Vikan


Vikan - 24.07.1980, Blaðsíða 63

Vikan - 24.07.1980, Blaðsíða 63
Skop Moon World Hobby Club, P.O. Box 389, Faisalbad, Pakistan. Þetta heimilis- fang fengum við sent frá ungum manni sem vildi koma þvi á framfæri að i þessum klúbbi eru fjölmargir Pakistanar sem hafa mikinn áhuga á að eignast is- lenska pennavini. Ef þið hafið áhuga skulið þið senda nafnið ykkar. heimilis- fang og aldur og þá fáið þið pennavin frá Pakistan. I'dgaro Mariano Lagraba, Azara 261, (1832), Lomas dc Zamora, Pcia. dc Bucnos Aircs, R. ARGENTINA, er ungur Argentínumaður sem óskar eftir islenskum pennavinum. helst ein hverjum sem tengjast leiklist og dansi. Hann hefur haft áhuga á Íslandi lengi en litlar upplýsingar getað fengið um landið og vill endilega fræðast sem mest um land og þjóð. Douglas La/cll, 18107 Bambridgcddr., Houston Tcxas, 77090 USA, óskar eftir íslenskum pennavini. Áhugamál: tónlist. listirog Ijósmyndun. Linda Sigurgcirsdóttir, Holtsgötu 6, 230 Njarðvík, óskar eftir pennavinum. stelpum eða strákum. á aldrinum 13— 15 ára. Hún er sjálf 14 ára. Mynd fylgi fyrsta bréfi ef hægt er. Áhugamál: bók- lestur. utivera. „kjútt strákar" o.fl. Hulda Sæland Árnadóttir, Birkivöllum 22, 800 Selfossi, óskar eftir pennavinum á aldrinum 13—15 ára. Áhugamál: dans. útilegur. strákar. handavinna o.fl. Hdga Jónsdóttir, Hraunbæ 62, 110 Rcykjavík, hefur áhuga á að skrifast á við stelpur og stráka á aldrinum 12—14 ára. Áhugamál: íþróttir. diskótek. dans o.fl. Mynd fylgi fyrsta bréfi ef hægt er. Svarar öllum bréfum. Franklin Landrl, P.O. Box 402, Bryan. Ohio, 43506 USA, vill komast í sam band við unga stúlku eða konu sem hefur áhuga á gömlum manni. Ásta Baldursdóttir, Möðrufclli 15, 109 Rcykjavík, F.ygló Firiksdóttir. Rjúpufclli 27, 109 Reykjavik, (ícrða Bjarnadóttir, Rjúpufclli 25,109 Reykjavík.Þæreru 17. 18 og 19 ára og óska eftir að skrifast á viðstrákaáaldrinum 19—22 ára. Eva Sigurðardóttir, Þrúðvangi 7, 220 Hafnarfirði, óskar eftir pennavinum á aldrinum 12—14 ára. Sjálf er hún 13 ára. Svarar öllum bréfum. Magnca B. Högnadóttir, Ljóshcimum 14, 104 Rcykjavík, óskar eflir penna vinum á aldrinum 10— 12 ára ler sjálf 11 ára). Áhugamál: hestar. bækur og fri merki. Edith Þórðardóttir, Urðargötu 12, Pat- rcksfirði, og Rakel Guðmundsdóttir, Aðalstræti 29, Patrcksfirði, óska eftir að skrifast á við stráka á aldrinum 13—15 ára leru sjálfar 13 áral. Áhugamál: iþróttir. hestar og margt fleira. Mynd fy.lgi fyrsta bréfi ef hægl er. Ásdís Kolbcinsdóttir, Hraunbæ 89, 110 Reykjavík, óskar eftir að skrifast á við stelpur og stráka á aldrinum 11 — 13 ára. Hún er 12 ára. Áhugamál: dýr, strákar. handbolti og margt fleira. Svarar öllum bréfum. Mynd fylgi fyrsta bréfi cf hægt er. Dagný Ragnarsdóttir, Dofra v/Vestur- landsvcg, pósthólf 224, óskar eftir að skrifast á við stelpur og stráka á aldrin um 11 — 13 ára. Hún er sjálf 12 ára. Áhugamál: hestar (og öll önnur dýrl. strákar. handbolti og margt fleira. Svar ar öllum bréfum. Mynd fylgi fyrsta bréfi ef hægter. 0 Hvarf eftir sjónvarps- myndina Lítil þúfa Elsku Póstur! Ég vona að þú getir hjálpað mér. Ég hef skrifað þér einu sinni áður en gat ekki notað mér svarið sem þú gafst. En nú er ég hrifin af strák (mjög hrifin) og einu sinni vorum við alltaf saman, við kysstumst en lengra fór það ekki. Hann hefur hjálpað mér mjög mikið og allir héldu að við værum saman. Svo voru vinkonur mínar hættar að hafa samband við mig. Eitt kvöldið voruð við heima hjá honum að horfa á sjónvarpið, á myndina Lítil þúfa, og eftir það breyttist hann svo mikið og hætti að hafa samband við mig. Hann var farinn að kalla mig kærustuna sína. Mamma hefur verið að reyna að hughreysta mig en það hefur ekki tekist. Svo skilur mig enginn, að ég skuli vera hrifinn af þessum ómerkilega strák. En það er nú eins og það er, ég elska hann alveg út af lífinu. Ætli mvndin hafi haft svona mikil áhrif á hann eða hvað? Ég hef engan til þess að tala við um þetta nema þig. Vin- konurnar líta ekki við mér. Mig langar helst að ganga út og fremja sjálfsmorð. Ein í ástarsorg. Þú hefur greinilega verið mjög niðurdregin þegar þetta bréf var skrifað og Pósturinn vonar að slíkar hugsanir hafi ekki hvarflað að þér mikið oftar. Sjálfsmorð er fráleitur kostur og síður en svo eitthvað sem auðveldar lausnina. Og það er fremur ótrúlegt að vinkonurnar komi ekki aftur, þótt það taki ef til vill nokkurn tíma að láta allt ganga sinn vanagang á nýjan leik. Það er engin ástæða til að álíta drenginn ómerkilegan þótt svona hafi farið. Þið eruð mjög ung og ef umrædd sjónvarps- mynd hefur haft mikil áhrif á hann, og ef til vill gert hann frá- hverfan sambandi ykkar, er varla við hann að sakast. Heiðar- legra hefði verið af hans hálfu að tala um það við þig og segja þér að viðhorfin væru breytt og því betra að binda enda á sambandið. En ef honum þykir samt ennþá vænt um þig á sinn máta getur það hafa reynst honum um megn og því hefur hann tekið þann kostinn að hverfa án nokkurra skýringa. Eina ráðið er að þú leiðir hugann sem mest að öðrum hlut- um og minnstu þess að hann er alls ekki eini karlmaðurinn á jarðkringlunni. Með tímanum gleymist þetta eins og annað ög þá finnst þér fráleitt að láta einmitt þennan eina mann valda þér svo miklum heilabrotum. Hafðu samband við vinkonur þínar að fyrra bragði og forðastu að láta þetta smáskipbrot hafa of mikil áhrif á þig andlega. Hvort þetta hefði svo ekki gerst, þótt engin Lítil þúfa hefði verið sýnd í sjónvarpinu, er ekki gott að segja. Á ykkar aldri vilja einmitt skiptast á skin og skúrir í þessum efnum, oft og að því er virðist fyrirvaralaust. 30. tbl. Vikan 63
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.