Vikan


Vikan - 22.01.1981, Blaðsíða 18

Vikan - 22.01.1981, Blaðsíða 18
Höfundur: Graham Greene Þýöandi: Garðar Baldvinsson ENDIR SAMKVÆMISINS Peter Morton hrökk upp viö fyrstu dagskímu. Regnid klappaði glerið mjúk- lega. Það var fimmti janúar. Hann leit yfir borðið, þar sem kerti lýsti upp vatnspoll, að hinu rúminu. Francis Morton var ennþá sofandi og Peter lagðist aftur niður með augun á bróður sinum. Honum var skemmt við að ímynda sér að það væri hann sjálfur sem hann horfði á, sama hárið, sömu augun, sömu varirnar og sama andlits- fallið. En skemmtanin dvínaði og hugur- inn snerist enn til þess sem léði deginum mikilvægi. Það var fimmti janúar. Hann gat varla trúað því að ár væri liðið frá þvi að frú Henne-Falcon ^iélt síðasta barnasamkvæmi sitt. Allt í einu sneri Francis sér á bakið, sveiflaði handleggnum yfir andlitið og huldi munninn. Hjarta Peters sló hraðar. ekki af ánægju heldur af óróleik. Hann settist upp og kallaði yfir.borðið: „Vaknaðu." Axlir Francis kipptust til og hann steytti hnefann út í loftið, en augun voru lokuð sem fyrr. Peter Morton virtist rökkva í herberginu og honum fannst eins og stór fugl steyptist yfir það. Hann æpti aftur „vaknaðu" og aftur kom silfurbirtan og mild snerting regnsins við gluggana. Francis neri augun. „Kallaðir þú?”spurði hann. „Þig dreymdi illa," sagði Peter. Nú þegar hafði reynslan kennt honum hve mjög hugir þeirra endurspegluðust hvor í öðrum. En hann var sá eldri, um nokkrar mínútur, og þessi örlitli auka- skammtur af ljósi sem hann fékk, á meðan bróðir hans barðist enn um i þjáningu og myrkri, hafði gefið honum sjálfstraust og verndartilfinningu gagn- vart hinum sem var hræddur viö svo margt. „Mig dreymdi að ég væri dáinn,” sagði Francis. „Hvernig var það?" spurði Peter. „Ég man það ekki,” sagði Francis. „Þig dreymdi stóran fugl.” „Var það?” Þeir lágu báðir þöglir í rúminu og horfðu hvor á annan, söntu grænu augun, sama uppbretta nefið, sömu ákveðnu varirnar og sama bráð- þroska hökulagið. Fimmti janúar. hugsaði Peter aftur og hugur hans reikaði hægt frá kökunum til verðlaun- anna sem hægt yrði að vinna. Eggja- hlaup, eplasýling, skollaleikur. „Ég vil ekki fara,” sagði F.ancis allt í einu. „Ég býst við að Joyce verði þarna . . . Mabel Warren.” Hann hryllti við hugsuninni um samkvæmi með þessum tveimur. Þær voru eldri en hann. Joyce var ellefu og Mabel Warren þrettán. Langar fléttur þeirra flöksuðust í yfir- lætislegum takti við karlmannlegt skálmið. Kynferði þeirra var auðmýkj- andi þegar þær fylgdust með hæðnislegu augnaráði með honum vandræðast með eggin. Og i fyrra .... hann sneri sér frá Peter. kinnarnar eldrauðar. „Hvað er að?” spurði Peter. „O, ekke- Ég held mér líði ekki vel. Ég er kominn m„ð kvcf. Ég ætti ekki að fara í samkvæmið.” Peter var ráðvilltur. „En, Francis, er það slæmt kvef?” „Það verður slæmt kvef ef ég fer i samkvæmið. Kannski gæti ég dáið." „Þá máttu ekki fara,” sagði Peter reiðubúinn að leysa alla erfiðleika með einni einfaldri setningu og Francis lét róast, albúinn að láta Peter um allt. En þó hann væri þakklátur sneri hann sér ekki aðbróður sínum. Kinnar hans bára enn vott um skammarlega minningu, um feluleikinn í fyrra í myrku húsinu og um hvernig hann hafði xpt þegar Mabel Warren setti hönd sina allt í einu á hand- • legginn á honum. Hann hafði ekki heyrt hana koma. Þannig voru stelpur. Það heyrðist aldrei i þeirra skóni. Aldrei brakaði í gf'i 'um undan fótataki þeirra. Þær lædoóSt cins og kettir með inndregnar klær. Þegar fóstran kom inn með heitt vatn !á Francis rólegur, lagði allt á herðar Peters. Peter sagði: „Fóstra, Francis er með kvef.” Hávaxin, stirðleg konan lagði hand- klæðin yfir könnurnar og sagði. án þess að snúa sér við: „Þvotturinn kemur ekki fyrr en á morgun. Þú verður að lána honum af þínum vasaklútum.” „En fóstra," sagði Peter, „væri ekki betra að hann lægi í rúminu?" „Við förum með hann í góða göngu- ferð á eftir,” sagði fóstran. „Golan blæs sýklunum I burtu. Fariði nú á fætur báðir tveir,” og hún lokaði dyrunum á eftir sér. „Fyrirgefðu,” sagði Peter. „Hvers vegna liggurðu bara ekki áfram i rúminu? Ég skal segja mömmu að þér liði of illa til að fara á fætur.” En mót- spyrna gegn örlögunum var ekki i valdi Francis. Ef hann væri áfram í rúminu myndu þau koma upp, banka brjóstið, mæla hitann, skoða tunguna og þau myndu uppgötva að hann væri með uppgerð. Það var satt að honum leið illa, sjúkleg tómleikatilfinning í maganum og örari hjartsláttur, en hann vissi að ástæðan var aðeins ótti, ótti við samkvæmið, ótti við að verða að fela sig einn í myrkrinu, án Peters og ekki týra til að treysta á. „Nei, ég fer á fætur,” sagði hann og síðan með skyndilegri örvæntingu. „en ég fer ekki i samkvæmi frú Henne Falcon. Ég sver við Biblíuna að ég fer ekki.” Nú yrði ábyggilega allt gott, hugsaði hann. Guð myndi ekki láta hann rjúfa svona hátiðlegan eið. Hann myndi vísa honum einhverja leið. Hann hafði allan morguninn fyrir sér og allt siðdegið líka til klukkan fjögur. Engin ástæða til að kviða þegar döggin var enn frosin á grasinu. Allt gæti skeð. Hann gæti skorið sig eða fótbrotið eða fengið slæmt- kvef i alvörunni. Guð myndi bjarga þessu einhvern veginn. Hann hafði svo mikið traust á Guði að þegar móðir hans sagði: „Ég heyrði að þú værir með kvef,” yfir morgunverð- inum, gerði hann lítið úr þvi. „Við hefðum heyrt meira um það,” sagði móðir hans kaldhæðnislega. „ef það væri ekki samkvæmi í kvöld." Francis brosti, undrandi og bugaður yfir van- þekkingu hennar á honum. Hamingja hans hefði varað lengur ef hann hefði ekki mætt Joyce i gönguferð um morguninn. Hann var einn með fóstr- unni því Peter hafði leyfi til að klára kaninubúrið i gróðurhúsinu. Ef Peter hefði verið þarna þá hefði hann ekki tekið þetta eins nærri sér; fóstran var lika fóstra Peters, en núna var eins og hún væri eingöngu ráðin hans vegna af því honum væri ekki treystandi einum í gönguferð. Joyce var bara tveimur árum eldri og hún var alein. Hún kom skálmandi að jteim, flétt- urnar flaksandi. Hún gjóaði augunum háðslega til Francis og ávarpaði fóstruna með tilgerð. „Halló, fóstra. Kemur þú með Francis í samkvæmið í kvöld? Við Mabel Warren komum.” Og hún var farin aftur niður eftir götunni áleiðis að heimili Mabel Warren, yfirlætislega ein og sjálfri sér næg á löngum auðum veginum. „Ljómandi góð stúlka,” sagði fóstran. En Francis þagði og fann aftur hjartsláttinn og uppgötvaði hve fljótt stund samkvæmisins rynni upp. Guð hafði ekki gert neitt fyrir hann og minút- urnar flugu hjá. Þær flugu of hratt til að skipuleggja nokkur undanbrögð eða jafnvel til að búa hjartað undir aðvífandi raunir. Skelfingin næstum bugaði hann þegar hann stóð, alls óviðbúinn, á tröppunum með kragann brettan upp móti köldum gustinum en vasaljós fóstrunnar rauf lítið gat á myrkrið. Ljósin í anddyrinu voru að baki og líka hávaðinn frá þjóni sem lagði á borð fyrir kvöldverð sem aðeins móðir hans og faðir myndu snæða. Löngunin til að hlaupa aftur inn i húsið nærri því bugaði hann; löngunin til að kalla til móður sinnar að hann færi ekki í samkvæmið. að hann þyrði ekki. Þau gátu ekki neytt hann til að fara. Hann gat næstum þvi heyrt sjálfan sig segja þessi lokaorð og leysa þannig að eilífu fjötrana sem vörnuðu foreldrum hans þekkingar á hans eigin hug. „Ég er hræddur við að fara. Ég fer ekki. Ég þori ekki að fara. Þau láta mig fela mig í myrkrinu og ég er hræddur við myrkrið. Ég æpi og æpi og æpi.” Hann sá fyrir sér undrunina í svip móður sinnar og siðan kalt öryggið í vægðarleysi þeirra full- orðnu. „Láttu ekki eins og kjáni. Þú verður að fara. Við höfum þegið boð frú Henne-Falcon.” En þau gátu ekki neytt hann til að fara; hann vissi það þegar hann hikaði á tröppunum og heyrði brakið í frosnum grassverðinum sem fóstran traðkaði á 18 Vikan 4. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.