Vikan


Vikan - 17.03.1977, Qupperneq 45

Vikan - 17.03.1977, Qupperneq 45
TJÖRNIN Kæri draumráðandi! Mig dreymdi fyrir nokkrum mánuðum mjög óhugnanlegan draum og var hann á þessa leið: Mig dreymdi að ég væri stödd í kvikmyndahúsi með stelpu í mín- um bekk, sem heitir H (það skal tekið fram, að ég er aldrei með þessari stelpu) og með lítilli stelpu, sem ég hef passað s.l. 3 ár. Við vorum bara þrjár í húsinu og allt í einu fóru H og litla stelpan að hlaupa um salinn og fóru svo út. Ég fór út á eftir þeim, en þær hlupu út í stóran garð og var þar mikið af trjám. Þær hlupu hvor í sína átt, en ég elti litlu stelpuna. í garðinum sá ég litla tjörn. Ofan í tjörninni lá strákur, sem ég þekkti (en hann dó fyrir 3-4 mán. Hann hafði alltaf verið ( mínum bekk nema í 1. bekk. Ég fór að jarðarförinni og þar var H stödd líka). Ég stóð lengi og horfði ofan í tjörnina. Hann lá með höfuðið uppúr vatninu, en líkaminn var ofan í vatninu. Draumurinn var ekki lengri. Ég vona að þú birtir þetta, því að mig langar mjög mikið til þess aðfá svar við þessu. Halla. Framundan hjá þér eru efna- hagslegir örðugleikar. Hins vegar munu miklir atburðir gerast í lífi þínu, sem þú getur glaðst yfir. Þú munt sennilega eignast þann eiginmann, sem þú helst óskar þér, þ. e. draumaprinsinn þinn. Einhver, sem þú elskar mun fjarlægjast þig mjög í framtíðinni. SYSTIRIN TÝNDIST Kæri draumráðandi! Mig langartil þess að biðja þig að ráða fyrir mig draum, sem mig dreymdi aðfaranótt 15. febrúar. (Ég á heima niður við sjó.) Égogtværsysturmínar(önnurer 13ára,enhin22áraogsjálferég 15 ára) vorum að leika okkur niðri í fjöru,þegaralltíeinuskalláflóð. Ég og yngri systir mín hlupum af stað heim, en eldri systir mín varð eftir að mérfannst. Við fórum inn og héld- um huröinni lokaðri eins fast og við gátum. Það var mikið frost úti og sjórinn komst aldrei inn, heldur fraus rétt við útidyrnar. Eftir skamma stund fórum við að leita Mig dreymdl að Árdísi (en það heitir hún) og var þá orðið dimmt, svo að við sáum ekkert til. Við vorum orðnar vissar um að hún væri dáin. En allt í einu sá ég kross í fjarska og þá birti yfir öllu. Svo kom Árdís labbandi. Hún var klædd í örþunnan kjól, dragsíðan og svolítið víðan. Kom hún með Ijóðabók og bað mig að lesa eitt Ijóð fyrir sig og sýndi mér hvaða Ijóð ég ætti að lesa. Mér fannst það svo frumlegt og skrítið, að ég vildi ekki lesa það og þá hvarf hún og allt varð dimmt á ný. Ég fór að gráta. Fór svo niður í bæ til að hitta fólk, sem ég þekki, en það vildi enginn tala við mig af því að ég grét svo mikið. Mér fannst ég gráta alla nóttina. Með fyrirfram þökk fyrir ráðn- inguna, Ein, sem dreymir ótalmargt. Þessi draumur boðar þér mót- læti. Auðugur maður eða kona mun reynast þér hættuleg. Farðu ekki of mikið út að skemmta þér og þá ættiþér aö takast að bægja hættunni frá. Ef allt fer vel verðurðu mjög hamingjusöm eftirá. UNDARLEG JÓL Kæri draumráðandi! Mig dreymdi draum, sem mig langar til að vita hvort þú getur ráðið eitthvað úr. Mér fannst ég vera heima á íslandi og það voru jól. Það var jólaball í þorpinu, þar sem ég var stödd, en ekki sá ég neitt jólatré. Það var eins og ég sæi þetta allt (fólkið) í sjónvarpi. Ég sá syni mínum bregða fyrir og fleiri krökkum, sem ég þekki,, aðallega strákum. Stelpur voru víst engar, en mér fannst þær horfa á sjónvarpið. Einnig sá ég marga karlmenn, sem ég þekki. Ýmist var ég að horfa á sjónvarpið eða viðstödd þarna, samt ekki á sjálfu ballinu, heldur uppi á lofti. Þar var gamall maður og var hann í svörtum kjólfötum. Utan á fötun- um var einhverskonar hvítt bréf og líka í hári mannsins. Mér fannst hann vera að vinna þarna. Allt í einu var ég komin að hinu gamla heimili mínu og þar fyrir utan var stór, svartur hundur með grænt trýni. Hann var feiminn við mig í fyrstu, en kom svo og faðmaði ég hann að mér. (Mér fannst ég þekkja hann.) Hundurinntók með framfótunum utan um mig og ég hugsaði: „Þetta hlýtur að vera maður, sem hefur klætt sig úr." Svo var ég aftur komin inn ,í húsið og horfði á sjónvarpið. Ballið var ennþá, en nú tók ég eftir manni, sem sat innanum börn og fullorðna og las upp úr svartri bók öðru hverju. Ekki tók ég eftir því hvað hann las. Allt í einu urðu slagsmál á ballinu, síminn hringdi og beðið var um konu uppi á lofti. Hún grét og sagði: ,,Af hverju þurfa það alltaf að vera hennar börn." Þetta sagði hún um leið og hún klæddi sig í kápuna. Skyndilega var ég komin með bók í hendurnar og var það Biblían. Ég fletti upp á grein 1304 (?) og las, en ég man ekki hvað. Þegar ég lokaði bókinni heyrði ég sagt: ,,Það er lesið upp þegar þau gera eitthvað af sér." ,,Já," sagði ég ,,og númerið er klukkan..." En þá fannst mér ekki passa að þetta hefði verið 1304 og ætlaði að finna það aftur. Vissi ég ekki hvar ég átti að leita að því, en mundi að það var aftarlega. Um leið skildi ég, að maðurinn í sjónvarpinu var með biblíu, sem hann las upp úr og þá sagði maður fyrir aftan mig: „Lúkas 12". Síðan þrumaði ég hátt: „Hlustið á rödd þegjandans." Síðasta orðið er mér óljóst. Draumurinn varð ekki lengri, en ég vona að þú getir lesið eitthvað úr honum. Ein með von um gott svar. Þessi draumur er þér fyrir gæfu og gengi. Sennilega færðu fréttir aö heiman, sem færa þér mikla hamingju. Þú ert áhyggjuful/ út af einhverju, sem engin ástæða er til að hafa áhyggjur af. Líklegt er að miklar breytingar verði á starfi þínu, Hferni eða dvalarstað áður en langt um Höur. Hjónaband þitt verður farsælt. FÆÐING Kæri draumráðandi! Mig, langar til að biðja þig að ráða fyrir mig draum, sem mig dreymdi fyrir nokkru. Mér fannst draumurinn byrja á því að ég var að eiga barn. Ég lá á bekk í einhverju húsi og stóð fullt af fólki í kringum mig og var að horfa á fæðinguna (þar á meðal var öll fjölskylda mín, mágur minn og fjölskylda hans). Svo kom strákur, sem ég þekki mjög vel og átti hann að taka á móti barninu. (Ég vil taka það fram, að hann er ekki læknir, hann er að læra allt annað og stelpan, sem hann er trúlofaður var þarna líka, en hún er ófrísk). Svo kom önnur stelpa, sem ég þekki mjög vel og vildi hún fá að hjálpa eitthvað til. Þetta gekk allt ferlega illa og ég spurði hvort þetta yrði mjög vont. Hún sagði: Jú, það verður ofsalega sárt." Þá sagði ég: „Þá er ég hætt viö þetta allt saman." „Það er of seint að hætta við þetta núna," sagði hún. Svo kom barnið. Ég fann ekkert fyrir því og einhver fór með það fram, en*fékk aldrei að vita hvort þetta var stelpa eða strákur. Ég vona að þú getir fundið eitthvað út úr þessu, því mér finnst draumurinn dálítiö furðu- legur. Með fyrirfram þökk, Hanna. Þessi draumur er fyrir erfiðleik- um í ástamálum. Treystu betur á sjálfa þig en aðra, þegar þú þarft aö taka mikilvægar ákvarðanir í þessum efnum. Þótt ráð annarra geti oft á tíðum virst skynsamleg eru þau ekki við þitt hæfi. 11. TBL. VIKAN45

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.