Vikan


Vikan - 17.03.1977, Blaðsíða 16

Vikan - 17.03.1977, Blaðsíða 16
prest. Það voru kaþólskir prestar með okkur þarna ytra, sem voru góðir alkóhólistar en einnig ötulir í að uppfræða okkur um gildi trúarinnar. Þessir ráðgjafar sögðu aldrei við mann: Þið eruð nú öll geðveik, greyin mín, enda er fyrsta boðorðiö að segja aldrei neikvæðan hlut við sjúklinginn, meðan hann er að fara í gegnum þetta, alltaf talað um hið jákvæða. Tómas: Við fáum að sjálfsögðu vissa skoðun á því, hvernig þessi lækning á aö fara fram, einfald- lega vegna þess að ákveðinn lækningamáti hefur gerbreytt lífi okkar. Hrafn: Það sló mig, hvað Vífilsstaðir er flott staður, og Freeport stenst engan samjöfnuð að því leyti. HHmar: Það ætti að byrja á því að loka deildinni á Kleppi, vegna þess að þangað fara menn ekki fyrr en þeir eru mjög langt leiddir. Ég er ekki að deila hér á Klepp sem sjúkrahús, heldur að þarna skuli vera blandaðar deildir, og ég hef grun um, að spítali, sem eingöngu er fyrir alkóhólista, geti stytt of- drykkjutímabilin hjá mörgum. Ég myndi hafa afvötnunardeild á Vífilsstöðum og hafa síðan endur- hæfingardeildina langt upp í sveit. PILLUM SAGT STRÍÐ ÁHENDUR — Hrafn, þú hefur í persónu- legu samtali minnst á samspil drykkju og lyfjatöku. Viltu lýsa skoðunum þínum á því máli? Hrafn: Það eru til menn, sem bara nota pillur, og það eru til menn, sem aðeins nota alkóhól. 16VIKAN 11. TBL. Oft blandast þetta lítillega saman. Ef við segjum, að ein Valium 10 sé sama og tvöfaldur sjúss, og drekki maður tvöfaldan sjúss með, þá fáum við ekki fjórfaldan sjúss út úr dæminu, heldur sexfaldan, þar sem vímugjafarnir magna hver annan. Slík vímunotkun eyðilegg- ur líkamann miklu fljótar, menn leiðast út í sterkara og sterkara og geta orðið morfínistar á endanum. Ég get nefnt dæmi um mann, sem notaði allmikið hass, en drakk lítið samfara hassinu. Þessi maður varð samt að leita hjálpar á Vífilsstöð- um vegna víndrykkju. Skömmu eftir að hann kom þaöan, þurfti hann að fara til læknis vegna bólgu og fékk þá deyfingu, sem veikti það mikið viðnámsþrótt hans, að hann skellti sér í hássveislu, og daginn eftir fór hann í „ríkið," og drakk hálfa flösku, án þess að taka hana frá vörunum. Hann varð síðan ofur- ölvi, en áttaði sig og leitaði hjálpar á ný. Þetta sýnir, hvað við þurfum að vera á verði. Við eigum til dæmis að segja lækni frá því, ef um uppskurð er að ræða, að við séum alkóhólistar, vegna þess að meira magn þarf af eter til að svæfa okkur en ósjúkt fólk. Ef við fáum venjulegan skammt, getur læknirinn búist við, að við rísum upp í miðjum uppskurði og bjóðum góðan dag! Tómas: Ég er lifandi dæmi um þetta. Ég var næstum dauður, af því að ég sagði læknum ekki frá því, að ég væri alkóhólisti. Ég hafði þremur mánuðum áður en þetta gerðist verið svæfður stuttri svæfingu. Svo þurfti ég aftur á spítala eftir heimkomu erlendis frá, en í þessari ferð hafði ég drukkið meira en venjulega. Ég fór inn á spítalann og var skorinn upp vegna kviðslits. Þeir þurftu hvað eftir annað að dæla í mig, meðan á aðgerðinni stóð, því ég hafði svo mikla mótstöðu. Þetta endaði uppi á gjörgæslu, og þegar þeir gátu loks vakið mig eftir þessa miklu inngjöf, var líkaminn allur úr lagi genginn, og það þurfti að gefa mér adrenalín og fleira. Hrafn: Munurinn á eter og Tómas Agnar Tómasson: ,,Það er sagt um alkóhólista að eitt glas sé of mikið, en fimm flöskur of lítið..." ethylalkóhóli er eitt mólekúl af vatni! HHmar: Taugaróandi lyf er algjörlega forboðið fyrir alkóhól- ista. Öll lyf, sem hugsanlega hafa hugarfarsbreytingu í för með sér, eru stórhættuleg. Hrafn: Ég tek ekki einu sinni magnyl við hausverk. HHmar: Tökum sem dæmi hóstasaftina. inærallrihóstasafter alkóhól eða róandi lyf, og það stendur á flöskunum litlum stöf- um: Vinsamlegast akið ekki bif- reið, ef þér hafið tekið tvær teskeiðar. Við myndum finna á okkur af þessu, og það myndi valda breyttu hugarfari. Tómas: Við verðum að vera sérstaklega varkárir, megum ekki taka inn lyf nema í neyðartilfellum og þá undir lækniseftirliti. — Haldið þið, að fólk geri sér almennt grein fyrir þessu? Tómas: Þaö hefur enga hugynd um þetta... HHmar: Og jafnvel læknarnir vita það ekki. Ég var tekinn í magaspeglun á Landspítalanum, og þeir gáfu mér við fyrstu speglun venjulegan skammt af valium í æð, næst tvöfaldan skammt og í þriðja skiptið fjórfaldan skammt. í öll skipt- in eftir allar aðgerðirnar sat ég frammi á gangi og las blöð- in, reykti og borðaði minn mat. Undir venjulegum kringum- stæðum heföi ég átt að vera steinsofnaður upp í rúmi. Þeir hlógu og skemmtu sér yfir þessu furðuverki. Þeir áttuðu sig ekki á mér, og þó var ég búinn að segja þeim, hvað ég drakk mikið, — tvær flöskur á dag! ,,Er það hvít- vín?" sögðu þeir. Hrafn: Það er tilfellið, svona er þetta. Við fengum fyrirlestur um þetta á Freeport og síðan skýrslu, sem ég á og blaöa oft í mér til fróðleiks. HHmar: Vitið þið, hvað það eru margar kerlingar í Ameríku, sem drekka munnskolvatnið Listerin sem áfengi — það er jafnsterkt og Campari. Hrafn: Ég vissi ekkert um þetta, fyrr en ég fékk lista yfir efni, sem eru seld án lyfseðils, en eru hættuleg alkóhólistum. HHmar: Hugsiö þið ykkur alla alkóhólistana, sem fara til læknis og segjast ætla að reyna að hætta að drekka. Læknirinn nennir ekki að hlusta á röfliö og er fljótur að skrifa upp á lyfseðil fyrir valium. Viðkomandi fer heim og segir konunni, að hann eigi að taka JAFNVEL LÆKNAR VITA ÞAÐ EKKI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.