Vikan - 17.03.1977, Blaðsíða 47
ekki sama hlutskiptis og hún hafði
orðið að þola fyrr.
Jörgen pantaði kaffi og sagði:
— Veistu það Sandra, aðfþú ert
fallegri en nokkru sinni fyrr.
— Er það satt? Ég er þó þremur
árum eldri nú.
— Aldur hefur ekkert að segja —
ekki hvað þér viðvíkur að minnsta
kosti, þú verður jafn falleg um
sjötugt.
Hann brosti ennþá, en hún var
undrandi á, hve mikil alvara var í
rödd hans, þegar hann hélt áfram:
— Það er eitthvað við þig núna,
sem ég sá ekki þá. Þroski eða
reynsla, eða hvað maður á að kalla
það. Sandra, af hverju getum við
ekki verið vinir? Við erum þó orðin
fullorðin bæði tvö.
Hún leit upp og varð aftur
undrandi á augljósri aðdáun hans.
Og þá fékk hún hugmynd. Hún
aetlaði að ná honum á sitt vald aftur
og leiða hann þannig frá Liv. Liv
yrði sár og leið út í hana, en það var
betra heldur en að hún þyrfti að
ganga í gegnum það sama og hún
hafði gert.
Þess vegna sagði hún: — Við
getum svo sem hist af og til.
Liv varð fyrst undrandi og sár,
þegar hún komst að hinu sanna.
Hún bryddaði sjálf upp á umræðum
um málið: — Hittir þú ekki Jörgen
stundum?
— Jú, svaraði Sandra stillilega,
það kemur fyrir.
Hvorugri leið vel. Liv var miður
sin, og Sandra var eyðilögð yfir að
þurfa að gera henni þetta. Söndru
leið illa að sjá þjáningar hennar.
Auðvitað hélt Liv, að Sandra hefði
tekið Jörgen frá henni, og það var of
seint núna að segja henni, að kynni
þeirra hefðu hafist fyrir þremur
árum. En Sandra hugsaði sem svo,
að vonbrigðin nú væru léttbærari
en ástarsorg síðar. Eftir að þetta
gerðist varð samband þeirra kulda-
legra.
Nokkrum mánuðum siðar sagði
Liv henni frá þvi, að hún hefði nú
kynnst ungum manni í kvöldskól-
anum. Sandra hafði þegar hitt hann
nokkrum sinnum og fannst að þau
ættu vel saman.
— Systir hans og mágur hafa
keypt stórt, gamaldags hús. Þau
hafa boðið okkur litla íbúð þar, við
Anders höfum hugsað okkur að
giftast.
— 0 Liv, mikið gleður þetta mig
þin vegna, svaraði Sandra hlýlega.
Liv svaraði engu, en brosti aðeins
hæðnislega, eins og hún vildi segja,
að Sandra væri líklega fegin að sitja
ein að Jörgen.
Söndru fannst að hlutverkinu
væri lokið. Hún hafði bjargað Liv
frá Jörgen, og nú var engin ástæða
til að hitta hann áfram.
En svo fékk hún nýja hugmynd.
Því ekki að gefa Jörgen svolítið inn
af eigin meðali? Því ekki að borga í
sömu mynt? Hann hafði sagt, að
hún væri fallegri en nokkru sinni
áður, og hún hafði það á til-
finningunni, að hún hefði yfir-
höndina. Kannski gæti hún gert
hann ástfanginn af sér og síðan ýtt
honum til hliðar, auðmýkt hann,
eins og hann hafði auðmýkt hana,
þegar hún játaði honum ást sína.
Hún skipulagði áætlun sína í
smáatriðum með miklum ákafa.
Hún ætlaði að lokka hann með sér
út eitt fagurt sumarkvöld, og nú
var það hann, sem átti að játa ást
sína — og hún, sem átti að hlæja að
honum, eða hlusta á hann frá-
hrindandi og kuldaleg.
Til þess að allt yrði sem
áhrifarikast, ætlaði hún að koma
því svo fyrir, að það yrði sama
kvöld og fyrir þremur árum fyrr
eða á Jónsmessukvöld.
Hún var byrjuð að telja dagana,
en sautjánda júní gerðist nokkuð,
sem setti strik í reikninginn. Systir
hennar varð að fara á sjúkrahús og
bað hana að gæta bús og barna.
Maður hennar gat ekki tekið frí,
hann vann á olíuborpalli, og Sandra
lofaði að taka heimilið að sér. Hún
fékk strax frí.
— Ég get ekið þér, sagði Jörgen
strax.
— 0, nei það er alltof langt, ég
flýg bara. En Jörgen vildi aka henni
til Stavanger. Hann var svo
ákveðinn i þessu, að Sandra lét
undan. Henni fannst þetta fráleitt,
hann hafði ekkert til Stavanger að
gera. Myndi gista á hóteli eina nótt
og aka sömu leið til baka næsta
dag.
Þegar þau komu á leiðarenda,
sagði Jörgen:
Ég ætla að fá gistingu á hóteli
og vera hér þessa viku, mér fellur
vel að vera hér í Stavanger. Þú
þarft líka ef til vill á hjálp að halda
við krakkana. Ég er til þjónustu
reiðubúinn.
Sandra beit sig í vörina og
andvarpaði. Hún sá sína sætu
hefnd hverfa út i loftið. Það síðasta
sem hún óskaði sér, var að hann sæi
hana í hlutverki húsmóður, hvernig
gæti hún táldregið hann með börn,
hund, matargerð og hreingerningar
á dagskránni? Hún var nærri búin
að skella upp úr, þegar henni varð
hugsað til barnalegrar áætlunar um
rómantískt Jónsmessukvöld.
Næstu daga umgengust þau
mikið. Jörgen borðaði hjá henni
samkvæmt tilskipan systur hennar.
Jörgen hrósaði hverjum munnbita,
og eftir matinn tók hann uppþvott-
inn að sér.
Systurbörn Söndru voru þrjú á
aldrinum 3, 6 og 8 ára og það var
ótrúlega mikið að gera, miklu meira
en Söndru hafði órað fyrir. Hún var
sannarlega fegin hjálp Jörgens, hún
hefði ekki komist yfir þetta án hans.
Snemma á Jónsmessudags -
morgun setti Sandra fulla vél af
þvotti í gang. Sem betur fer var
góður þurrkur, enda áttu börnin
varla hreina flík til að fara í. En svo
gafst þvottavélin upp á sömu
mínútu og grauturinn sauð út úr og
Lars og Metta fóru að slást. Þá
hneig Sandra niður á næsta stól og
fór að hágráta. Sirri reyndi að
hugga hana, hundurinn urraði,
brunaþefur barst frá eldavélinni, og
þvottavélin suðaði, án þess þó að
ganga.
Og þá kom Jörgen. — Sandra,
Spndra, hvað í ósköpunum gengur
á?'
— Þvottavélin og grauturinn og
Jónsmessan, þú og allt, allt, sagði
Sandra. Jörgen fór fram í baðher -
bergið, hann var þar bara í fimm
mínútur, og svo heyrðist velkomið
suð, þvotéavélin starfaði á nýjan
leik.
— Sigtið var stíflað, sagði Jörgen
til skýringar.
Svo henti hann viðbrunnum
grautnum í ruslið, þvoði eldavélina,
tók fram kornflögur og mjólk handa
krökkunum, setti upp kqffikönnuna
og smurði brauð handa sér og
Söndru.
— Svona nú, sagði hann — nú
skaltu fá þér morgunmat. Ég skil
það vel, að þú sért uppgefin —
flestir byrja nú heimilisstörfin við
léttari aðstæður. En þetta eru
dæmalaust indælir krakkar, bætti
hann við.
Börnin voru nú farin út í garð og
sigldu bátum á garðtjörninni.
Övænt stóð Jörgen á fætur og gekk
til Söndru. Hann lagði hendur sínar
á axlirnar á henni og sagði
fljótmæltur: — Sandra — getum
við ekki alveg eins gift okkur?
•Hún hefði átt að vera hreykin og
sigri hrósandi. Jörgen hafði gengið í
gildruna, án þess að til þyrfti
rómantískar aðstæður. Hún hafði
fengið hann til að bera upp
bónorðið. Nú gat hún hefnt sín.
Hún opnaði munninn til að segja
hin særandi orð, sem hún svo lengi
ist fomar ástir
11. TBL. VIKAN 47