Vikan


Vikan - 22.01.1981, Blaðsíða 7

Vikan - 22.01.1981, Blaðsíða 7
Vikan kynnir stórborgir skemmst frá að segja að við fengum sýnishorn af flestu veðri i New York nema frosti og snjó. Við fengum sólar- blíðu með 16 stiga hita og við fengum þvílíka úrhellis rigningu að lækir fossuðu um göturnar og niðurföllin höfðu hvergi við; bílarnir sulluðu vatnið í silsa á aðalumferðargötunum og fólk í yfirhöfnum varð axlavott inn úr af þvi að hlaupa sem fætur toguðu yfir þvera götu. slumsandi líka ofan í polla því göturnar eru ósléttar nokkuð og mynd- ast í þeim uppistöður. Við fengum dumbungs veður kvrrt með 8-10 stiga hita og við fengum sólarveður með stinningskalda svo köldum að þrátt fyrir vetrarúlpur og vettlinga dansaði mönnum sultardropi á nefi. íslendingar í New York sögðust oft furða sig á fréttum heima á íslandi af Það var skýjað i lofti þennan dag, en samt sést furðu iangt til ofan úr Empire State byggingunni. Vatnið sem glittir i er Austurá, sem skilur Manhattan frá Brooklyn, Queens og Bronx. Stóra eplið — The Big Apple — er tákn og gælunafn New York borgar. Það er því ekki að undra þótt þess sjái stað í skrúðgöngum eins og hinni frægu skrúðgöngu sem stór- magasínið Macy's (sem kallar sig hið stærsta i heimi) stendur árlega fyrir á þakkargjörðardaginn. hitastigi og veðurfari í New York, sem væru olt fjarri öllu lagi. Þeir sögðust halda að þá væri iðulega átt við veður og hitastig „Upstate”, þaðer aðsegja í New York fylki utan borgarinnar. Að álita veðurlýsingu frá einum stað New York fylkis eiga við það allt er eins og að helga Islandi öllu veðurlýsingu af einum stað. Það getur staðist stundum — en ekki oft. Fólkið þægilegt Víst er borgin stór og víst ná mörg húsin þarna á Manhattaneyju langt upp I loftið. En við urðum hvergi vör við þann innri kulda og mannfirringu sem margur New York gesturinn hefur kvartað undan. Vissulega var okkur yfir- leitt sýnt afskiptaleysi að fyrra bragði. en viðmót þeirra sem við áttum einhver viðskipti við var undantekningalaust heldur þægilegt og hýrlegt. En þótt við gerðum liklega tiltölulega víðreist um Manhattan miðað við túrista almennl og hefðum þar að auki aðsetur í þeini borgarhluta sem Queens nefnist, æðispöl austan við Austurá, fór samt vitaskuld fjarri þvi að við kynntumst nema litlum hluta borgarinnar og borgarlífsins þennan stutta tíma. Annað fólk á öðrum tíma árs og öðrum stöðum borgarinnar myndar sér örugglega aðra rnynd af henni. Hvað er New York? Hvað er hún. þessi New York. þessi „grunnur brunna steins og stáls" eins og 4. tbl. Víkan 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.