Vikan - 11.03.1982, Page 26
Popp — crlent
þannig hefur hún verið skipuð æ síðan.
Eceller (1975), Trans Europe Express
(1977), Man Machine (1978) og
Computer World (1981) heita plöturnar
sem Kraftwerk hefur síðan sent frá sér.
Að sjálfsögðu eru rafeindahljóðfærin
alls ráðandi á plötum Kraftwerk og
enduróma hryssingsleg hljóð iðn- og
tækniveldisins Þýskalands og hvers kyns
önnur hljóð nútímans sem aðdáendur
þeirra þekkja. Tónlist Kraftwerk hefur
jafnan verið i hávegum höfð meðal
ákveðins hóps tónlistarunnenda en ekki
beinlínis notið almenningshylli. En læri-
sveinar Kraftwerk hafa hins vegar
margir hverjir átt því að fagna upp á
síðkastið og ef til vill njóta meistararnir
góðs af því. 1 það minnsta rjúka plötur
þeirra út og þeir hafa undanfarið verið á
þeytingi um heiminn með hljómtæki sín.
Eftir myndum að dæma er sviðið á
tónleikum með þeim einna líkast stjórn-
stöð geimferða og „hljóðfæra-
leikararnir” einna líkastir verum úr
framtíðarveröld. \ a
Vestur-þýskt orku-
ver leggur England
að f ótum sér
Rafeindatónlistin á sífellt meira fylgi að þýska hljómsveitin Kraftwerk, átti
fagna. Hljómsveit sú sem oft hefur verið nýverið litla plötu, The Model
nefnd frumkvöðull rafeindapoppsins, Computer Love, í efsta sæti vinsælda-
listans í Bretlandi. Endalaust má um það
deila hvort hafi verið á undan hænan
eða eggið og vist er að Kraftwerk spratt
ekki fullskapað úr höfði þeirra Ralf
Hutter og Florian Schneider en þeir
tveir teljast stofnendur hljóm-
sveitarinnar 1971. Þeir urðu fyrir
áhrifum frá eldri meisturum sem gerðu
tilraunir á þessu sviði, John Cage, Karl-
heinz Stockhausen, og einnig frá Pink
Floyd. Þeir hófu feril sinn í hljómsvejt
sem Connie nokkur Plank stóð fyrir og
hljóðrituðu í stúdíói hans í miðri olíu-
hreinsunarstöð í Dusseldorf umkringdir
reyk og svælu. Þeir héldu áfram að hljóð-
rita undir hans stjórn eftir að þeir höfðu
stofnað Kraftwerk. Fyrstu plöturnar
báru nöfnin Kraftwerk 1 og 2, því næst
kom Ralf og Florian (1973). Áður en
þriðja platan, Autobahn (1974), var
hljóðrituð bættu þeir tveimur mönnum í
hópinn, Klaus Roeder og Wolfgang
Flur. Síðan hætti Roeder en sæti hans
tók Karl Bartos. Þannig skipuð lékKraft-
werk inn á Radio Activity (1975) og
Stundum notar Kraftwork gfnur som staflgongla á tónloikum.
26 Vikan io. tbl.