Vikan


Vikan - 27.04.1978, Blaðsíða 42

Vikan - 27.04.1978, Blaðsíða 42
annt um garðinn, hún frú Findey- son.” Giles hallaði sérmeðmesturósemd fram á valtarann. Gwenda fitlaði við rósirnar. Ungfrú Marple hélt sig svolítið aftar og hallaði sér yfir vafningsviðinn. Manning gamli studdi sig við hrifuna. Allt var tilbúið fyrir rólegar morgunsam- ræður um gamla tíma og garðyrkju, eins og hún var i þá gömlu góðu daga. ,,Þú þekkir sennilega flesta garða hérum slóðir,” sagði Giles uppörv- andi. ,,Já, það held ég. Og það sem fólk getur látið sér detta i hug. Frú Yule, sem bjó i Niagra, hún hafði ylliviðarrunna, sem hún lét klippa til eins og ikorna. Það fannst mér ósköp kjánalegt. íkornar eru nú ekki það sama og páfuglar. Lampard ofursta, honum þótti mikið til begónía koma — hann hafði alltaf falleg begóníubeð i sinum garði. En nú vill enginn hafa blómabeð lengur. Ég veit ekki, hvað oft ég hef verið látinn rífa upp falleg beð og tyrfa yfir þau. Fólk virðist ekki hafa neina tilfinningu fyrir blómum lengur.” ,,Þú vannst hjá Kennedy lækni, var það ekki?” „Jú. En það er langt r.íðan það var. Það hefur sennilega verið 1920 og árin þar á eftir. Hann er fluttur núna — og hættur sem læknir. Það er ungur læknir, Brent að nafni, sem býr í Crosby Lodge núna. Það voru skrítnar hugmyndir, sem hann hafði — litlar hvitar töflur og annað þess háttar. Hann kallaði þær Vittapinns.” ,,Þú mannst þá sennilega eftir systur læknisins, Helen Kennedy.” merkið er trygging fyrir góðum kúlupenna Fæst i fallegum gjafakössum. I. _ __ PENNAVIÐGERÐIN Ingólfsstræti 2, sími 13271. ,,Já, ég man vel eftir Helen. Hún var lagleg stúlka, með sitt, ljóst hár. Læknirinn hafði mikið dálæti á henni. Hún kom einmitt aftur og bjó í þessu húsi, eftir að hún giftist. Hún var gift manni, sem var í hernum á Indlandi.” ,,Já,” sagði Gwenda. „Við vissum það.” „Já. Einhver sagði mér — það var held ég á laugardagskvölrtið — að þið væruð eitthvað skyld henni. Hún var gullfalleg, hún Helen, þegar hún kom fyrst heim úr skólanum. Og lífsglöð líka. Hún vildi alls staðar vera — á dansleikjum, að spila tennis og allt mögulegt. Ég varð að lagfæra tennisvöllinn, þvi hann hafði ekki verið notaður í ein tuttugu ár, hugsa ég. Og gróðurinn var hreinlega vaxinn yfir hann. Ég varð að klippa runnana í kring. Og ná i hvita málningu og mála allar línurnar aftur. Þetta var heilmikil vinna — og svo var völlurinn aldrei notaður. Mér fannst það alltaf undarlegt.” „Hvað var svona undarlegt?” spurði Giles. Þetta með tennisvöllinn. Eina nóttina kom einhver og skar netið allt í sundur. Alveg í smáræmur. Ekkert nema illgirni. Þetta var gert af tómri illgirni.” „En hverjum gat dottið í hug að gera slíkt?” „Það var nú einmitt það, sem læknirinn vildi vita. Hann var alveg miður sín vegna þessa — og það skildi ég vel. Hann var nýbúinn að eyða peningum í að láta lagfæra völlinn. En ekkert okkar gat sagt honum, hver hefði gert þetta. Við vissum það aldrei. Og hann sagðist ekki ætla að kaupa annað net — og þar gerði hann lika rétt, því sá, sem gerir svona einu sinni, hann myndi gera þetta aftur. En Helen þótti það mjög leitt. Hún hafði ekki heppnina með sér, hún Helen. Fyrst þetta með netið — og svo fóturinn.” „Fóturinn?” sagði Gwenda. „Já, — hún datt um sköfu, eða eitthvað slíkt áhald, og skar sig. Þetta virtist ekki vera nema smá- skurður, en hann greri illa. Þetta olli lækninum þungum áhyggjum. Hann var alltaf að skipta á umbúð- um og bera smyrsl á sárið, en það ætlaði aldrei að gróa. Ég man að hann sagði, „Ég skil þetta bara ekki — það hljóta að hafa verið einhverjar bakteríur á þessari sköfu. Og hvað var líka,” sagði hann, ,, skafan að gera þarna úti i miðri heimtröðinni?” Því þar var hún, þegar Helen datt um hana kvöld eitt í kolniðamyrkri, þegar hún kom gangandi heim. Vesalings stúlkan, þarna missti hún af margri skemmtuninni, og sat bara og hafði 42 VIKAN 17. TBL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.