Vikan


Vikan - 27.04.1978, Page 5

Vikan - 27.04.1978, Page 5
Húsgögn og hýbýlaprýði Ert þú að flytja í þitt eigið húsnæði í fyrsta sinn? Varst þú að gifta þig, eða ert þú ein- faldlega orðinn leiður á gömlu húsgögnunum þínum? Ef svo er þá getur þú á ótrúlega ódýran og skemmti- legan hátt leyst fram úr þeim vanda aðeins með því að leyfa hugmyndafluginu að njóta sín. Nú á tímum er um að gera að nota sér hið mikla úrval bómullar- efna sem er á markaðn- um, og ekki vera feimin við liti eða munstur. Við látum hér fylgja með nokkrar myndir, svona til að sýna ykkur hve htið þarf til... Og ekki er allt sem sýnist, því þessir púðar eru saumaðir i áföngum, Hér hafa verið sniðnir þrír ferningar, allir í sitthverju efninu og af sitthverri stcerð. Síðan sniðið þið þá bókstafi.sem þið hafið hugsað ykkur að skreyta með^og saumið á púðann. Það er hægt að vera leiður á hjóna- rúmum, eins og öllu öðru. Ofan á gamla rúmteppið hefur verið saumuð rönd af blúndugardinum og síðan lagt vatterað teppi yfir. Hvitu púðana er mjög auðvelt að sauma úr straufriu lérefti, en einnig má nota alls kvns efnisafganga með góðum árangri. 1Takið venjuiegt kringlótt borð og ' leggið ofan á það dúka, i þeim litum sem vkkur finnst vel við hcefi. Auðvelt, eða hvað finnst ykkur? En ef þið hafið hugsað ykkur að hafa dúkinn alveg niður á gólf, getur orðið erfitt að kaupa svo breiðan efnisstranga. Þvíverðið þið að kaupa tvöfalda þá lengd.sem þið þurfið, klippa síðan efnið til helminga og sauma það saman. Þetta glœsilega baðherbergi þarfn- ast engrar útskýringar, en það ætti að sýna ykkur; hve mikið djarfir litir geta gert fyrir eitt herbergi. draum um að eignast himinsængi Einfaldasta leiðin til að útbúa hana er að festa efnið á tréramma, sem negldur er i loftið. Utan á rammann má síðan festa gorm og þræða afganginn af efninu upp á hann,< eins og gardinu.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.