Vikan - 17.03.1977, Qupperneq 52
V erðlaunaðir
eggjaréttir
Eldhús
Vikunnar
UMSJÖN:
DRÖFN
FARESTVEIT
Nú borða allir egg, hver sem betur getur,
meðan verðið helst lágt. Á síðastliðnu ári
efndi norskt vikublað til samkeppni um
bestu eggjaréttina. Hér eru nokkrir þeirra,
sem náðu efstu sætunum. Þeir ættu ekki að
bragðast verr hér.
200 gr skinka
200 gr ostur
4 egg
salatblöð.
Saxið skinkuna, rífið ostinn gróft og blandið
saman. Skiptið rúmlega helmingnum af
blöndunni í 4 bolla og þrýstið fast í botninn
og hliðarnar. (Smyrjið bollana fyrst). Brjótið
eggin gætilega niður í hvern bolla. Rauðan
verður að vera heil, því hún að að koma á
óvart, þegar rétturinn er borðaður. Setjið
síðan það sem eftir er af blöndunni ofan á
og látið bollana standa í vatnsbaði í potti
með loki á í um þ. bil 15 mínútur.
Eggjarauðurnar eiga að vera „brosandi".
Takið bollana upp úr og lárið þá standa um
stund og kólna aðeins. Farið gætilega með
beittum hníf meðfram köntunum þegar þið
losið úr bollunum. Hvolfið á salatblað. Berið
fram með brauði, tómatbátum eða tómat-
salati.
8-10 brauðsneiðar
smjör eða smjörlíki
ca. 200 gr skinka eða saltkjöt
4 egg
5 dl mjólk.
1 /2 kg púrrulaukur
4 tómatar
4-5 sneiðar brauð
smjör eða smjörlíki
100-150 gr spægipylsa
4 egg
6 msk rjómi
1 /4 tsk salt
rifinn ostur.
Hreinsið og skolið púrruna. Skerið hana
síðan í 2 sm bita, og sjóðið í um það bil 3
mín. Látið renna vel af púrrunni. Skerið
tómatana í sneiðar. Smyrjið brauðið og
setjið í lögum í smurt eldfast form: Brauð-
sneiðar með smjöri, smjörhliðin snúi upp,
pylsa, púrra, pylsa, tómatur. Þeytið saman
egg, rjóma og salt. Síéið ríkulega yfir af
rifnum osti. Bakið í ofni við 180° í 3/4 klst.
Smyrjið brauðsneiðarnar, saxið kjötið gróft
og setjið í lögum í smurt eldfast torm.
Þeytið egg, mjólk og salt og haldið
brauðinu niðri, meðan eggjablöndunni er
hellt yfir. Látið brauðsneiðar vera bæði efst
og neðst, og látið allt blotna vel í gegn. Að
sjálfsögðu má breyta til og nota mismun-
andi kjötafganga (jafnvel ostafganga) í
staðinn fyrir skinkuna. Bakið við 200-250° í
um það bil 1 klst.
52 VIKAN 11. TBL.