Vikan


Vikan - 17.03.1977, Blaðsíða 43

Vikan - 17.03.1977, Blaðsíða 43
klædd og virtist hverfa inn í bak- grunninn. Það skrjáfaði í umbúðapappím- um, er hún pakkaði inn blússunni, en því næst horfði Rosa þegjandi á okkur. Ég leit hjálparvana á hana, en átti svo sem ekki von á neinni aðstoð úr þeirri áttinni. Kring- umstæðurnar skírskotuðú gréini- lega til kímnigáfu hennar. „Vitaskuld get ég keypt þessa blússu handa þér,” sagði Randal, „ogþótt meira væri.” Svo fór hann að hlæja og vildi greinilega slá þessu öllu upp í kæruleysi. Veistu nema ég og Rosa séum í slagtogi saman, hún ávarpi fyrir mig ungar stúlkur og ég komi þeim svo til bjargar.” Ekki veit ég hvað þú telur þig græða á því, enda hlýtur svona vefnaður að vera mjög dýr. Það tekur áreiðanelga fleiri vikur að fullvinna bhissu af þessu tagi.” „Mér þykir vænt um, að þú skulir kunna að meta hana,” sagði Randal. „Og ég er líka viss um, að það hefur meiri þýðingu fyrir Rosu en nokkuð annað. Er ekki svo?” Hann hækkaði röddina þannig að gamla konan heyrði til hans. Hún kinkaði kolli og brosti af ánægju. Ég átti engan leik. Það hefði verið dónalegt af mér að þiggja ekki gjöfina og ég þakkaði þeim báðum kærlega fyrir. Ég tók pakkann og Randal brá höndinni undir arm mér. En hvað þarf nú annars lítið til þess að konu finnist hún vera miðpunktur alls, hugsaði ég, smá- gjöf, hlýlegt bros. Mér þótti gott, að Randal skyldi leiða mig og gerði ekkert til þess að fjarlægjast hann, er við komum út á gangstéttina. Við gengum þama meðfram hafnarbakkanum, en komum siðan við á kaffihúsi og fengum okkur kældan drykk. Það var notalegt að vera í fylgd með honum og þurfa ekki að hanga heima á hóteli. Eins hafði ég gaman af ýmsu, sem hann sagði mér um sjálfan sig. Hann kvaðst hafa verið við söng- nám áður en hann gerðist hótel- eigandi, en hætt við að verða ein- söngvari, vegna þess að hann taldi sig ekki hafa næga hæfileika í þá átt. Ég tók ekki eftir að hr. Stark, hinn dularfuili gestur hótelsins, yfirgaf borð sitt á næsta bar, fyrr en hann rambaði fram á okkur þarna. „Jæja,” sagði hann þvoglu- mæltur, því að hann var töluvert drukkinn, „svo að fröken tsmoli Prescott neitaði því, að hún þekkti nokkuð til ættingja Randal Jarvis.” Hann slagaði og það var rammur áfengisþefur út úr honum. Randal spratt á fætur og stillti sér upp á milli okkar , en Stark hélt áfram að þusa. „Þú neitaðirþví,” endurtók hann biturlega. „En ég sá þig með gamla refnum, Edgar sjálfum, og nú situr þú hérna ásamt syni hans. Þú hefur sannarlega átt annríkt i kvöld!” Stark virtist æði reiður og Randal ýtti honum frá borðinu á áttina að ströndinni og ákafinn í honum var mun meiri, en efni stóðu til. Fólkið í kring virtist ekki átta sig á því hvað væri á seyði. En brátt kom Randal aftur. Hann dustaði sand úr buxunum og ég spurði óttaslegin: „Hvað gerðirðu eiginlega við hann?” „Ég dýfði honum í sjóinn til þess að láta renna svolítið af honum, en skildi hann síðan eftir á strönd- inni,” sagði hann stuttaralega. Síðan tók Randal í handlegginn á mér og nánast dró mig eftir hafnar- bakkanum. Svo komum við á stíg, sem lá heim að hótelinu. Mikið var þetta ólíkt fyrri hluta gönguferðar okkar. „Erþað rétt, að þú og faðir minn hafið verið að ræða saman?” spurði hann allt í einu. „Já,” svaraði ég ráðvillt, „ogþví ekki það? Hann þekkti föður minn og var raunar mjög vingjarnlegur við mig.” Ég ætlaði að bæta því við, að Edgar Jarvis hefði boðið mér í te, en þá sleppti Randal reiðilega á mér takinu. „Góða nótt,” sagði hann stuttur í spuna, en skundaði síðan á undan mér. Góð byrjun á vináttu hafði farið út um þúfur, en hvers vegna vissi ég ekki. önug og ringluð gekk ég stíginn heim á hótel, fór siðan í rúmið, en gat ekki sofnað. Ég snéri mér fyrst ó aðra hliðina svo á hina, sparkaði af mér sænginni, en samt var mér of heitt. Randal hlaut að vera meira en lítið ósáttur við föður sinn, hugsaði ég. Hann hafði sagst búa fjarri fjöl- skyldu sinni, vegna þess að hann kysi að hafa það svo. Meira vissi ég ekki. En viðbrögð hans við því, að ég skyldi hafa rætt við Edgar Jarvis voru ógnvekjandi. Mér var ómögulegt að sofna og fór fram úr og baðaði andlitið upp úr köldu vatni. Síðan gekk ég út ó svalimar og horfði á, er eldaði aftur af nýjum degi. Ég var hins vegar alls ekki eina vitnið að þessu kraftaverki. Ég heyrði skrjáf í laufi rétt fyrir neðan svalirnar. Var þetta kannski einhver morgunhani á leið i laugina? Nei, það var einum of snemmt til þess. Ég hallaði mér út yfir hand- 11. TBL. VIKAN43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.