Vikan - 21.07.1977, Blaðsíða 28
lagði skipstjórinn frá sér tækið og
mælti:
„Leitinni er lokið. Það fannst
ekkert.”
„Það merkir það, að ég ligg ekki
undir grun lengur?”
„Já í bili,” svaraði skipstjórinn.
Larkin gekk niður af stjórnpall-
inum. Er hann kom niður á þilfar
rétti þjónn honum umslag.
„Skeyti, herra Larkin,” sagði
hann.
Larkin hrifsaði af honum umslag-
ið og reif það upp í einu vetfangi.
Það hlaut að vera svar frá Beasley.
Hann braut bréfið sundur, hvað var
þetta? Runa af óskiljanlegum
orðum birtist sjónum hans. Hann
las textann upp aftur og aftur, en
skildi hvorki upp né niður í honum.
Að því er hann vissi best. hafði
fyrirtækið engan dulmálslykil.
Hann hljóp fram á aftur og náði
tali af loftskeytamanninum. Larkin
fleygði skeytinu og spurði. hver
þremillinn þetta væri. Loftskeyta-
maðurinn setti upp hundshaus og
skildi ekki orð i skeytinu.
„Gætuð þér ekki gefið mér mun
skárra eintak af útgáfunni, þetta er
ekki skiljanlegt nokkrum hvítum
manni,” sagði Larkin.
Loftskeytamaðurinn tautaði eitt-
hvað á japönskp.
„Ég hugsa að enskan yðar sé
ekki upp á marga fiska, karlinn,”
sagði Larkin.
„Nei, mjög vond, mjög vond,”
svaraði loftskeytamaðurinn.
Larkin andvarpaði, fékk sér
nýtt eyðublað og skrifaði:
Beasley Sevseanews,
San Francisco.
Svaraðu aftur viðvíkjandi bróðum-
um. Svar óskiljanlegt. Nota ekki
dulmál. Segðu ævisögu Rodriguez
hershöfðingja frá Perú.
Larkin.
„Glímið viðþetta,” sagði hann og
rétti loftskeytamanninum bréfið.
„Allt í lagi,” svaraði loftskeyta-
maðurinn.
Annað farrými á Kumu-maru var
Hótel
Akureyri
• Staðsett í Kjarta
bæjarins.
• Hjá okkur fáið
j)ér gistingu og
morgunverð.
• Góð þjónusta
við vægu
verði.
9
96-22525
Hafnarstræti 98
Akureyri
HOTEL VARÐBORG AKUREYRI
SÍMI (96)22600
Góð gistiherbergi
Verð frá 2.700 — 5.700
Morgunverður 650
Næg bilastæði
Er i hjarta bæjarins
28 VIKAN 29. TBL.