Vikan - 25.02.1982, Blaðsíða 23
— Er einhver ástœða fyrir kvenna-
framboði?
— Það er greinilega ákveðin
undiralda i þjóðfélaginu sem sést best á
þvi að kvennaframboð hafa komið fram
bæði á Akureyri og í Reykjavík, án þess
að nokkurt samband hafi verið þar á
milli.
Ætli ástæðan sé ekki sú að konur eru
orðnar ansi þreyttar á valda- og áhrifa-
leysi sínu. Við teljum að konur eigi
margt sameiginlegt, mörg sameiginleg
baráttumál. Það eitt að koma konum að
er samt sem áður ekki markmið í sjálfu
sér. Það eru viðhorf kvenna og þeirra
sérstöku baráttumál sem við viljum
veita forgang.
Kvennaframboð er náttúrlega
mótmæli við ríkjandi ástandi. Okkur
finnst að konur eigi erfitt uppdráttar
innan stjórnmálaflokkanna og við erum
mjög ósáttar við það hvernig stjórnmála-
flokkarnir taka á málefnum kvenna.
Svo er það allt annar handleggur
hvort viðhorf og reynsla kvenna fá að
hafa einhver áhrif þegar upp verður
staðið.
— Haftð þið orðið varar við að stefna
vkkar eigi meiri hljómgrunn innan
ákveðinna stjórnmálafokka og að
þaðan megi búast við meira fylgi i
kosningum?
— Við erum síður en svo hrifnar af
þvi að verið sé að miða allt út frá
einhverjum ákveðnum flokkum eða að
skipa fólki í bása. Sumir reyna að finna
eitthvert jafnvægi út úr kvennafram-
boðshópnum með því að telja hve
margar liafi komið frá Alþýðubanda-
laginu, hve margar frá Alþýðu-
flokknum, Framsókn eða Sjálfstæðis-
flokknum. Þannig mælikvarða er ekki
hægt að leggja á okkur. Við höfum fyrst
og fremst fylgi frá konum sem standa
utan flokka, það er uppistaðan í
hópnuni. Þær eru reyndar örfáar í okkar
hópi sem hafa verið í stjórnmála-
flokkum.
— Dugir það ekki til að kvenfólk
slarf innan stjórnmálafokkanna?
— Allir stjórnmálaflokkar á íslandi
eru byggðir upp og þeim stjórnað af
fámennum hópi karla. Það eru karlar
sem setja leikreglurnar. Enginn þessara
flokka tekur sérstaklega mið af reynslu-
heimi kvenna og konur fá ekki að koma
þar nær en körlurn hentar. Málefni sem
konur iáta sig miklu varða eru að visu
stundum á stefnuskrá flokkanna en þau
sitja gjarnan á hakanum þegar að fram-
kvæmdum kemur. Eins og málum er nú
háttað virðist það fullreynt að konur geti
aukið vald sitt og athafnasvið í
íslenskum stjórnmálum með því að fara
hina hefðbundnu leið flokkakerfisins.
Það er eins og í landinu riki mikil
pólitisk þreyta — fólk stendur frammi
fyrir þessu pólitíska valdakerfi og finnst
22 Vikan 18. tbl.
KVENNAFRAMBOÐ
einangrun kvenna
120 konur sóttu í janúarbyrjun ráðstefnu í Hótd Vík
scm haldin var til að leita svara við spurningunni
„Hvað samcinar konur?" Tíu starfshópar kvcnna á
þcssari ráðstcfnu komu scr saman um stefnu-
grundvöll scm fckk hcitið Hugmyndafræðilcgur
grundvöllur kvcnnaframboðs. Um það bil 400
manns lýstu sig fylgjandi kvennaframboði, þcgar
mjög fjölmcnnur fundur að Hótcl Borg í Reykjavík
ákvað 31. janúar síðastliðinn að stofna Samtök um
kvcnnaframboð. Daginn cftir litum við Vikukarlar
inn hjá kvennaframboðinu að Hótd Vík við Hall-
ærisplanið og ræddum við konurnar á myndinni.
það ekkert geta gert. Þetta gengur sama
hringinn ár eftir ár og ekkert gerist, enda
hefur mörgum gengið illa að finna sér
pólitískan vettvang þar til nú að kvenna-
framboð kemur upp.
Skemmtilegt við kvennaframboðið er
að hingað hafa komið fjölmargar konur
sem aldrei hafa verið virkar í neinu
pólitísku starfi. Við höfum líka orðið
áþreifanlega varar við margar konur
sem hafa verið að bíða eftir þvi að eitt-
hvað gerðist en hafa ekki fundið sér
neinn vettvang.
„Það kom til min á Hótel Borgar-
fundinum öldruð kona sem þakkaði
kærlega fyrir sig. Henni þótti verst að
hún væri orðin svona gömul, að hún
væri ekki ung lengur, því að eftir þessu
væri hún búin að biða i 50 ár," segir
Sólrún Gísladóttir.
— Hvaða tími hentar konum til
fundarhalda?
— Það er erfitt að segja en við höfum
komist að þvi að laugardagsfundir gefast
best. Við ætlum því að hafa fundi eftir
hádegi á laugardögum og jafnframt að
starfrækja barnagæslu á staðnum. Við
erum búnar að fá myndlistarkonur sem
ætla að skipuleggja dagskrá til þess að
þetta verði ekki bara geymslustaður, það
verður eitthvað um að vera fyrir börnin
á meðan á fundi stendur.
Glaöur og reifur karlmaður sem
sótti fundinn á Hótel Borg átti
þá skýringu helsta að honum
hefði liðið svo vel innan um allt
þetta kvenfólk! Á myndinni eru
talið frá vinstri: Kristín Einars-
dóttir, Guðrún Erla Geirsdóttir,
Sólrún Gísladóttir, Kristín Jóns-
dóttir, Sigrún Sigurðardóttir,
Kristín Ástgeirsdóttir, Elísabet
Guðbjörnsdóttir og Sigríður
Kristmundsdóttir.
Texti: Jón Ásgeir
Mynd: Ragnar Th.
— Hvaða mál verða helst tekin fvrir
héri Reykjavik?
— Það er erfitt að segja, við erum að
móta heildarstefnu í borgarmálum í
Reykjavík. Það má segja að þau mál sem
helst brenna á konum hljóti að verða
ofarlega: dagvistarmál, skólamál,
skipulags- og umhverfismál, húsnæðis-
mál, athvörf fyrir konur sem beittar eru
ofbeldi, launamál og margt annað.
Velflestar konur eru í lág-
launastörfum og margar þeirra vinna
hjá Reykjavíkurborg. Þó það væri nú
ekki nema að taka fyrir þessi launamál
hjá borginni og vinna að jafnrétti í
launamálum þá væri það skref i áttina.
Þau störf sem konur vinna körlum
fremur, svo sem umönnun og uppeldi,
eru mjög lítils metin.
Eitt af markmiðum kvenna-
framboðsins hefur verið að vekja
upp umræðu og það hefur okkur svo
sannarlega tekist. Í nóvember og
desember fannst vart það heimili þar
sem ekki var rætt um kvennaframboðið.
Við vitum ekki hve mikil umræða hefur
farið fram innan hinna pólitisku flokka
en um þessi mál hefur verið rætt í svo til
hverju einasta húsi i borginni og ekki er
laust við að árangur umræðnanna megi
sjá á framboðslistum flokkanna. Þar eru
nú talsvert fleiri konur en áður.
„Þar sem völdin eru, þar eru konur
ekki — þar sem konur eru, eru völdin
ekki,” sagði einhver. Valda- og áhrifa-
— til að rjúfa
leysi kvenna blasir alls staðar við í
íslensku þjóðfélagi. Á Alþingi sitja
aðeins 3 konur á móti 57 körlum og
engin þeirra er kjördæmakjörin. í ríkis-
stjórninni er engin kona. I sveitar-
stjórnum er 71 kona á móti 1076
körlum. I 15 manna miðstjórn Alþýðu-
sambands Islands eru aðeins 2 konur og
í stjórn Vinnuveitendasambands íslands
er engin kona. Þetta er staðreynd þrátt
fyrir það að konur eru helmingur
þjóðarinnar og meirihluti félaga í verka-
lýðshreyfingunni.Sama gildir um aðrar
stofnanir þjóðfélagsins.
í áhrifamestu og mest launuðu
stöðunum eru karlar. Konur vinna
ólaunuð störf á heimilinu og láglauna-
störfin á vinnumarkaðinum. Nýlegar
skýrslur sýna að árið 1979 náðu. aðeins
3 % giftra kvenna meðaltekjum en yfir
60 % kvæntra karla náðu því marki. Af
þessum tölum má sjá að konur eru svo
til valdalausar þegar þau mál eru ráðin
sem varða samfélagið allt.
— Þið leggið meðal annars áherslu á
uppeldis- og skólamál... ?
— Stór þáttur í okkar umræðum er
þessi skelfing sem maður fyllist þegar
maður skoðar þær aðstæður sem
börnum er boðið upp á i þessu samfélagi.
Maður spyr sig hvað verður um þessi
krakkagrey? Við höfum rætt um að það
sé ekki lausn að komið verði á fót enda-
lausum stofnunum heldur verði
foreldrum gert kleift að sinna börnum
sinum, að því verður að vinna.
Það kvelur margar konur að geta ekki
sinnt börnum sínum sem skyldi. Og
vonandi kvelur það karlmenn líka að
bregðast skyldu sinni. Auðvitað langar
alla foreldra að vera með börnum sinum
— en vinnutíminn, húsnæðiskapp-
hlaupið og launakjörin bjóða ekki upp á
það.
Það er mikið álag á konur hve skólinn
er margskiptur. Það eru margir auka-
timar yfir daginn, endalausar eyður.
Þetta er fyrst og fremst spurning um
skipulag. Svo kemur það líka til að
skólarnir sinna ekki uppeldisskyldu. Þeir
eiga að sinna bæði fræðslu- og uppeldis-
skyldusinni.
Enn virðist vera gengið út frá því að
það sé kona heima til að taka á móti
börnunum hvenær sem skóladegi
lýkur. Það er fáránlegt þegar þess er
gætt að 86 prósent giftra kvenna vinna
utan heimilis.
Tvær mæður hafa sagt frá skiptum
sinum við skólastjóra uppi í Breiðholti.
Þær báðu hann að hnika til skóladegi
barna sinna vegna þess að þær ynnu úti
eftir hádegi. Skólastjórinn sagði: „Nei,
þetta er engin uppeldisstofnun hérna,
við eigum ekki að passa börnin."
Ef skólinn tekur ekki mið af þjóðfélagi
þar sem 86 prósent giftra kvenna vinna
utan heimilisins, hver á þá að gera það?
Skólinn er hluti samfélagsins og hann
verður að taka mið af þeirri staðreynd.
— Er kvennaframboðið einangrunar-
stefna? Viljið þið einoka málefni sem
varða konur miklu?
— Við höfum sagt i okkar
málflutningi að konur séu þegar
einangraðar og þeim vikið til hliðar.
Kvennaframboðið er tilraun til þess að
brjótast út úr þeirri einangrun. Við
erum einangraðar að því leyti til
dæmis, að við erum ekki í valdaaðstöðu i
þjóðfélaginu, við erum ekki þar sem
ákvarðanatökur fara fram. Erum við
ekki einangraðar að því leyti?
Við teljum að það sé þannig búið að
útiloka okkur. Kvennaframboðið er
okkar leið til að komast til áhrifa í þjóð-
félaginu. Þannig viljum við brjótast úr
þessari einangrun.
Til þess að brjótast út úr henni
þurfum við að standa saman. Við vitum
ekki hvort kvennaframboð er eitthvað
sem aðeins á sér stað núna eða hvort
það á eftir að endurtaka sig. Timinn
verður að leiða það í ljós. En hvað sem
þvi liður er þetta tilraun til að brjótast út
úr mynstrinu.
Kvennaframboðið er ekki langtíma-
tarkmið og þess vegna má einnig lita á
,tað sem andstöðu við einangrunar-
stefnu. Það má heldur ekki gleyma því
að þótt við höfum þegar lagt grund
völlinn að okkar baráttu þá eru
Samtökin um kvennaframboð öllum
opin sem vilja styðja stefnugrundvöll
þeirra. Þetta er ekki aðskilnaðarstefna.
þannig að karlmenn megi ekki standa
okkur við hlið. Þeir mega svo sannarlega
leggja okkur lið.
Samtökin um kvennaframboð eru
öllum opin sem styðja málstað okkar og
við erum tilbúnar til samstarfs með
öllum sem vilja styðja okkur.
8. tbl. Vikan 23