Vikan


Vikan - 17.03.1977, Page 36

Vikan - 17.03.1977, Page 36
Pétur Einarsson, skólastjóri. Stjórnandi upptöku. Leikur aö læra Leiklistarskóla íslands var komið á fót haustið 1975. Þá voru teknir inn í hann þeir nemendur, er áður höfðu stundað nám í leiklistarskóla leikhúsanna og SÁL (samtök áhugafólks um leiklist). Síðan hefur verið fremur hljótt um skólann. Engir nýir nemendur hafa verið teknir inn og skólinn reyndar verið í mótun. Á þessu ári verða teknir nýir nemendur inn í skólann og auk þess stendur til að betra húsnæði fáist, en hingað til hefur skólinn verið til húsa í Lækjargötu 14 a og einnig í gamla Miðbæjarskólanum. Vikan heimsótti L.í. á dögunum og forvitnaðist um þá starfsemi, er þar fer fram. Fyrst litum við inn í kennslu- stund hjá 3 - H. Þar leiðbeinir Pétur Einarsson og námsgreinin er svonefnt útvarpsverkefni. Litlu stúdíói hefur verið komið fyrir til þess að nemendur geti lært radd- beitingu í hljóðnema og öll tækni- atriði, sem notuð eru í sambandi við útvarpsverkefni. Skólastjóri L.i. er Pétur Einars- son, leikari, og veitti hann allar upplýsingar um námstilhögun í skólanum. Leiklistarskóli jslands menntar Wm Hvaö skyldi vera svona athyglisvert? leikara, en námið tryggir engum atvinnu. Námstíminn er 3 ár og eins árs starf í Nemendaleikhúsi. Til þess að geta hafið nám í skól- anum þarf að gangast undir sér- stakt inntökupróf og standast kröfur þess. Námsgreinar eru: Taltækni, framsögn, raddbeiting, tónmennt, söngur, líkamsþjálfun, hreyfing, spuni, leiktúlkun, grein- ing, leiklistarsaga, félagsfræði o. fl. Auk þess koma inn í námið skemmri námskeið í öðrum grein- um leiklistar, svo sem leikmynda- teiknun, lýsingu, förðun o. fl. Námsárinu er skipt í annir og á hverri önn er unnið að einu eða fleiri verkefnum. í lok hverrar annar eru þau verkefni, sem unnið hefur verið að, kynnt innan skólans og nemendur fá umsagnir kennara. Á meðan á náminu stendur vinna nemendur einnig sjálfstætt að verkefnum og sýna kennurun. Að loknu 3ja ára námi starfa nemendur í Nemendaleik- húsi og vinna að sýningum, sem þeir sýna opinberlega. Teknir verða inn átta nýir nemendur á þessu ári. Inntöku- nefnd, skipuð skólastjóra og fjórum kennurum skólans, annast inntöku þeirra. Nefndin ákvarðar tilhögun inntöku og framkvæmd og úrskurðar hverjir umsækjenda skuli teknir inn í skólann. Til þess að geta sótt um inngöngu í L. i., skal umsækjandi fullnægja eftirtöldum skilyrðum: A. Vera fullra 19 ára. B. Hafa gagnfræðapróf eða sam- bærilega menntun. Nemendur gagnrýna verkið. Afslappaðir nemendur. 36VIKAN 11. TBL.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.