Vikan


Vikan - 11.03.1982, Síða 42

Vikan - 11.03.1982, Síða 42
Fimm mínútur með Willy Breinholst Listin að laga piparbuff Jesper var oröinn ástfanginn af poppsöngkonu, einni af þessum með kæk i mjöðminni, söngrödd eins og kvefað páskalamb og hárið upp i loft eins og yfir- gefinn negrakofi. Hún hét Súsí — ja, hún hét nú eiginlega Sólveig Ólsen, eða eins og allir í götunni sögðu, Solla, en eftir að hún hafði farið út í skemmtanaiðnaðinn tók hún sér nafnið Súsí Olzen. Það hljómaði frábærlega. Jesper var nýútskrifaður verk- fræðingur og átti sér nú aðeins eina ósk, að gifta sig og stofna heimili. Hann var löngu orðinn leiður á að búa í kommúnu og þreyttur á frumstæðum búskaparháttum, sem hann hafði hingað til komist af með, með hjálp gamals viðbjóðslegs, ofmannaðs eldhúss og skúffu í kæliskáp, með smjöri, brauði og kókói í. Nú vildi hann eignast konu og fá góðan mat að borða á hverjum degi, eins og mamma hans bjó til. Kvöld nokkurt, þegar Súsi var búin að kveðja hljómsveitina, sagði hann henni það. Hún söng með fjórum ungum strákum sem spiluðu í félagsmiðstöðvum og þvíumlíku. Hún var ekki fastráðin og á daginn vann hún í ilmvatnsbúð. — Heyrðu Súsí, sagði hann, eigum við ekki að gifta okkur? — Gifta okkur, en hvað með starfsframann minn? spurði hún. — Þú getur vel haldið áfram í ilmvatnsbúðinni þó við. — Ég er að tala um starfsframa minn, ekki þessa ömurlegu ilmvatnsbúð. — Þú átt að gæta búsins, sjá um að vel fari um okkur, vökva blómin og í stuttu máli að lifa eins og blómi í eggi. Hvað segirðu um það? Eigum við? — Ókei! Svo fór Jesper á stúfana að skoða einingahús. Hann fann indælt lítið hús með bílskúr, arni, draumaeldhúsi og öllu sem við átti. Hann fékk fyrst efa- semdir um ágæti Súsíar í hús- móðurstarfinu þegar hann- opnaði stoltur á svip það herbergi í húsinu sem honum fannst mest til koma. Súsí leit í kringum sig, með stór spyrjandi augu, og sagði svo einfeldnings- lega: — Gvööð, en merkilegt herbergi! Hvað er þetta eiginlega? — Þetta er eldhús, tuldraði Jesper niðurdreginn. — Ohhh.... Þau giftu sig og grunsemdir Jespers um takmarkaða hús- móðurhæfileika Súsíar reyndust á rökum reistar. Morgun nokkurn heyrði hann hana hringja í bakaríið: — Vilduð þér vera svo vænn að senda franskbrauð til Súsíar Lind i númer 17? Það á að vera í samlokur svo ég verð að biðja yður að muna að hafa nú bil á milli sneiðanna. Jesper var nær örvinglan. Hann hafði búist við að fara að fá góðan mat þegar hann gifti sig. Heiðarlegan mat, eins og mamma hans bjó til. Með brúnni sósu og lykt af steiktum lauk og öllu saman. Það eina sem hann fékk nú orðið voru kornflögur, steinrunnin linsoðin egg og rúgbrauð með kæfu! En sem betur fór fékk hann hugmynd. Hann keypti stóra og dýra matreiðslubók, fulla af spennandi uppskriftum og fulla af litmyndum sem komu munnvatninu fram í munnvikin á honum bara við að horfa á 42 Vlkan XO.tbl.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.