Vikan


Vikan - 22.01.1981, Blaðsíða 43

Vikan - 22.01.1981, Blaðsíða 43
kvað konungur ríða út þangað með hirð sinni margoft til að skjóta þessi dýr. hér um bil viðkomuna árlega. Pílkristinarölkelda Á leiðinni heim aftur komum við að þeirri nafntoguðu, góðu vatnsæð. er kemur út úr móklöpp litilli, og var þar litið hús og menn við, og keyptum við þar sitt glasið hvor fyrir 5 aura til prófs, og fannst mér það hafa þann gæðakeim. er ber af öllu öðru vatni, er ég hefi smakkað; (en ég man ekki hvað lindin heitir). Svo komum við aftur til Klampenborgar í dimmu og damp- vagninn þar þá tilbúinn og við i honum niður i borgina, og kom ég þá heim kl. 10. Daginn áður en ég steig um borð i dampinn, sendi Valdimar til mín sama mann og áður með kveðju frá honum og skilaboð, að ég ætti að koma til sín á Amalíuborg kl. 5 e. m. í dag, og fór ég þangað á þeim tiltekna tima; og er ég kom að dyrunum. var þar fyrir nokkuð gamall maður og sagði mér að koma inn. en prinsinn væri ekki alveg við látinn; og á meðan sýndi þessi þægilegi maður mér i marga sali i höllinni, forkunnarfallega og skrautlega, með gullroðuðum ljósa- hjálmum og ýmislegri prýði. Veggirnir að innan voru allir gráhríslóttir og stirndi á þá eins og gler, með dýra og fuglamyndum, og allir salirnir stórir og rúmgóðir, og stigarnir voru ekki mjórri en það, að 6-8 gátu gengið þá samsíða upp eða ofan og allt þar inni með prýði- legum og tignarlegum svip. Það er vetrariveruhöll konungs. Þessi góðlát- legi og tigulegi maður sagði mér, að hann væri búinn að vera í þjónustu konungs milli 10 og 20 ár og hafi sér liðið alltaf mjög vel. Svo kom prinsinn til okkar með blíðu og þægilegu viðtali og lét mig fara með sér i lærdómssal sinn og var þar prýði- legt og mikið af bókum og ýmislegu merkilegu. er hann sýndi mér; og fékk ég honum þar þá bréf frá mér, er ég bað hann að bera föður sinum með innihald- andi kæru þakklæti fyrir alla þá virðingu, ánægju og gjöf, er hann veitti mér, og tók prinsinn við þvi Ijúflega; og svo beiddi hann mig þá lika að skrifa sér einu sinni enn, er ég væri kominn til islands; og hefi ég gjört það. Eftir nokkra viðstöðu og samtal kvaddi ég prinsinn og gekk heim til mín. I næsta blaði höldum við áfram og segjum frá því er Eiríkur gerðist mormón og flutti með hluta af fjölskyldu sinni og fleiri Íslendingum vestur um haf til Paradísar Utah. Nú hefi ég sagt greinilega frá okkar konungs- og Valdimars fundum, þó það máske þyki sumum ótrúlegt og þvert á móti því, er sumir spáðu fyrir mér, er þeir fréttu, að ég væri farinn til Hafnar. En hvernig, sem hver hefir talað, þá má ég margþakka Guði fyrir góða og gleði- lega handleiðslu í allri ferðinni á sjó og landi, allt upp á það skemmtilegasta frá byrjun tilenda.” Bæði Eirikur og Stein- ar gáfu haglegan kist- il i konungsgarð. Áþekkur kistill var smiðaður til að sýna í kvikmyndinni Para- disarheimt, og sá er hann gerði er Gutt- ormur Jónsson tré- smiður á Akranesi. 4-tbí. Vikan 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.