Vikan


Vikan - 24.07.1980, Qupperneq 36

Vikan - 24.07.1980, Qupperneq 36
Dýr og menn Þegar gömlu Rómverjarnir þurftu aö verða einhvers visari um framtiðina, slátruðu þeir svini og réðu í blóðug inn- yflin. Þetta er liðin tið. Við höfum ekki hcldur lengur á vappi heilög hænsn i eld- húsinu, eins og f gamla daga þegar hægt var að vita hvcrs var að vænta af degin- um að morgni, eftir matarlyst fuglanna. Samt sem áður er táknrænt gildi dýra enn i hávegum haft i mannlffinu. Ást þin eða andúð á vissum dýrum segir meira lim þinn innri mann en þú getur fmyndað þér. Þetta vissu stjörnuspámcnn fortið- arinnar vel þegar þeir útbjuggu sínar spár eftir dýrasmekk manna og þessi fræði eru sálfræðingum nútimans einnig vel kunn. Þessar klausur um eðli manna, sem hér fara á eftir, eru byggðar á gam- alli þekkingu, í tengslum við nútima- fræði, en áður en þið byrjið að lesa vcrðið þið að svara lykilspurningunni: Hvert þessara dýra fcllur þér bcst við? Og þú vcrður að ákveða þig áður en þú lest áfram. HUNDUR — KÖTTUR — HF.STUR — FUGL? Hundar Ertu hrifinn af stórum hund- um? Ef svo er þá vitum viö heilmikið um kynlif þitt //undurinn hefur alla tið verið tal- inn tákn tryggðarinnar, nenia í múhameðstrúarrikjum. Þar er hann talinn óhreint dýr, líkt og svinið. 1 gamla daga voru mikilsverðar stjórn- málaákvarðanir oft teknar með hlið- sjón af hegðun hunda. Ef hundur í Babylon skreið undir rúm var það merki þess að guðirnir væru reiðir við Jtúsbónda hans. 1 Kina þótti það að- vörun um yfirvofandi hættu ef sást til hunds af ókunnri tegund. Hundur sem sá sjálfan sig i spegli táknaði ógæfu. Hundur sem hljóp á milli tveggja vina var aðvörun um óvináttu. Efhundar eru eftirlœtis- dýr þín E\ einhver heldur upp á hunda er það talið tákn þess að sá hinn sami sé opinskár gagnvart öðrum. Hundavinur- inn er brjóstgóður, tillitssamur og auðveldur i umgengni. Gætið að ykkur. Tillitssemin jaðrar við fávisku og umburðarlyndið gagnvart samferða- mönnunum getur auðveldlegá órðið a§ blindri hjartagæsku. Það er auðvelt að hafa áhrif á hurtdavini og þeir eru ekki mikið fyrir að fara ótroðnar slóðir. Þdr kunna yfirleitt best við sig I fjölmenni. Ef þú ert sannur hundayinur forðast þú síður en svo ys og þys, þú reynir þvert á móti að vera aldrei einn qg kannt ekki vel við kyrr^ina. Þér er ekki um það gefið að taka mikilvægar ákvarð- anir. Þú fylgir heldur eðlisávísun eða lætur ráðast af aðstæðum. Þú ert veiKUr fyrir aðdáun annarra og smjaðri en ert jafnframt kappsfullur um að geðjast öðrum. Hundavinir vilja hafa . allt í röð og reglu. Þeim veitist þó oft erfitt að útskýra fyrir öðrum hvað þeir eiga við með röð og reglu. Það'skiptir heldur ekki svo miklu máli. Það sem máli skiptir er að hundavinir gera sér ekki rellu út af smámunum og eru yfir- leitt hjartahlýir og einlægir. Hvernig vegnar hunda- vinum í ástum? Paö er hætt við að ástarlíf hunda- vina geti orðið tilbreytingarlaust. Hundavinir eru ekki menn mikilla ást- aróra og ástarævintýra. Þó þýðir þetta ekki að þeir séu útilokaðir frá fjöl- breytni ástarlifsins. Ástarþörf hunda- vina er mikil og skapmikill og hug- myndarikur félagi getur fljótlega vakið þær hvatir hundavinarins sem liggja í dái. Ertu hrifinn aflitlum hundum? Pá ertu hræðslugjarn og finnst þér oft ofaukið. Skýringin er I rauninni sú að þú hefur óendanlega þörf fyrir um- hyggju og vilt gera hvað sem er til að vera ekki einn. Án þess að gera þér grein fyrir ertu kannski drottnunar- hneigður að auki. Það er þó ekki erfitt að draga þig úr skelinni ef ástarlíf á í Tilut. Ertu hrifinn af stórum hundum? />á ertu manneskja með mjög aug- Ijósa skapgerð. Kostir þinir eru afger- andi og gallarnir stórbrotnir. Þú ert stjórnsamur og ráðríkur og þú notar þessa eiginleika þér oft óhugnanlega mikið til framdráttar. Þess vegna getur þú verið umhverfi þínu algjör plága, ekki síst ef þú átt erfitt með að gera þér grein fyrir hvort það er stór hund- ur éða hestur sem er eftirlætisdýrið þitt. Ertu hrifinn af hundum sem eru vitlausir í skapi? Pá áttu sjálfsagt sjálfur hund af þvi tagi. Og þú átt án efa þinn þátt í því hvernig hann er skapi farinn. Þú ert hræddur við lífið. Þú reynir að fá útrás fyrir sjálfsvorkunnsemi þína með þvi að eiga hund sem er vitlaus í skap- inu. Þú reynir að vera harðstjóri gegn- um hundinn. Sjálfur ertu auðveldur í umgengni, þú lætur hundinn um að stjórna fyrir þig. Og í kynlífi ertu varla í frásögur færandi. 36 Vikan 30. tbl.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.