Vikan


Vikan - 24.07.1980, Síða 12

Vikan - 24.07.1980, Síða 12
Skoplegir þjónar Kjúklingurinn flaug i höfuð kaup sýslumannsins og súpan yfir sahfö- rituna miðju. inn. „Det er Moravek.” Hélt hann þá að Daninn væri að spyrja hvort það væri Jose Riba og hljómsveit sem væri að leika á pallinum. Ekki nóg með það. Þegar þjónninn hélt að Danirnir væru búnir að gera rjúpunni skil gekk hann að borðinu og spurði: „Finish?” Danirnir litu brosandi upp og svöruðu í kór: „No! We are Danish.” í allt of stómm jakka með tertuspaða og ungstúdínu í fanginu Sturla Pétursson, þjónn í Klúbbnum, átti ekki sjö dagana sæla í Grillinu á Sögu einn fagr- an sumardag fyrir nokkrum árum þegar hann var að læra til þjóns. Þar voru samankomnar 30 ungstúdinur úr Verslunar- skólanum til að fagna nýjum áfanga og enginn þjónn til staðar nema Sturla sem, eins og margir nýliðar, var í allt of stórum jakka. Nýstúdínurnar pöntuðu sér nú allar rjómatertu- sneið af stærri gerðinni og átti Sturla ekki í hinum minnstu vandræðum með að ná í tertuna inn í eldhús. Málið fór þó að vandast þegar í ljós kom að til að fylgja settum reglum varð þjónninn að skera hverja sneið fyrir sig við disk hverrar stúd- ínu. Sturlu tókst slysalaust að skera 29 rjómatertusneiðar en þegar hann var að færa þá þrí- tugustu yfir á diskinn þá vildi svo óheppilega til að hún féll ofan í kjöltu stúlkunnar. Nú voru góð ráð dýr. Fyrst reyndi nýliðinn að skafa rjómann upp með tertuspaðanum en það gerði bara illt verra. Atburður- inn fór ekki fram hjá neinum og allir fylgdust grannt með unga þjóninum í stóra jakkanum sem nú var kominn langt á leið með að smyrja alla framhlið stúlk- unnar i rjóma án þess að koma neinu upp á diskinn aftur. 1 fjarska heyrði hann fólk hvetja sig til dáða og einhver hafði orð á því að best færi á því að þau tvö færu inn á klósett og reyndu að jafna rjómaslysið í samein- ingu. Þessari uppástungu fylgdu miklar hlátursgusur. „Hreinsunin tókst bærilega,” segir Sturla. „Með rökum klút tókst mér að ná því mesta en þegar við gengum í salinn á ný kváðu við mikil fagnaðarlæti, stúlkan öll rök og ungi þjónninn kafrjóður í framan með tertu- spaða i hendi og í allt of stórum jakka. Fg lét mig hverfa og vann ekki meira þann daginn. Fannst nógkomið.” E.J. Fjölskyldumól Kynlrf á með- göngutíma Rðeöganga hefur á margan hátt áhrif á sambúö fólks. Eitt af því sem flestir hugsa eitthvaö um og sem breytist á meðgöngutíma er kynlíf. Þaö á við um umræður og upplýsingar um kynlif á meðgöngutíma eins og umræður um kynlíf yfirleitt að lítið er minnst á það og litlar sem engar upplýsingar eru fyrir hendi. Þess vegna eru flestir illa undir það búnir að kynlíf geti verið öðruvisi en fyrir meðgöngutíma. Þetta á bæði við um kvenmenn og karlmenn enda þótt fram komi oft að konur hugsi meira um þessa hluti en karlmenn. Margir undrast hvað afstaða þeirra til kynlifs breytist á meðgöngutíma og eftir fæðingu. Sumir bregðast þannig við að löngunin til kynlifs hverfur svo að. segja alveg en vitað er einnig að löngun eykst hjá sumum á meðgöngutima. Til er að konum sem finna aukna kynþörf á , meðgöngu finnist það rangt og ósam- ■ ræmanlegt þvi að vera meðbarni. . Margar spurningar um kynlíf leita á fólk á meðgöngutima, t.d.: Má hafa sam- farir? Hversu lengi má halda þeim áfram? Af hverju breytist og hverfur ef til vill löngunin? Einnig er mjög algengt að fólk velti því fyrir sér hvort samfarir geti skaðað fóstrið. Ýmiss konar þekkingarleysi og for- dómar eru uppi um þessi efni og margir þora ekki að spyrja um þessa „við- kvæmu” hluti, ekki einu sinni þann lækni sem annast konuna á með- göngutíma. Því miður eru upplýsingar um þessa hluti ekki látnar í té eins og um sjálfsagðan hlut væri að ræða. Samfarir á meðgöngutíma Margir hafa heyrt að konum sé ekki ráðlagt að hafa samfarir i um það bil sex vikna tíma fyrir og eftir fæðingu. Núna eru slikar takmarkanir ekki álitnar nauð- synlegar. Almennt er álitið að kona sem hefur að öllu leyti eðlilega meðgöngu megi hafa samfarir eins lengi og hún hefur sjálf löngun til. Áður fyrr var rætt um smithættu vegna samfara en nú þykir fullvíst að sú hætta sé ekki meiri en önnur á meðgöngutima, segir m.a. Marc Bygdeman i KaróUnska sjúkra- húsinu I Stokkhólmi. Ennfremur segir hann að í þeim tilvikum sem Ueknar ráði frá því að hafa samfarir sé meðganga ekki alveg eðlileg, t.d. þegar um blaeðing- ar er að ræða, samdrátt í legi, sem ætla mætti að gæti framkallað fæðingu og verki. Marc Bygdeman leggur hins vegar áherslu á að samfarir geti ekki skaðað fóstrið og það sé um mikinn misskilning að ræða þegar fólk álítur slíkt. Sálarástand á meðgöngutíma Meðganga hefur mikil áhrif á sálar- ástand fólks, ekki síst kvenna. Sálfræð- 12 Vlkan 30. tbl. .

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.