Vikan


Vikan - 13.07.1978, Side 52

Vikan - 13.07.1978, Side 52
Sadolin l 1,1 trae og jern S^yl-plasmiallSð- Síðumúla 15, Sími33070 'gjarn Smásaga eftir Pétur Steingrímsson Víxillinn Þrátt fyrir margvísleg hlutverkaskifti meðal kynjanna, var það að mati Frímanns undan- tekningarlítið karlmaðurinn, sem syndgaði, en konan fór með dómsvaldið. Þess vegna ranglaði hann inn í port til að fela sig, meðan konurnar úr götunni söfnuðust saman framan við mjólkurbúðina á horninu. En svo tók einhver að tala til hans. FrÍMANN gekk álútur eftir gang- stéttinni í áttina til vinnu sinnar. Luralegur miðlungsmaður, klæddur blá- um, trosnuðum vinnubuxum og óhreinni nælonskyrtu. Yfiihöfnin var köflóttur jakki. Flíkurnar tala sínu þögula máli um manngildi eigandans. Þessi jakki hafði greinilega séð betri daga, þótt nú væri ermafóðrið raufar einar og kringingin á vösunum víða stöguð saman. Búnaður mannsins var ekki beinlinis traust- vekjandi. Trúlega myndi hvorki opinber stofnun né einstaklingur kæra sig um að eiga þvilikan féhirði. Bæði útlit og klæðaburður persónunnar vöktu vorkunn margra er sáu. Jafnhliða þeirri sjálfsögðu meðaumkvun kviknaði ósjálfráður grunur um það, að kostafar náungas ætti við hálfgert böl að búa. Þessi undir- gefna sál þjónaði í musteri Bakkusar hverja þá stund, sem pasturslítil öndin og burðarsmár líkaminn leyfðu. Þess vegna hafði Frimann löngum tak- markaðan tíma brauðstritinu til handa. Aldrei heyrðist þessi maður kvarta um kjör né hlutskifti. Þvilikur fyrir- myndar borgari hlaut að vera æskilegur þjóðfélagsþegn og ástmögur lands- feðranna ... Flókalundur ... Vatnsfirði Vatnsdalur er fallegur kjarri vaxinn dalur inn af Vatnsfirði og Vatnsfjörður er friðlýst land. Ath. — Á Vestfjörðum er líka „hringvegur". Hægt er að aka um ísafjarðardjúp í annarri hvorri leiðinni. Vestfirska hálendið er tilvalið fyrir þá, sem vilja vera lausir við örtröð ferðamannastraumsins. Fyrir göngugarpa er úr mörgu að velja, svo sem: Horna-tær, Kaldbak og fjöllin milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar — (Vestfirsku Alpana). Aðeins 1/2 klst. akstur til hinna fallegu Dynjandi-fossa, 2ja klst. akstur á Látrabjarg, sem nú er iðandi af lífi milljóna bjargfugla. Hægt er að aka á öllum bílum alveg út á bjargið að vitanum. 15 mín. gangur að Ritugjá. 1 klst. akstur á Rauðasand og örstutt af akveginum að Sjöundaá. Heimsækið sjávar- þorpin í hinum fallegu fjörðum. Flóabáturinn Baldur kemur 4 sinnum í viku að Brjánslæk, hann tekur 12—13 bifreiðar. Bæði er hægt að stytta sér aksturinn og heimsækja Breiða- fjarðareyjar. FERÐIST um Vestfiröi og njótið hinnar stórbrotnu náttúru, sem þeir hafa upp á að bjóða. FLÚKALUNDUR er tilvalinn dvalarstaður fyrir þá, sem vilja kynnast Vestfjörðum og skoða sig þar um I nokkra daga. Veðursæld er mikil. Í vatninu er siiungsveiði. Laxveiði möguleg með fyrirvara. — Bjóðum upp á góð 7 og 2ja manna herbergi, með baði. Ennfremur fallega svítu. Góður matur. Fjölbreyttur matseðill. Setustofa með sjónvarpi og bókasafni. — Sími um Patreksfjörð. Velkomin í Flókalund

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.