Vikan


Vikan - 27.04.1978, Side 17

Vikan - 27.04.1978, Side 17
Anna Linda ásamt foreldrum sínum, og systrum og systur- dóttur. Talið frá vinstri: Jórunn Inga María með Heiðu Björk, 8 mánaða í fanginu, móðir Önnu Lindu, Inga Ingimarsdóttir, Anna Linda, Skúli Einarsson, faðir hennar og Stefanía Helga. Því miður voru ekki fleiri úr fjölskyldunni heima við þetta kvöld. fengju þá meiri æfingu. Það mætti líka hafa það þannig að einni og einni væri bætt inn í og þær væru kynntar oftar. — Fannst þér óþægilegt að standa á sviðinu og vita að fólkið í salnum væri að horfa á þig? — Já, mér fannst það vond tilfinning. Annars fannst mér mér ganga furðulega vel þarna, ég var viss um að ég yrði alveg eins og spýta! Ég reyndi bara að hugsa um að standa mig, svo — Finnst þér að það mætti gera meira úr svona keppnum? — Já, tvímælalaust. Mér finnst undirbúningurinn t.d. alltof stuttur. Ég vissi semsagt á fimmtudagskvöldi að ég ætti að taka þátt i þessari keppni á Hótel Sögu á sunnudagskvöldi, svo við höfðurn bara föstudag- inn til undirbúnings. Við fengum lánuð föt úr Popphús- inu, og svo fórum við á hárgreiðslustofu á sunnudags- morgni, fengum síðan klukku- tíma í Súlnasalnum til að sjá hvar við ætturn að ganga og svoleiðis. Þetta finnst mér alltof stuttur tími. Það mætti láta stelpurnar koma oftar fram, þær Þessi mynd var tekin á Hótel Sögu 19. mars, er Anna Linda Skúladóttir hafði verið kjörin „Fulltrúi ungu kvnslóðarinnar 1978” Ljósmynd: Bjarnleifur Bjarnleifsson fjölskylda mín gæti verið hreykin af mér. Hitt fólkið í salnum fór allt framhjá mér — ég sá bara fjölskyldu mina! — Hvað finnst þér um fegurðarsamkeppnir almennt? — Mér finnst allt í lagi með þær, það er það eina sem ég get sagt. Þær gefa stúlkunum, sem taka þátt í þeim, tækifæri til að ferðast, tækifæri, sem þær fengju kannski ekki annars. — Kom þér á óvart að þú skyldir vinna? — Já, það var langt frá því að mér kæmi til hugar að ég hreppti fyrsta sætið. Ég varð aðallega hissa þegar ég heyrði úrslitin — ég átti ekki til orð. — Finnst þér þær stúlkur, sem sigra hér í fegurðar- samkeppnum fá nægileg verðlaun? — Já, mér finnst alveg nóg að fá Japansferðina. Mig langar mikið að koma til Japan, og hefði eflaust ekki haft tækifæri til þess, ef ég hefði ekki unnið þetta. — Hvaða kröfur eru svo gerðar til þín sem Fulltrúa ungu kynslóðarinnar? — Vera fyrirmynd unga fólksins! Þetta er ekki beinlínis fegurðarsamkeppni, heldur byggist þetta að mestu upp á framkomu og hvernig maður er. — Hvaða menntun og starfs- reynslu hefurðu? — Ég lauk gagnfræðaprófi frá Laugalækjarskóla vorið 1972. Nú vinn ég hjá Félagsbókband- inu, og hef verið þar í 2 1/2 ár. Ég tók mér þó frí þaðan í fyrra- sumar. og vann þá á röntgen- deild Landakotsspítala. Það starf átti vel við mig, og ég gæti vel hugsað mér að læra röntgen- tækni. — Langar þig að mennta þig meira? — Ég eiginlega veit það ekki. Það er svo langt síðan ég hætti í skóla. að það gæti verið erfitt að koma sér út í námið aftur. Mig langaði alltaf til að verða handavinnukennari, en tók mér svo frí eftir gagnfræðapróf, og það frí varð alltaf lengra og lengra, og á endanum varð ekkert af frekara námi. Ef ég fengi hins vegar áhugann aftur, veit ég ekki hvað mér dytti í hug, sennilega skellti ég mér í að fara að læra, ef áhuginn væri aðeins nægilegur. — Hefurðu ferðast utan- lands? — Já, ég fór einu sinni til Bandaríkjanna og tvisvar til Spánar. Mér finnst ágætt að skreppa til útlanda í frí, en ég gæti ekki hugsað mér að búa erlendis. — Hvernig finnst þér aðstaða fyrir ungt fólk á íslandi vera i dag? — Mér finnst hún alls ekki góð. Það vantar t.d. alveg staði fyrir unglinga á aldrinum 16-20 ára. Þá eru þeir orðnir of gamlir til að fara í Tónabæ, þar sem eru krakkar á aldrinum 13-14 ára, og of ungir til að fara á diskó- tekin og vínveitingahúsin. Einnig mætti vera meira um staði.sem byðu upp á leiktæki og þvíumlíkt, og maður gæti skroppið inn á á kvöldin. — Fylgistu með þjóðmálum? — Ekki meira en gerist og gengur. Ég les þó að sjálfsögðu blöðin og fylgist með gangi mála eins vel og ég get — en ég er lítið gefin fyrir stjórnmál! — Hver eru helstu áhugamál þín? — Handavinna, tónlist og tískan. Annars er allt orðið svo dýrt. að það er erfitt að fylgja tískunni eftir. — Hvernig er með klæðnað fyrir ferðina — hver útvegar hann? — Fg veit svo lítið um þetta allt saman núna, en ég reikna fastlega með að fötin verði útveguð. Það er svo margt, sem þarf að hafa með, að það er ekki fvrir eina manneskju að leggja út fyrir þvi öllu. Litgjöldin yrðu svo gífurleg, að það mundi varla borga sig aðfara! — Hvernig leggst Japans- ferðin í þig? — Það eru blandnar tilfinn- ingar, kvíði og tilhlökkun. Kvíði fyrir því að vera ein í svona fjarlægu landi, fjarri öllum mínum ættingjum og vinum, — og tilhlökkun, því ég er mikið fyrir fcrð; lög, og ég er þess fullviss að þetta verður skemmti- legt. Ég kviði líka svolítið fyrir því að koma fram þarna, því ég er óvön að koma fram á sviði. Nú, svo ætla ég bara að reyna að bjarga mér á enskunni, og þetta hlýtur allt að ganga. Við látum þetta verða lokaorð Önnu Lindu Skúladóttur. Full- trúa ungu kynslóðarinnar 1978, og óskum henni velfarnaöar í stóra landinu með litlu íbú- unum. Eflaust á hún eftir að verða landi okkar til sóma þar, eins og fyrirrennarar hennar hafa verið. akm 17. TBL. VIKAN 17

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.