Vikan


Vikan - 27.04.1978, Qupperneq 47

Vikan - 27.04.1978, Qupperneq 47
Smásaga eftir Herbert Harris RUBAIX ungi lögregluþjónninn, glotti og leit á yfirmann sinn: — Hún er mjög falleg, foringi... maður freistast til að trúa hverju orði, sem hún segir ... — 0, ég hefi nú hitt smástjörnur fyrr, svaraði Maurat og dró annað augað í pung. — Þessi er eins og ný og endurbaett útgáfa af Bardot, kynbomba ... — Þannig eru þær allar, svaraði Fullkomin lýsing Maurat og ýtti á bjölluhnappinn við dyr litla, hvítmálaða einbýlis- hússins. Monique Chevreuse kom sjálf til dyra. Hávaxin og fagurlimuð ljóska, sem virtist mjörg örugg með sjálfa sig og greinilega dýr í rekstri. Hún hafði stór, blá augu, sem sannarlega hefðu getað verið heillandi, en voru of kuldaleg. Hún virti Rubaix fyrir sér rann- sakandi augnaráði. — Aha... lög- regluþjónninn, hrópaði hún. — Ekki bjóst ég við, að fundum okkar bæri svo fljótt saraan á ný. Hún sveipaði þröngum sloppnum þéttar að fagursköpuðum likama sínum. Stóru, bláu augun horfðu for- vitnislega á eldri manninn sem sagði: — Ég er Maurat, rannsóknar- lögregluþjónn. Megum við koma innfyrir? Hún hikaði aðeins, en bauð þeim að lokum inn. — Þið verðið að fyrir- gefa útganginn, ég er rétt að koma á fætur. HÚN fylgdi þeim inn í snyrtilega búið herbergi. Þung angan af ilm- vatninu hennar lá yfir öllu þar inni. — Ég geri ráð fyrir að þið séuð komnir til að segja mér, að þið hafið náð í innbrotsþjófinn, sagði hún og vísaði þeim til sætis. — Ef þér eigið við Michel Calvet, er tilgáta yðar rétt, ungfrú, svaraði lögregluforinginn, — hann var tekinn aftur fyrir nokkrum tímum. — Með skartgripina mína á sér, vona ég? — Nei, ungfrú. — Hann getur auðvitað hafa losað sig við þá. Hún settist í hægindastól með þokkafullum hreyfingum og horfði á þá hálfluktum augum. Framkoma hennar var úthugsuð og þetta var líkast leikprófi fyrir framan leikstjóra. — í gærkveldi, byrjaði Maurat, — eða réttara sagt snemma nætur, kom Rubaix lögregluþjónn hingað til yðar, eftir að þér höfðuð hringt. Hún kinkaði kolli. — Hann skrifaði auðvitað skýrslu. Ég ætla að biðja hann að fara yfir aðalatriðin í henni, ungfrú Chevreuse, ef þér vilduð vera svo vingjarnleg að votta, að rétt sé frá skýrt. — Þér eruð mjög nákvæmur, sagði hún og brosti tilgerðarlega. — Verjendurnir nota sér sannar- lega, ef við gerum mistök, það er óþarfi að láta þá fá höggstað á sér, svaraði Maurat. Hann kinkaði kolli til Rubaix, og hann tók upp skýr- sluna. RUBAIX var þvert um gerð að lita af fagurlega sköpuðum fótleggj- um ungfrúarinnar. — Ég kom til hússins klukkan hálf eitt. Ungfrú Chevreuse hafði hringt fimmtán mínútum fyrr og tilkynnt innbrot. Hún hafði verið að horfa á sjónvarpið í stofunni og sofnað, eftir að hún slökkti á tækinu. Um það bil tíu mínútur eftir miðnætti heyrði hún hljóð frá svefnherberginu uppi, sínu svefnherbergi. Útifyrir rigndi, og vindurinn gnauðaði, og því datt henni í hug, að vindurinn stæði inn um opinn gluggann og hefði feykt einhverju um koll. Hún hraðaði sér upp til að líta eftir, hvað um væri að vera. Um leið og hún kom inn í her- bergið, sá hún mann úti við gluggann. Hún öskraði upp yfir sig, og þá klifraði hann umsvifalaust út um gluggann og niður stiga, sem hann hafði reist upp við húsvegginn til að komast inn í svefnherbergið. Það var dimmt og rigndi framan í hana, svo að henni gekk illa að sjá, hvað varð um manninn. Hún heyrði, að hann hljóp eftir hellulagðri stéttinni og gerði ráð fyrir, að hann hefði hlaupið út um hliðið bak við húsið. Hún sá, að herbergið hafði verið rannsakað hátt og lágt og komst að raun um, að skartgripa- skrín hennar var horfið. Skartgripa- skrín með skartgripum að verðmæti 100.000 frankar var horfið. Ungfrú Chevreuse gat gefið mér mjög full- komna lýsingu á manninum. Hún hljóðaði svo: Hávaxinn maður, á að giska 185 sm, rauðbirkinn, klæddur rauðköflóttri skyrtu, svörtum leðurjakka, þröngum svörtum buxum og svörtum strigaskóm með þykícum sólum. Ég sá strax, að lýsingin átti við mann, sem heitir Miche! Calvet og hafði sloppið frá gæsluvarðhaldsfangelsi hér í grenndinni skömmu áður og var trúlega á ferli hér í nágrenninu. Ég tilkynnti þetta strax til höfuðstöðvanna, eftir að ég hafði rannsakað stigann og blómabeðið undir glugganum. Ungfrúin tjáði mér, að stigann hefðu verkamenn notað við að mála húsið. Hann hefði legið á stéttinni. Ungi lögregluþjónninn gerði hlé á lestrinum og leit upp. — Takk, þetta nægir, sagði Maurat og snéri sér að leikkonunni. — Er þetta nákvæm samantekt á því, sem þér sögðuð Rubaix? — Ó, já herra, mjög nákvæm. ÞAÐ var ásökunarhreimur í rödd Maurats, þegar hann sagði: — Það var óneitanlega dálítið kæruleysis- legt af yður að geyma slik verðmæti í svefnherberginu. Hún horfði á hann kuldalegu, næstum þrjóskulegu augnaráði: — Okkur hættir öllum til að vera svolítið kærulaus á stundum, ekki satt? Maurat var staðinn upp og gekk út að glugganum. — Rubaix hafði tekið eftir einhverju sérstöku við stigann... — Svo ...? Rödd hennar var ekki eins örugg. Hún gleymdi sér og lét sloppinn falla, eins og hann vildi... — Stiginn stóð í blómabeðinu, sem var mjög blautt eftir regnið. Hann hefði átt að sökkva dýpra undan þunganum á svo stórum manni.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.