Vikan


Vikan - 17.03.1977, Blaðsíða 36

Vikan - 17.03.1977, Blaðsíða 36
Pétur Einarsson, skólastjóri. Stjórnandi upptöku. Leikur aö læra Leiklistarskóla íslands var komið á fót haustið 1975. Þá voru teknir inn í hann þeir nemendur, er áður höfðu stundað nám í leiklistarskóla leikhúsanna og SÁL (samtök áhugafólks um leiklist). Síðan hefur verið fremur hljótt um skólann. Engir nýir nemendur hafa verið teknir inn og skólinn reyndar verið í mótun. Á þessu ári verða teknir nýir nemendur inn í skólann og auk þess stendur til að betra húsnæði fáist, en hingað til hefur skólinn verið til húsa í Lækjargötu 14 a og einnig í gamla Miðbæjarskólanum. Vikan heimsótti L.í. á dögunum og forvitnaðist um þá starfsemi, er þar fer fram. Fyrst litum við inn í kennslu- stund hjá 3 - H. Þar leiðbeinir Pétur Einarsson og námsgreinin er svonefnt útvarpsverkefni. Litlu stúdíói hefur verið komið fyrir til þess að nemendur geti lært radd- beitingu í hljóðnema og öll tækni- atriði, sem notuð eru í sambandi við útvarpsverkefni. Skólastjóri L.i. er Pétur Einars- son, leikari, og veitti hann allar upplýsingar um námstilhögun í skólanum. Leiklistarskóli jslands menntar Wm Hvaö skyldi vera svona athyglisvert? leikara, en námið tryggir engum atvinnu. Námstíminn er 3 ár og eins árs starf í Nemendaleikhúsi. Til þess að geta hafið nám í skól- anum þarf að gangast undir sér- stakt inntökupróf og standast kröfur þess. Námsgreinar eru: Taltækni, framsögn, raddbeiting, tónmennt, söngur, líkamsþjálfun, hreyfing, spuni, leiktúlkun, grein- ing, leiklistarsaga, félagsfræði o. fl. Auk þess koma inn í námið skemmri námskeið í öðrum grein- um leiklistar, svo sem leikmynda- teiknun, lýsingu, förðun o. fl. Námsárinu er skipt í annir og á hverri önn er unnið að einu eða fleiri verkefnum. í lok hverrar annar eru þau verkefni, sem unnið hefur verið að, kynnt innan skólans og nemendur fá umsagnir kennara. Á meðan á náminu stendur vinna nemendur einnig sjálfstætt að verkefnum og sýna kennurun. Að loknu 3ja ára námi starfa nemendur í Nemendaleik- húsi og vinna að sýningum, sem þeir sýna opinberlega. Teknir verða inn átta nýir nemendur á þessu ári. Inntöku- nefnd, skipuð skólastjóra og fjórum kennurum skólans, annast inntöku þeirra. Nefndin ákvarðar tilhögun inntöku og framkvæmd og úrskurðar hverjir umsækjenda skuli teknir inn í skólann. Til þess að geta sótt um inngöngu í L. i., skal umsækjandi fullnægja eftirtöldum skilyrðum: A. Vera fullra 19 ára. B. Hafa gagnfræðapróf eða sam- bærilega menntun. Nemendur gagnrýna verkið. Afslappaðir nemendur. 36VIKAN 11. TBL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.