Vikan


Vikan - 21.09.1978, Side 24

Vikan - 21.09.1978, Side 24
gagnahönnuði, Rud Thygesen og Johnny Sörensen. Arlega veita danskir hús- gagnaframleiðendur þeim hönn- uðum, sem þeir telja að skari fram úr, verðlaun. Þessir ungu menn hafa tvívegis fengið þessi verðlaun, fyrst árið 1971 og síðan aftur nú í ár. Húsgögn fyrir aldraða, sem sagt var frá í 34. tbl. Vikunnar hafa verið í notkun á elliheimil- inu á Akranesi. Sagði Eyjólfur að nú hefði stofnunin pantað slík húsgögn í síðari áfanga elli- heimilisbyggingarinnar. Einnig sagði hann að nokkuð væri orðið um að öldruðu og fötluðu fólki væru gefnir slikir stólar í afmælis- og tækifæris- gjafir. Stillir Eyjólfur stólana ná- kvæmlega fyrir þarfir hvers og koma í mismunandi mynstrum en í ákveðnum og samræmdum litasamsetningum. í versluninni, sem er opin daglega frá kl. 2—6, eru á boðstólum metralöng sýnishorn, sem viðskiptavinur- inn fær í heimlán. Þannig er hægt að grandskoða hvernig lit- urinn fer við annan húsbúnað og veggi. Þegar viðskiptavinur- inn hefur ákveðið sig tekur það um það bil viku eða tíu daga að afgreiða pöntunina, sem hingað kemur í flugi. Sagði Eyjólfur að þótt dýrt væri að fá vörurnar Það er alls ekki nauðsynlegt að nota sama lit á öllum fögunum fyrir sama gluggann. Það getur verið skemmtilegt að vixia litunum, en sama mynstur er til I samstœðum litum. Margir nota bómuHarefnin i borðdúka. tB ,, > Eyjólfur Pólsson er dansk- menntaður innanhússarkitekt og rœður viðskiptamönnum sinum heilt við gluggatjaldaval. eins. Verð þessara stóla er frá 70 uppí 100 þúsund kr. Enginn lager Epal er dálitið sérstæð verslun að því leyti að þar er enginn lager. Viðskiptavinirnir fá góð og holl ráð hjá Eyjólfi, sem er innanhússarkitekt, eins og áður sagði, við val á gluggatjöldum og húsbúnaði. Sagðist Eyjólfur gjarnan benda fólki á að ekki væri endilega nauðsynlegt að hafa öll gardínufögin, sem hanga fyrir einum og sama glugganum með sama lit. Efnin sem hann hefur á boðstólum í Epal eru á boðstólum yfir fjögur hundmð og fimmtiu mismunandi gluggatjaldaefni og húsgagna- áklœði. Enginn lager er I verslun- inni, en vömrnar koma hingað til lands I flugi. — Aftast, hœgra megin á myndinni má sjá sýnishom af kókosteppunum, sem getið er um I greininni. hingað í flugi væri einnig dýrt að liggja með stóran lager, þannig að kostnaðurinn jafnar sig að nokkru leyti upp. Náttúruefni eingöngu Öll efnin, sem eru á boðstólum í Epal, eru unnin úr náttúruhráefnum, ull, bómull og sisalhampi. Hann hefur á boð- stólum handofin gólfteppi úr hampi, svokölluð kókosteppi. „Fólk rekur í rogastans þegar það heyrir hvað fermetrinn af kókosteppunum okkar kostar. Hann kostar um 10 þúsund kr. En þetta eru allt öðru vísi kókos- teppi en notuð voru voru í gamla daga. Okkar teppi eru handofin og mjög þétt. Um 6 kg af hampi eru í sama magni af þessum teppum og var 1 kg i gömlu teppunum og dreglunum. Um 25 mismunandi möguleikar eru í sambandi við teppin, sem eru svissnesk að gerð. Ullarefnin eru unnin sérstak- lega þannig að ullin breiðir ekki út eld, — eru eldvarin. Einnig þannig að þau upplitist sem allra minnst. Algengt verð á metra af ullarefnunum er um fjögur þúsund kr. Bómullarefnin eru einnig eld- varin, — sum að minnsta kosti — og hönnuð þannig að þau þarf ekki að strauja. Verðið á þeim er frá um 1300 kr. metr- inn. Bómullarefnin er hægt að nota í fleira en gluggatjöld. Eyjólfur hefur látið hanna bæði kjóla, sólhatta og ýmsar aðrar 24 VIKAN 38. TBL.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.