Vikan


Vikan - 17.03.1977, Síða 46

Vikan - 17.03.1977, Síða 46
SMÁSAGA EFTIR BARBRO JOHANSSON í sömu mund og Sandra lauk upp hurðinni heyrði hún, að Liv kallaði glaðlega. — Þetta er Jörgen Berg, sem ég hefi talað svo mikið um. — Mikið, hugsaði Sandra hálf hissa. Liv hafði a.m.k. ekki nefnt hann með nafni, rétt nefnt, að hún hefði hitt dásamlegasta mann i heimi og hefði boðið honum í mat. Þegar Liv hóf máls á ný, hljómaði rödd hennar eilitið stríðnislega, rétt eins og hún vissi — en — það gat ekki verið? Sakleysislegt upplit hennar róaði Söndru. — Þetta er besta vinkona mín, hún Sandra, sem ég hef sagt þér svo margt um. Sandra og Jörgen tókust i hendur fljótt og kurteislega. Augu þeirra mættust og Sandra las í brúnum augum hans greinilega aðvörun. Maður gat alltaf lesið hugsanir hans. Hún hafði snemma lært að lesa tilfinningar hans út úr aug- unum, i fyrstu sýndu þau vinsemd, ást og bliðu - en að lokum var þar ekkert að sjá nema kulda. Og nú hittust þau héraftur í ibúðinni, sem þær Liv höfðu saman. Þegar IJv skrapp inn til sín til að skipta um föt og snyrta sig, sagði Sandra fljótmælt: - Ég verð að tala við þig Jörgen, en ekki hér. Hann brosti þessu töfrandi brosi, sem hún þekkti svo vel og enginn stóðst, og sagði: — Vilji þinn eru min lög, Sandra. Hvernig stendur á á morgun? Hann nefndi veitingahús í mið- bænum. — Égkem, svaraði Sandra hratt. Sandra var mannþekkjari og átti auðvelt með að sjá, hvernig fólki leið. Henni fannst, að síðustu þrjú ár hefðu engin spor sett á Jörgen. Hann virtist jafn öruggur með sig. Andlit hans var grannt og við- kvæmnislegt eins og fyrr og svipbrigðarikt. Maturinn var góður. Sandra hafði matreitt og tekist vel, þó hún væri ekki þjálfuð i matargerðar- listinni. Ef hún hefði fyrirfram vitað á hverjum var von, hefði sennilega allt farið i handaskolum hiá henni. Jörgen gerði kurteislegar athuga- semdir um, hve maturinn væri góður, og Sandra hugsaði bitur í bragði: Það kemur þér auðvitað á óvart, að ég geti matreitt ætan bita, þar sem mér gafst ekki tækifæri til að sjóða svo mikið sem eitt egg handa þér þann tíma, sem við vorum saman. Við snæddum alltaf Seint fyrní Hún var ákveðin í að hefna sín, vegna þess sem hann hafði brotið gegn henni fyrir þremur árum. Hún lagði saman tvo og tvo — en gleymdi að reikna með afleiðingunum. á litlum, notalegum veitingast- öðum, þar sem lýsingin var deyfð. Aftur á móti var síður en svo notalegt andrúmsloft á stóra veit- ingastaðnum, þar sem þau snæddu saman næsta dag. — Ég vil, að þú vitir það, að ég hafði ekki hugmynd um, á hverjum var von i gær, sagði Sandra. Liv talaði bara um ungan kennara, sem væri góður vinur sinn, en hún nefndi þig aldrei með nafni. — Já, ég vissi það um leið og ég sá þig, Sandra — ég get lesið andlit þitt eins og opna bók. Hún kipptist til. Hún taldi sig hafa yfirburði á því sviði að lesa hug manna. Já, það var satt, hún hafði sýnt ást sína of augljóslega forðum, en það var langt síðan. Timabil sárinda og langana var Iiðin tíð. Kannski átti hún erfitt með að dylja tilfinningar sinar - en hún hafði að minnsta kosti ekkert að fela fyrir Jörgen. Hjarta hennar var tómt og hreint eins og klausturskjallari. En hugsunin um hið liðna þjakaði hana, fortiðin og auðmýkingin. Hún hafði einfaldlega verið yfir sig ástfangin, hafði elskað ákaft og hömlulaust. Hann hafði kurteislega en ákveðið gefið í skyn, að hann hefði ekki áhuga. Til að fela gamalt sár sagði hún hæðnislega: — Þú hafðir yfirhöndina i gærkvöldi, af því að þú vissir, hvern þú myndir hitta og hefur liklega verið skemmt að geta komið mér svona á óvart. Eða komstu af hreinni forvitni? Ég get fullvissað þig um, að þau þrjú ár sem liðið hafa síðan við hittumst, hafa verið mér góður tími. Hann hallaði undir flatt, meðan hann hlustaði á hana. En hann sagði ekkert, og hún hélt áfram í reiðilegum tóni: — Láttu Liv í friði, Jörgerí. — Hvers vegna? — Hvers vegna! Þú skilur það sjálfur. Auðvitað af því að hún þekkir ekki spilareglumar, eins og þú hefur túlkað þær. Hún er sæt og góð og óreynd stúlka, sem trúir engu illu um fólk. Ef karlmaður sýnir henni áhuga, telur hún, að tilgangur hans sé heiðarlegur. Hann hélt áfram að borða og lét sem hann heyrði ekki, hvað hún væri að segja, en hann hallaði ekki lengur undir flatt. — Láttu Liv i friði, endurtók Sandra alvarleg. — í gær tók ég til greina ósagða, en greinilega ósk þina um, að hún fengi ekki að vita um samband okkar, en þú þarft ekki að reikna með, að ég þegi framvegis. Hún beit sig i varirnar, meðan Ieiðar minningar sóttu að henni á ný. Þau voru saman sex mánuði í Stavanger fyrir þremur árum. Jörgenhafði veitt hana i sitt net með töfrum sínum. Hún hafði blómstrað af ást og hamingju og í einfeldni sinni trúað ástarjátningum hans. En þann dag í dag gat hún bæði fölnað og roðnað við tilhugsunina um þá auðmýkingu, sem hún mátti þola og hafði sett sín spor svo djúpt i sálu hennar. Taugarnar höfðu verið slæmar i það skipti, sem hún hafði sagt honum, að hún elskaði hann, þá var hún sannfærð um, að honum væri eins innanbrjósts. Þá fyrst hafði Jörgen spurt, hvort hún vildi giftast sér, og á sömu sekúndu var eins og hann gæfi Henni utanundir. Hann hafði sagt þetta kuldalega og ekki áreynslulaust, og hún fann, að hann hafði neytt sig til þess. Hún hafði fundið, að hann taldi sig neyddan til að koma heiðarlega fram, en að hann fyrirleit tilhugsun um fjöl- skyldulíf. — Bónorð borið upp á þennan hátt er hrein móðgun, hafði hún hrópað ffávita af reiði. — Ég harma að hafa alið von í brjósti. Þú leynir því ekki, að hjónaband myndi þreyta þig ólýsanlega og að þú hafir aldrei hugsað þér að giftast mér, eða hugsað nokkuð þannig til mín yfirleitt. Farðu burtu. Ég vil aldrei sjá þig aftur. Hún hafði ekki séð hann síðan, fyrr en í gærkvöldi, þegar hana sist grunaði. Þrjú ár síðan. Hættulegir endurfundir. Sandra hafði flutt frá Stavanger til Oslo, þar höfðu þær Liv kynnst. Þær voru mjög góðar vinkonur, þrátt fyrir mikinn aldursmun, Liv var nítján ára, en Sandra aftur á móti tuttugu og sjö ára. Þær höfðu báðar leigt i leiðinlegu og þröngu húsnæði og dreymdi um að leigja góða íbúð. Tækifærið barst þeim í hendur, og saman gátu þær leyft sér að leigja gott húsnæði. Þeim hafði liðið vel saman. Þær höfðu góða atvinnu, marga vini og fóru oft út að skemmta sér. Hún óskaði 46 VIKAN 11. TBL.,

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.