Vikan - 17.03.1977, Side 20
óverulega aðfall Kyrrahafsins kom
með hœgu gjálfri.
Bráðlega hvarf ströndin í suðri,
og sólarljósið féll nú á hœgri hönd
mína. Þá sá ég allt í einu langt
framundan, fyrst eina og síðan
nokkrar fleiri mannverur, sem
komu fram úr runnunum, —
Moreau með gráa veiðihundinn
sinn, svo Montgomery og tvo aðra.
Og þá nam ég staðar.
Þeir sáu mig og fóru að pata og
færa sig nær. Ég stóð og horfði á þá
nálgast. Manndýrin tvö hlupu
áfram til að króa mig af frá kjarrinu
upp af ströndinni. Montgomery
kom líka hlaupandi, en hann stefndi
beint til mín. Moreau fór hægar
með hundinn.
Að lokum vakti ég sjálfan mig af
aðgerðarleysinu, sneri til sjávar og
gekk rakleitt út í hann. Sjórinn var i
fyrstu mjög grunnur. Ég var
kominn þrjátíu metra út, áður en
öldurnar náðu mér í mitti. Ég
greindi óljóst fjörudýrin, sem þutu
burt undan fótum mínum.
„Hvað ertu að gera, maður?”
æpti Montgomery.
Ég sneri mér við, þar sem ég stóð
með sjóinn upp i mitti og glápti á
þá.
Montgomery stóð másandi i
fjöruborðinu. Andlit hans var
ljósrautt af áreynslu, sítt, ljósgult
hár hans flaksaðist um höfuð hans.
Moreau var rétt í þessu að koma á
staðinn, fölur og ákveðinn á svip,
og hundurinn, sem hann leiddi,
gelti að mér. Báðir höfðu þeir
þungar svipur. Lengra uppi í
fjörunni góndu manndýrin.
„Hvað er ég að gera? — ég ætla
að drekkja mér”, sagði ég.
Montgomery og Moreau litu hvor
á annan.
„Hvers vegna?” spurði Moreau.
,,Af því að það er betra en að vera
pyndaður af ykkur”.
„Þetta sagði ég þér”, sagði
Montgomery, og Moreau sagði
eitthvað lágum rómi.
„Af hverju heldurðu, að ég ætli
að pynda þig?” spurði Moreau.
„Það, sem ég sá”, sagði ég. „Og
þessir — þarna”.
„Nefndu það ekki!” sagði
Moreau og rétti upp höndina.
„Jú, þaðgeriég”, sagðiég; „þeir
voru menn, hvað eru þeir núna? Að
minnsta kosti vil ég ekki líkjast
þeim.”
Ég leit framhjá viðræðumönnum
mínum. Uppi í fjörunni voru þjónn
Montgomerys og einn af dúðuðu,
dýrslegu mönnunum úr bátnum og
bak við hann nokkrar aðrar dökkar
mannverur.
„Hverjar eru þessar verur?”
sagði ég og benti á þær og hækkaði
röddina meira og meira, til þess að
þær gætu heyrt til mín. „Þær voru
menn — menn eins og þið sjálfir,
sem þið hafið sýkt af einhverri
dýrslegri náttúru, menn, sem þið
hafið hneppt í fjötra, og sem þið
óttist enn. — Þið, sem hlustið”,
kallaði ég, benti nú á Moreau og
kallaði fram hjá honum til mann -
dýranna. „Þið, sem hlustið! Sjáið
þið ekki, að þessir menn óttast
ykkur enn, eru dauðhræddir við
ykkur? Af hverju eruð þið þá
hræddir við þá? Þið eruð margir”.
„I almáttugs bænum”, æpti
Montgomery, „hættu þessu,
Prendick!”
„Prendick!” kallaði Moreau.
Þeir kölluðu báðir í kór, eins og
þeir vildu drekkja rödd minni. Og
að baki þeim drupu hin starandi
manndýr höfði, furðu slegin, með
vanskapaðar hendurnar lafandi
niður og bognar herðar. Þau
virtust, eða svo ímyndaði ég mér þá
vera að reyna að skilja mig og muna
eitthvað úr hinni mennsku fortið
sinni.
Ég hélt áfram að kalla, en ég man
varla, hvað það var. Að hægt væri
að drepa Moreau og Montgomery;
að ekki ætti að óttast þá. Þetta var
aðalefnið í því, sem ég lét
manndýrin heyra. Ég sá, að
maðurinn með grænu augun í
dökku tötrunum, sem hafði hitt mig
kvöldið sem ég kom, kom út á milli
trjánna, og aðrir komu á eftir
SVRPU SKHPHR
óbreytt verð frá febrúar
1976
Nýir möguleikar, sem gera
þér kleift að innrétta skápana
eftir þörfum.
Uppsetning á SYRPU SKÁP
er þér leikur einn.
Vinsamlegast sendiö mér upplýsingar um SYRPU SKÁPANA
Nafn
Heimili
Shnfiö gr*inil»ga
□uuu
_SYRPU SKAPAR er islensk framleiósla.
AXEL EYJOLFSSON
HÚSGAGNAVERSLUN SMIÐJUVEGI 9 KÓPAVOGl SÍMI 43577
20VIKAN 11. TBL.