Vikan


Vikan - 22.01.1981, Blaðsíða 26

Vikan - 22.01.1981, Blaðsíða 26
Ymiss konar árekstrar og ágreiningur eru daglegir viðburðir hjá öllum. Lifið yrði sennilega freinur litlaust ef allt væri alltaf slétt og fellt og án allra árekstra. Árekstrar rnilli fólks eru hins vegar misjafnlega miklir. mistiðir. misharðir og mönnum gengur misjafnlega að greiða úr þeint. Þó svo að þetta eigi við um fólk almennt á þetta þó sérstaklega við um unglinga og foreldra þeirra. Alltof oft er einungis litið á árekstra á milli þessara aðila sem vandamál unglinganna einna og ekki tekið tillit til að foreldrar og börn lifa á mismunandi timum, við breyttar þjóðfélagsaðstæður og fjölskyldulíf. Það sem átti við um for- eldra unglinga fyrir tiu til tuttugu árum þarf alls ekki að eiga við í dag. Það koma gjarnan nýir siðir og reglur í kjölfar nýrraogbreyttra tíma. Enda þótt margl einkenni unglings- árin — eins og að unglingar eru giarnan i vissri andstöðu viðfullorðna og reyna að verða sjálfstæðir og óháðir foreldrum sínum. eru óöruggir með sjálfa sig og reyna að leyna þvi með „töff’ yfir- bragði. eru uppteknir af sjálfum sér og eiga erfitt með að sýna tillitssemi o.fl. o. fl. — er ekki hægt að skilja þessar breytingar nema litið sé á samfélagið og |rað líf sem einkennir flestar fjölskyldur. Það sem gerist hjá unglingum á unglingsárum er einnig alltaf háð því sem gerst hefur áður. þegar ungling- urinn var barn. Hvernig ágreiningsmál eru leyst milli foreldra og unglinga er sömuleiðis alltaf háð þvi hvernig fjöl- skyldan hefur leyst deilur og árekstra áður en barnið varð unglingur. Leti og tiltekt Eitt af algengustu klögumálum for- eldra er að unglingar nenni aldrei að taka til hendinni heima fyrir. -taki ekki til eftir sig. drasli einungis út og nenni siðan ekki að ganga frá. ekki einu sinni eigin fötum. Oft kemur á daginn. þegar þessi mál ber á gónia, að það er móðirin á heimilinu sem hefur verið nokkurs konar þjónustustúlka fyrir heimilisfólkið og vanið börnin á að gengið væri undir þcim frá því að þau voru litil. Hún hefur frá fyrstu tíð vanið þau á að mamma taki alltaf til. að mamma viti alltaf hvar fötin séu o.s.frv. Faðir barnanna hefur mjög sjaldan haft þetta hlutverk. Hlut- verk móður sem þjónustuaðila við börn og annað heimilisfólk er þeim niun meira ef hún hefur enga vinnu utan heimilis. Mörgum foreldrum og þó sérstaklega mæðrunt finnst oft nóg um ef halda á áfram að ganga undir börnum á sania hátt og áður þegar þau eru koniin á gelgjuskeið. Ágreiningsefnin milli Texti: Guðfinna Eydal fyrr segir. að móðirin hefur gengið undir öllum. Það er hægt að breyta þessum hlutum og finna ákveðna vinnu- skiptingu á heimilinu. Ef faðir er á heimilinu er að sjálfsögðu mikilvægt að hann komi inn I myndina sem ábyrgur aðili. En mæður verða oft á tíðum að breyta sér og t.d. kenna öðrum fjöl- skyldumeðlimum hvernig á að gera hlutina og treysta þeim síðan til að gera þá án þess að blanda sér of mikið í málin og krefjast þess að allt sé gert á nákvæm- lega sama hátt og þær eru vanar að gera. Móðir getur oft auðveldað sér þessa hluti með því hreinlega að taka sér fri i smátima og fara hugsanlega að heiman til þess að sjá að hlutirnir geta gengið ágætlega án þess að vakað sé yfir þeim. Hvenær á að koma heim á kvöldin? Eitt alalgengasta ágreiningsefni unglinga og foreldra er hvenær unglingurinn á að konta heim á kvöldin. Oft er rifist mikið út af þessu máli og erfitt að ná samkomulagi. Deilan stendur alltaf um að unglingurinn vill vera lengur úti en foreldrarnir geta samþykkt. Oft er hins vegar komist að ákveðnu samkomulagi. eins og að unglingurinn eigi að vera kominn heim klukkan eitt. Oft vill þó brenna við að tíminn sé ekki haldinn og þá er gjarnan rifist og hafðar uppi ýmsar hótanir eins og algjört bann við því að fá að fara út á Algeng ágreiningsmál unglinga og foreldra unglinga og foreldra verða þá gjarnan út af óumbúnum rúmum. fötum og drasli sem liggur hér og þar og almennri leti unglings við að taka til hendinni. í þessum tilvikum er málið oft það að börnin hafa verið vanin við það frá unga aldri að einhver gerði alla hluti fyrir þau og að þau tækju ekki neina ábyrgð á hagnýtum málum innan heimilisins. Þau vakna þvi ekki upp einn góðan veðurdag og byrja að sinna eigin málurn og sýna öðrum i fjölskyldunni tillitssemi. Þeir unglingar sem taka ábyrgð á sjálfum sér og eigin málum sem unglingar hafa þegar lært það í bernsku. Börn þurfa að læra það smám saman frá því að þau eru litil að hjálpa til. Það þarf að gera hæfilegar kröfur til barnsins i þessu sambandi og miða verkefnin við aldur og þróun barnsins. Slíkt getur kennt bömum að vera meðábyrg á heimili. Ef barn hefur lært að aliir fjölskyldumeðlimir eru meðábyrgir fyrir því hvernig heimilislifið gengur fyrir sig og að sá andi er i fjölskyldunni að allir eigi að hjálpast að. en ekki að einhver einn geri alla hluti. er mikil von til þess að þegar það kemst á unglingsár haldi það áfram að hegða sér í samræmi við þann anda sem það er alið upp í. Að minnsta kosti er rniklu auðveldara að fá unglinga til að skilja að þeir eigi að sjá um sig sjálfir að einhverju leyti ef þeir eru vandir við þann anda frá upphafi. Leti i unglingum og skortur á tillits- semi gagnvart öðrum er yfirleitt ekkert séreinkenni á unglingum en segir heil- mikið um hvernig samvinnu er háttað. i fjölskyldunni og hvernig vinnuskipting fer þar fram. Oft kemur i Ijós, eins og kvöldin og þviumlikt. Margir foreldrar sofa ekki um nætur heldur bíða eftir þvi að unglingurinn komi heim. og margir unglingar verða órólegir þegar þeir vita að nú eiga þeir í rauninni að fara heini en geta ekki farið af því að vinirnir verða lengur. Þegar unglingar og foreldrar ræða þessi mál sín á milli staðhæfir unglingurinn oft að allir vinirnir megi vera miklu lengur en hann. hann sé sá eini sem eigi að koma þetta snemma. Foreldrar draga yfirleitt slikar staðhæfingar i efa og álita að unglingur- inn noti slik rök til að fá framlengdan sinn tíma sjálfur. í rauninni snýst ágreiningsefnið ekki um hvort unglingurinn á að koma heint á nákvæmlega ákveðinni minútu eða ekki heldur verður áreksturinn til af því að tveir hlutir stangast á: í fyrsta lagi 26 Vikan 4. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.