Vikan


Vikan - 17.03.1977, Qupperneq 40

Vikan - 17.03.1977, Qupperneq 40
Örugg og nýtískuleg kven- og karlmannsúr á mjög hagstæðu verði. Kynnið yður WIHW 1 ____________________________________: „Gott kvöld,” sagði ég og rödd mín gerði hvorki að fæla hann frá né bjóða upp á frekari samræður. „Það er dásamlegt útsýni héðan,” hélt hann áfram og benti i áttina að höfðanum, sem stóð handan við flóann. Þegar ég samþykkti þetta settist hann við næsta borð, vildi sýnilega ekki hætta á, að ég neitaði honum að setjast hjá mér. Þegar þjónninn kom með kaffi handa honum þakkaði hann kurteislega fyrir sig. „Hefurðu dvalið hér lengi?” spurði Stark mig. Hann var einn af þeim, sem reynir, það mátti hann eiga, og hann var ekki að stíga í vænginn við mig. Ég bægði frá mér öllum hæðnisV'gum hugsunum. Ef til vill var hanh einungis leiður á siá'fut. sér og einmana eins jg eg. Ég sagði honum. ég hefði komið til eyjarinnar í gær, en gætti þess að minnast ekki á ástæðuna fyrir komu minni. Hann tók þessu svo, að ég væri þarna i leyfi og það var ágætt. ,,'Ég er að koma frá Möltu og ætla að dvelja hér í nokkra daga, en ég get ekki sagt eð mér geðjist að þessum stað,” sagði hann. „Lífið er alltof frumstætt hér. Ég tók leigubíl frá ferjunni og í höfuðstað eyjarinnar. Heitir hann ekki Ra- bat?” „Jú, það er gamla nafnið yfir hann, en núna er hann venjulega nefndur Victoria.” Nú - jæja, bíllinn stansaði á aðaltorgi Victoriu, en ég hafði ekki einu sinni fyrir því að fara út úr honum. Þá stakk bílstjórinn upp á þessum stað við mig. Mér er sagt, að næturlífið sé hvað líflegast hér.” Mér varð hugsað til baranna nið- U’.- við höfnina og ég gat 'ekki ímyndað mér, hvað hr. Stark ætti við með þessu tali um næturlíf. Hann hefði átt að vera um kyrrt á Möltu. ,, Heitir ekki eigandi þessa hótels Jarvis?" spurði hann. „Jú, rétt er það.” „Ég þekkti eitt sinn mann með því naíni. Hann settist að einhvers staðar hér á þessum slóðum. En þessi er of ungur til þess að geta verið sá. Á hann nokkra ættingja hér?” „Já, það held ég.” „Þekkirðu þá?” Ég furðaði mig á hvers vegna hr. Stark spurði mig þessara spurninga í staðj' - ' -A. *-;i Randals. Ég hafðí enga lö'ngun til þess að vera dregin inn í persónuleg málefni hans og eftir stutta umhugsun kvaðst ég ekki þekkja þetta fólk. Þetta var hvít lygi eða kannski óskhyggja. Ég hafði hitt föður Randals, þegar hann bjó á Möltu, en ég taldi mig engan veginn þekkja Edgar Jarvis. Dóttur hans þekkti ég hins vegar of vel. Ég hataði hana enn fyrir að hafa krækt í unnusta minn. „Mér datt það nú bara svona í hug,” sagði Stark. Vera mátti, að hann hefði séð mig og Randal skiptast á fáeinum orðum fyrir kvöldverð, en það hafði raunar einungis verið venjuleg kurteisi milli hótelstjóra og gests. Enginn hefði getað ímyndað sér, að þennan sama dag, hefðum við setið saman á bar. Því síður að ég þekkti nokkuð til ættingja hans. Þjónninn kom nú með koníak, sem Stark hafði greinilega þegar HÆTTULI pantað. „Má égbjóða þér að setjast hjá mér?” sagði Stark, en ég þakkaði honum kurteislega fyrir gott boð. Eins fljótt og mér þótti til- hlýðilegt fór ég aftur inn á hótel, en ætlaði síðan að rölta niður í fjölfarnari götur Xlendi. Þegar ég kom út aftur var Stark farinn. Kaffibollinn og glasið stóð tómt á borðinu. Ég átti ekki von á þvi, að hann myndi dvelja lengi á Gozo. Þegar ég fjarlægðist hótelið kom ég auga á mann, sem ég var viss um, að ég hafði séð kvöldið áður sitjandi á bekk. Ég fann lyktina af sígarettunni hans, áður en ég sá sjálfan manninn, og þetta sló mig út af laginu. Síðan gekk ég rakleitt framhjá honum án þess að svo mikið sem líta á hann. Ég held, að hann hafi hvorki hreyft sig né litið upp, en þegar ég kom að einni hárnálarbeygjunni á stígnum, sá ég þybbinn náunga fara yfir grýtta urð og stytta sér leið að veginum, sem lá heim að hótelinu.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.