Vikan


Vikan - 21.07.1977, Page 51

Vikan - 21.07.1977, Page 51
bjálka. Stóru gluggarnir tveir sneru út að ánni. Hann sá bátana og prammana líða hjá, ýmist á uppleið eða niðurleið og litla evju, kögraða trjám eins og kringlóttan blóm- vönd. Hliðarglugginn vissi að öðru húsi, sem var minna og enn óhreinna og beint fyrir neðan var blómai íarkaður. Maður sá ofan á risastórar sólhlifarnar og útundan þeim sást á skærlit blóm, smábúðir með röndóttum sóltjöldum, þar sem seld voru pottablóm og votir, glansandi pálmar i leirkrukkum. Innan um blómin skutust gamlar konur til og frá eins og krabbar. 1 rauninni þurfti hann alls ekki að fara út. Þótt hann sæti við gluggann, þangað til hvítt skegg hans færi að vaxa út yfir glugga- sylluna, fyndi hann sífellt eitthvað til þess að teikna... En hve þessar vingjarnlegu konur hefðu orðið hissa, ef þeim hefði tekist að brjóta upp hurðina hans. Hann hélt vinnustofunni alveg tandurhreinni. öllu var komið fyrir á sérstakan hátt, eins og til að mynda litið „kyrramótif”, ef svo mætti segja, lokin voru á skaftpottunum á hillu bak við gasvélina, eggjaskálin, mjólkur- kannan og teketillinn á sinni hillu, bækurnar og lampinn með hrufótta pappírsskerminum á borðinu. Ind- verskt teppi með rauðum hlébörð- um, sem gengu hringinn i kringum það og mynduðu þannig umgjörð, huldi rúmið hans á daginn og á veggnum við rúmið í augnhæð, lægi maður útaf, var minnisgrein, snyrtilega prentuð með smáu letri: FARÐU STRAX A FÆTUR. Hver dagurinn var öðrum likur: Meðan birtu naut við, þrælaði hann við myndverkið, sauð síðan matinn og tók til í íbúðinni. Og á kvöldin fór hann á kaffihúsið eða sat heima og las eða útbjó Hina flóknustu útgjaldalista með yfirskriftinni: „Það sem ég gæti fengið fyrir þetta” og endaði með svarinni vfirlýsingu: „Ég sver það, að ég skal ekki fara fram úr þessari upphæð næsta mánuð.” Undirritað Ian French. Það var ekkert óhreint i poka- horninu, en hinar skarpskyggnustu höfðu rétt fyrir sér. Þetta var ekki allt. Kvöld eitt sat hann við hliðar- gluggann og át plómur og kastaði steinunum niður á sólhlifarnar á auðum blómamarkaðinum. Það hafði rignt, fyrsta raunverulega vorregnið á þessu án. skinandi gljái var á öllum hlutum og loftið ilmaði af blómknöppum og rakri mold. Margar raddir, lágar og ánægjuleg- ar, heyrðust í rökkrinu og fólk, sem hafði komið út í gluggana til þess að loka þeim og festa gluggahlerana, hallaði sér nú út um þá í staðinn. Niðri á markaðstorginu hafði græn slikja breiðst yfir trén. Hvaða tré ætli þetta séu? hugsaði hann. Og nú kom luktakveikjarinn. Hann starði á húsið á móti, litið og óhreint og allt í einu var eins og augnaráði hans væri svarað: Tveimur glugga- vængjum var lokið upp á gátt og stúlka kom út á pínulitlar svalirnar með páskaliljur i potti. Þetta var afskaplega grönn stúlka í dökkri ermasvuntu með rauðan klút bund- inn um hárið. Ermunum var brett nærri upp að. öxlum og granna handleggina bar ljósa við dökkt efnið. „Já, það er alveg nógu hlýtt, þetta gerir þeim gott,” sagði hún og setti pottinn frá sér og sneri sér að einhverjum inni í stofunni. Um leið bar hún hendurnar upp að höfuð- klútnum og lagfærði nokkra hár- lokka. Hún horfði niður á autt torgið og upp í loftið, en þar sem hann sat, hefði eins getað verið tómarúm. Hún sá ekki einu sinni húsið á móti. Og svo hvarf hún. Hjarta hans datt út um hliðar- glugga vinnustofunnar og niður á svalirnar á húsinu andspænis. gróf sig niður i páskaliljupottinn undir hálfopnum blómknöppunum og grænum sverðlaga blöðunum...... Herbergið með svölunum var stofan og eldhúsið var við hliðina á henni. Hann heyrði diskaglamrið, þegar hún þvoði upp eftir kvöld- matinn og svo kom hún að glugganum og barði litlum þvegli við gluggasylluna og hengdi hann síðan upp á nagla til þerris. Hún söng aldrei né rakti upp flétturnar eða rétti handleggina i átt til mánans, eins og ungar stúlkur eru sagðar gera. Og alltaf var hún i sömu, dökku ermasvuntunni og með rauða klútinn um hárið..... Með hverjum bjó hún? Enginn annar kóm að þessum tveimur gluggum og samt var hún alltaf að tala við einhvern þarna inni. Móðir hennar, ákvað hann, var sjúkling- ur. Þær tóku að sér saumaskap. Faðirinn var látinn... Hann hafði verið blaðamaður, mjög fölur með langt yfirvaraskegg og svart hár, sem féll fram á ennið. 29. TBL. VIKAN 51

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.