkun á því. Ég hef
aldrei á ævinni unnið eins mikið og
eftir að ég kom að vestan, og ég er
farinn að hugleiða að gefa mér
tíma til að slaka ögn á. Ég finn, að
þetta er að verða hættulegt. Þegar
maður er farinn að hugleiða, hvort
það sé ekki tími til að hitta
einhvern, sem ekki er alkóhólisti,
þá er eitthvað bogið við þetta!
Tómas: Það er áreiðanlega
hættulegt að ætla sér um of, því
við erum í eðli okkar öfgamenn.
Hrafn: Það var góð setning,
sem einn maður sagði fyrir vestan:
Við eigum að ná því að verða jafn-
aðarmenn með vægu stjórnleysi,
og hann átti þá að sjálfsögðu ekki
við pólitík.
ALLSGÁÐUR INNAN UM
DRUKKNA
— Nú var mynd í Vikunni af
tveimur ykkar á nýársfagnaöi...
Hrafn: Ég fékk mikið hrós hjá
konunni fyrir það ball, því ég
dansaði eiginlega allan tímann.
Svo varð mér á að segja, að ég
hefði gert þetta til að þurfa ekki að
tala við þá fullu!
Tómas: Ég hef gert mér far um
það að breyta ekki lífsháttum
mínum, og ég kem á bari eins og
áður, lít bara raunsætt á hlutina,
en ég veit um marga, sem varast
slíka staði eins og heitan eldinn.
Hi/mar: Ég var talsvert skamm-
aður fyrir að fara ekki nógu oft úr
með minni konu, og aö ég væri að
hrella hana með því að láta mitt
vandamál sitja I fyrirrúmi. Ég sagði
henni að á venjulegum skröllum
myndi mér líða svo illa, að það
myndi smita út frá sér, og enginn
hefði ánægju af þessu, og ef hún
ætti að skemmta sér eitthvað, yrði
hún hreinlega að stinga mig af.
Hrafn: Það mæta okkur ýmis
vandamál á opinberum stöðum,
eða I veislum í hemahúsum. Viö
getum nefnt sem dæmi, að í
kokkteilpartíi er komið með krist-
alsglös handa öllum, en vatnsglas
með kóki í handa okkur, og þetta
þýðir. Þú mátt ekki drekka. Þetta
er sambærilegt við að segja við
sykursjúkan mann í afmælisboði:
Vertu frammi á gangi, svo þú sjáir
ekki kökurnar! Það erum við
sjálfir, sem verðum að ráða því,
hvort við veljum vín eða ekki. Fólk
á að umgangast okkur nákvæm-
lega eins og aðra, og það á meira
að segja að bjóða okkur vínið, það
er okkar að segja nei takk..
Tómas: Þegar fólk er að
umgangast okkur á vissan hátt,
allt að því eins og óhreina, fer það
býsna illa með mann í byrjun, en
maður venst þessu.
— Þið hafið minnst á, að þið
séuð að starfa að ofdrykkjuvörn-
um. Er nýi spítalinn á Vífilsstöðum
rekinn í sama anda og Freeport?
VÍFILSSTAÐIR GÓÐIR, EN...
Hi/mar: Við erum kannski ekki
nógu kunnugir til að gera saman-
burð, en mér finnst Vífilsstaðir
alveg stórkostlegir sem slíkir, þó
svo áð ég geti fundið eitthvað að.
Ég held, að helsta aðfinnslan yrði
sú, að menn séu ekki nógu sam-
hentir um val á leiðum, og menn
haldi þar fram jafnvel ólíkum
skoðunum, sem rugla sjúklingana
í ríminu. Svo finnst mér staðar-
valið ekki heppilegt, menn losna
ekki frá vandamálum líðandi
stundar, það er fjölskyldumálefn-
um, peningavandamálum, og þeir
hafa símann við hliðina á sér,
þannig að það er liægt að koma
öllum kvörtunum beint á framfæri
við þá. Við losnuðum við þessi
vandamál, meðan við dvöldumst
ytra.
Tómas: Þarna er verið að byrja
á nýjum hlut, það er ekki lengra
síðan en í maí, að staöurinn var
opnaður, og í aðalatriðum hefur
þetta farið fram úr okkar björtustu
vonum. Ég er sammála Hilmari, að
það þarf að samhæfa starfsliðið
betur og gera lækninguna mark-
vissari.
Hrafn: Eftir skilgreiningu band-
aríkjamanna er þetta líkamlegur,
andlegur og trúarlegur sjúkdómur.
Til þess að geta tekið alla þessa
þætti til meðhöndlunar þarf [
fyrsta lagi lækni, er sér um hið
líkamlega, félagsráðgjafa og sál-
fræðing sérmenntaða [ þessum
vandamálum, og síðan gjarnan
11. TBL. VIKAN 15