Vikan


Vikan - 24.04.1980, Blaðsíða 51

Vikan - 24.04.1980, Blaðsíða 51
háð þvi að foreldrar gera sig að ein- hverju leyti ábyrga fyrir þvi hvernig komið er fyrir barninu, og þeim finnst þeir kannski ekki elska barnið nóg. Ýmis varnarviðbrögð geta á þessu stigi gefið foreldrum tök á því að laga sig smám saman að breyttum aðstæðum. Dæmi um varnarviðbragð er t.d. afneitun. Foreldrar neita því að nokkuð geti verið að barninu, þeir geta haldið því fram að barnið gæti ýmislegt bara ef það fengi tækifæri til og gefa umhverf- inu sökina á að barnið fái ekki þessi tækifæri. Afneitun á fötlun barns getur á vissu stigi verið uppbyggileg þar sem hún ver foreldrana gegn þvi að horfast í augu við raunveruleikann þangað til þeir eru sjálfir tilbúnir til þess. Á úrvinnslustiginu geta foreldrar þroskaheftra barna beint huga sínum að framtiðinm i staðinn fyrir að vera áfram helteknir af þvi sem gerðist. Nú reynir fólk gjarnan að finna jákvæðar lausnir á ýmsum málum. Það spyr um orsök -fotiunarinnar, hvernig hún muni hafa áhrif á systkini, hvort æskilegt sé að eiga fleiri börn, hvernig eigi að umgangast ættingja og vini, biðja um upplýsingar um þjálfun og vitneskju um framtíðar- horfur barnsins. Uppbyggingarstigið er tákn um að foreldrar hafi komist yfir kreppuna og ef til vill hefur fólk lært eitthvað jákvætt og þroskast. Þroskahefta barnið er nú viðurkennt eins og það er i rauninni og það snýst ekki allt um það á heimilinu eins og áður. Barnið hefur hins vegar fengið ákveðna stöðu í fjölskyldunni í samræmi við sérstæða fötlun sína. Foreldrar geta nú líka yfirleitt tekið meira tillit til annarra systkina en þeir gátu áður. Þörfin fyrir aðstoð Áður en foreldrar hafa sjálfir vanist hugsuninni um að eiga þroskaheft barn getur verið erfitt fyrir þá að vita hvað þeir eiga að segja við aðra. Vinum og vandamönnum finnst líka oft erfitt að tala við þessa foreldra og það kemur oft út eins og þeir neiti staðreyndum. For- eldrar þroskaheftra barna verða oft leiðir og vonsviknir vegna viðbragða annarra við vandamálinu. Það er hægt að auðvelda þeim m.a. með því að gefa þeim nákvæmar og góðar upplýsingar um hvað amar að barninu og einnig með þvi að veita þeim aðstoð við að taka áfallinu. Langflestir foreldrar þroskaheftra barna þurfa ráðgjöf og einhvern til að tala við rétt eftir að þeir hafa fengið að vita hvernig ástatt er fyrir barninu. Þetta vitna foreldrar þroskaheftra barna um i rannsóknum sem hafa verið gerðar í sambandi við erfiðleikana sem fylgja þvi að eignast þroskaheft barn. Þeir leggja mikla áherslu á þörfina fyrir að tala við einhvern sem bæði hefur innsæi og skilning á vandamálinu og þörfina fyrir að tala við aðra foreldra sem eru í svipuðum aðstæðum. Breytingar og álag á heimilislífi Fæðing þroskahefts barns hefur mikil áhrif á allt fjölskyldulíf. Barnið breytir bæði hversdagslífinu og öllum framtiðaráætlunum. Þroskaheft barn verður oft miðpunkturinn sem allt verður að snúast um. Það verður alltaf að taka tillit til umhyggju þess og sér- þarfa þegar eitthvað á að skipuleggja fyrir fjölskylduna. Margir foreldrar verða að draga úr áhugamálum sínum utan heimilis og ekki er óalgengt að úti- vinnandi mæður hætti að vinna. Margar mæður vilja gjarnan vinna úti en þær standa andspænis vandanum að finna einhvern sem bæði getur og vill passa þroskaheft barn í heimahúsi. Þroskaheft barn veldur oft miklu álagi bæði innan fjölskyldu og milli maka. Tíminn og erfiðið sem fylgir þroskaheftu barni kemur t.d. niður á þeim tima sem makarnir gætu haft út af fyrir sig. Álagið bindur fólk hins vegar oft saman og veldur því að fólk nálgast hvort annað á nýjan hátt og talar saman um hluti sem það gat ekki rætt um áður. Álagið getur hins vegar valdið það miklum árekstrum á milli foreldra að grundvöllurinn fyrir áframhaldandi sambúð er í hættu. Undir slíkum kringumstæðum getur skilnaður orðið erfiður, m.a. vegna þess að hjónin eru oft háð stuðningi hvors annars til að geta annast barnið. Ef fleiri böm eru á heimili getur verið erfitt að sameina tillitssemi til þeirra og umönnun þroskahefts barns. Foreldrar fá oft sektarkennd gagnvart þvi að svíkja systkinin, samfara hræðslu um að þau geti orðið af vinum vegna komu afbrigðilegs barns. Allar erfiðar breytingar á heimilis- högum foreldra þroskahefts barns virðast hins vegar minnka ef þeir fá nægjanlega aðstoð og góða þjálfun fyrir barnið. ★ 17. tbl. Vikan §1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.