Vikan


Vikan - 24.04.1980, Blaðsíða 12

Vikan - 24.04.1980, Blaðsíða 12
Ferðalög — Þessi skúta, Bonný, var keypt frá Englandi árið 1976 og árið eftir keypti maðurinn minn hluta í henni. Og síðan haföi draumurinn auðvitað alltaf verið að komast í einhverja heimsreisu. Og sl. sumar, eða nánar tiltekið 24. júní, var loks látið til skarar skríða og siglt af stað til Reykjavíkur sem fyrsta áfangastaðar. Sú ferð tókst nú ekki alveg tíðindalaust. Sjálfstýringin blotnaði á leiðinni svo við urðum að handstýra og stórsiglan var brotin fyrir. Við höfðum verið dregin á nýrri vikum saman og þegar við sáum fram á að ekkert yrði úr draumaferðinni í þetta sinn, ef við héldum áfram að bíöa, ákváðum við bara að skella okkur yfir pollinn á vélinni. — Næsti viðkomustaður voru Vestmannaeyjar og þaðan var lagt af stað til Skotlands. Við vorum fjögur um borð, við hjónin, Elías Skaftason og Bárður Grímsson. Veðrið var frekar leiðinlegt, grenjandi rigning og mót- vindur. Sjálfstýringin bilaði aftur en okkur tókst þó fljótlega að gera við hana. Og þegar pakkning meðstefnisröri fór veg allrar veraldar og skútan tók að leka var Gunnar, sem hafði orðið fyrir valinu sem skipstjóri, helst á því að snúa aftur til Eyja. En við hin töldum að þetta væru nú bara smámunir miðað við mörg önnur áföll og við gætum bjargað þessu við með lensidælum. Og það varð úr. — Á fjórða degi skall á mikið hvass- viðri. Skyggni var lélegt, dimmt yfir og útvarpsskilyrði fyrir neðan allar hellur. Okkur gekk því mjög illa að miða við radíóvitann Butt of Lewis við strendur Skotlands. En eins og forfeður okkar, vikingarnir, gátum við merkt af fuglalífi og breyttu öldulagi að land hlaut að vera framundan. Menn rýndu fránum augum út I sortann og brá þar fyrir alls kyns hillingum, allt frá fjallgarði og niður í sjónpípu á rússneskum kafbáti. Og þegar loks var kallað ofan af dekki að land væri í sjónmáli var bara hlegið. Bráðfjörugir eyjarskeggjar og indælis lögregluþjónar — En land var það og það meira að segja rétti staðurinn, Hebrideseyjar. Og 102 klukkustundum eftir að ferðin hófst komum við til Stornoway í roki og nátt myrkri. Daginn eftir var laugardagur og okkur fannst mjög við hæfi að bregða okkur i kráarleiðangur. Satt að segja var drykkjumenning eyjarskeggja svo ósegjanlega lík þeirri hinni íslensku að við vorum um tíma í vafa um að við værum í raun og veru komin til Skotlands. Eftir lokun bauð vertinn í parti og þar ríkti mikill glaumur og gleði. íslendingar sru ferðaglöð þjóð, um það ber hin fjölbreytta útgerð ferðaskrifstofanna vitni þó þar beri kannski hæst hinar hefð- bundnu sólarlandaferðir. En svo eru aðrir sem kjósa einstaklings bundnari og ævintýralegri ferða- máta eins og ísfirsku hjónin Kristín Hálfdánardóttir cg Gunnar Þórðarson, sem lögðu upp í skútuferð frá ísköldum Atlantsálum að hlýjum Miðjarðar- hafsströndum sl. sumar ásamt tveimur öðrum félögum. Kristín hélt dagbók um ferðina og veitti hún okkur góðfúslega leyfi til að nota hana í útdrátt af f erða- sögunni fyrir lesendur Vikunnar. Ævintýraferð ísfirskra hjóna frá íslandi til Mallorca SÓLARLANDAFERÐ Á SEGLSKÚTU 12 Vlkan 17.10», Bonný. 17* tbl. Vikan 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.