Vikan


Vikan - 27.04.1978, Síða 2

Vikan - 27.04.1978, Síða 2
Vikan 17. tbl. 40. árg. 27. apríl 1978 Verö kr. 450. Að hafa erindi sem erfiði Litið inn í verslanir íLondon Það er margt, sem dregur landann til London, leikhús, kvikmyndahús, tónleikar, sýningar, söfn, matsölustaðir og síðast, en ekki sist,verslanirnar. Þykir raunar sumum nóg um aðdráttarafl þeirra siðastnefndu, enda víst oft verslað fremur af kappi en forsjá, þegar tíminn er farinn að hlaupa frá fótsárum Islendingum í Oxford Street. Því miður er fólk ekki alltaf nógu kunnugt til að hafa erindi sem erfiði, og eftirfarandi grein er ætlað að bæta örlítið úr þvi. VIÐTÖL: 16 Frá Hollywood til Tókíó. Viðtal við Önnu Lindu, fulltrúa ungu kynslóðarinnar. GRKINAR: 2 Að hafa erindi sem erfiði. Litið í verslanir í London. 8 John Travolta — Stjarna morgundagsins. 12 Matur og vín. Fyrri grein Jónasar Kristjánssonar um veitingahús í Boston. SÖGUR: 18 Milli vonar og ótta. 9. hl. fram- haldssögu eftir Mary Sergeant. 38 Morð úr gleymsku grafið. 15. hluti • framhaldssögu eftir Agöthu Christie. 46 Fullkomin lýsing. Smásagp eftir Herbert Harris. FASTIR ÞÆTTIR: 6 Vikan kynnir: Vor í Viktoríu. 14 Pósturinn. 22 Mig dreymdi. 25 Heilabrot Vikunnar. 35 Tækni fyrir alla. 36 ímiðriViku. 40 Stjörnuspá. 44 Mest um fólk. 49 Poppfræðiritið: Stranglers, 2. hluti. 51 Matreiðslubók Vikunnar. ÝMISLEGT: 4 Úrýmsumáttum. 54 Hlý peysa á börnin. „Ódýrar Lundúnaferðir vikulega" auglýsa ferðaskrifstofurnar stöð- ugt, og þeir eru margir, sem bíta á agnið, enda margt til London að sækja. Mér þykir þó líklegt, að mik- ill meirihluti þeirra, sem notfæra sér slíkar ferðir, fari í þeim tilgangi helstum tð versla ódýrt. Það er auð- vitað álitamál, hvort slíkar ferðir borga sig í raun og veru, á það skal enginn dómur lagður hér, en það er að minnsta kosti alveg gefið mál, að ef maður er staddur í London á ann- að borð, þá borgar sig að versla eitt- hvað, því þar má fá góðar vörur af ýmsu tagi fyrir miklu minna fé en í verslunum hér heima. En það er hægara um að tala en í að komast. London er ekkert smá- þorp, og Laugavegurinn á Þorláks- messu kemst ekki í hálfkvisti við Oxford Street á venjulegum degi. Það er eins gott að vera ekki alltof uppnæmur fyrir því, þótt maður fái kannski olnboga í síðuna eða skóhæl ofan á auma tá. Verslanirnar eru ekki bara fullar af vörum, þær eru svo sannarlega fullar af fólki líka. Afgreiðslan er ákaflega misjöfn. Ýmist þarf að hafa verulega fyrir því að ná athygli afgreiðslufólks og fá aðstoð, eða það ræðst að manni ákveðið í því að láta nú ekki þennan viðskiptavin sleppa, fyrr en hann hefur fest kaup á einhverju. Mér likar nú það fyrra betur, það er þá hægt að dunda sér við að skoða það, sem á boðstólum er, og fá að máta, þegar maður er orðinn nokkuð viss á því, hvað til greina kemur. Rétt er að vara þá við, sem eru í sinni fyrstu verslunarferð í London, að í mörgum verslunum tíðkast það, að margir máta í sama herbergi. Finnst ýms- um það óþægilegt fyrst í stað, en það er ekki um annað að ræða en bíta á jaxlinn. Viturlegt er að undirbúa sig nokkuð vel, áður en lagt er upp í verslunarleiðangur út í stórborgina, vera nokkuð viss um, hvað á að kaupa í það skiptið og hvað hugsan- legt er að greiða fyrir það, ákveða nokkurn veginn, hvar á að leita og stúdera kortið vandlega. Ráðlegt er að fara í lághælaða, létta gönguskó, og óviturlegt er að skilja regnhlífina eftir á hótelinu. Það, sem ég tel borga sig best að kaupa í London, er hversdagsfatn- aður á fullorðna og fatnaður af öllu tagi á börn. Sjálfsagt er að undirbúa slíka verslun með því að mæla börn- in hátt og lágt, áður en haidið er að heiman og hafa með sér bæði mál- bandið og tölurnar á blaði. Það er til

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.