Vikan


Vikan - 01.07.1982, Síða 13

Vikan - 01.07.1982, Síða 13
Framhaldssaga Svarti engillinn hugmyndum — nema ein dætranna. Ríkmannlegt stórhýsiö var í hennar augum þröngur, borgara- legur heimur, og faðirinn var henni ekki annaö en digur úrkeöja á ístrumaga og þrumuraust, sem sífellt rausaöi um nauðsyn þess aö gæta hagsýni, svo ekkert gengi manni úr greipum. Þessi sparnaöamáttúra hafði það í för með sér, aö búr öll og geymslur voru full af hálfskemmdum mat og ótal hlutum, sem enginn gat gert sér aö gagni. Móöir Tessu var pasturslítil, óttaslegin vera, sem sagði „Já, auövitað, Oskar” og var á sífelldum þönum að gera honum tO geðs og framkvæma óskir hans, helst áöur en hann léti þær í ljósi. Tessa átti engan veginn heima í þessu umhverfi. Þaö var ekki einasta, aö hún var gædd ómældum kærleik til meðbræðra sinna, sem hún fékk aldrei næga útrás fyrir, heldur elskaði hún einnig lífiö og var fróðleiksfús í betra lagi. Á bemskudögunum ómaöi dillandi hlátur hennar frá bamaherbergjunum, og móöirin gaut augunum hræðslulega tO manns síns, sem dökknaöi á svip yfir léttúð dótturinnar. — Hvernig gastu aliö svona kæmlaust barn, Agda? rumdi hann. — Hún tekur hlutina aldrei alvarlega! Auk þess leifir hún matnum sínum, sem hún fær aOtaf ríkulegt af. Hún segist ekki vilja veröa eins feit og systur hennar. Þvílík fásinna! Holdugur líkami ber vitni um góðan efnahag og sómasamlegt líferni. Og svo megum viö henda matnum hennar fyrir grísina. ÞvOík sóun! En nú var Tessa — faðir hennar sagöi reyndar Teresa, því þaö var nafn hennar meö réttu — orðin fuUra nítján ára, og hlátur hennar ómaöi ekki eins oft og áöur. Hún haföi lært að hafa hljótt um sig. En uppreisnarandinn og vilja- styrkurinn voru óbilandi, og árekstrar voru óumflýjanlegir ööru hverju. Og ekki hafði dregið úr kærleika hennar tO meöbræör- anna. — Þú verður að aga hana, Agda, sagöi verslunarfuUtrúinn gramur í geöi. — Meöhjálparinn fullyröir, aö hún hafi geispað undir prédik- uninniá sunnudaginn. — Ég skal reyna, Oskar, hvíslaöikonahans. — Reyna, reyna, er þaö aUt, sem þú hefur að segja? Og hvaða rugl er þaö, sem verið er aö segja mér, aö hún sé aö fylgjast með námi drengjanna í staö þess aö æfa sig á orgeUö? Hún ímyndar sér þó ekki, að hún geti staðið þeim á einhvem hátt á sporði? Eg hef nú ekki kostað svo litlu til menntunar þeirra. — Hún er nokkuð vel gefin, sagöi eiginkonan andstutt, skelf- ingu lostin yfir eigin áræði. — Konur eru aldrei vel gefnar, þaö væri andstætt náttúrulög- máUnu, sagöi hann ákveðinn. — Heilar kvenna eru of Utlir til að læra nokkuð af viti. Konur eru skapaðar til aö vinna meö höndunum og leika á hljóöfæri — aUt annaö stríðir gegn guös vilja. Hvemig heldurðu aö yröi, ef þiö tækjuö allar að sinna einhverjum áhugamálum líðandi stundar og vanræktuö skyldur ykkar viö okkur karlmennina? Við veröum að fá okkar mat, og viö viljum, að húsum okkar sé haldið hreinum. Viö höfum sannarlega annaö viö tímann að gera en aö hafa ónæöi af konum, sem ekki sinna verkum sínum! En þetta mál verður að taka föstum tökum. Ég verö víst sjálfur að leysa þessi vandræði meöTeresu. Agda laut höfði, rjóð í kinnum og skjálfandi. — Við veröum að gifta hana eins fljótt og unnt er, hélt fuUtrúinn áfram hinni þmmandi röddu, sem honum fannst sjálfum svo gaman aö hlusta á. — Bergenkrans kaupmaöur væri gott mannsefni handa henni. Hann er reyndur og traustur maöur, og hann er einmitt nýbúinn aö missa konu sína. En hann er álíka gamaU og viö foreldrar hennar! hugsaði Agda, en haföi vit á að segja það ekki upphátt. — Höfum við nokkur efni á því einmitt núna? spuröi hún stiUi- lega. — Þaö er svo stutt síðan viö héldum brúðkaup tveggja elstu dætra okkar. — Rétt er þaö, við héldum þeim myndarleg brúökaup, og þær fengu vel stæöa eiginmenn. En viö höfum ráö á einu brúökaupi með dálítilli hagsýni, viö getum notaö gömlu skreytingarnar og tekið af elstu matarbirgðunum. Viö verðum aö gifta stúlkuna. Svo lagði hann af staö til vinnu sinnar, stundvís aö vanda. Og Tessa, sem átti að vera í vef- stofunni að vefa lín til framtíðar- heimilis sins, haföi læöst út um bakdyrnar, eins og hún var vön hvern einasta dag, svartklædd frá hvirfli til ilja. Þaö var ekki aö undra, þótt móöur Tessu þætti henni miða hægt við handa- vinnuna. Tessa fyllti körfu sína af matvörum, sem hún tók af nægum forða heimilisins, og flýtti sér því næst til kirkjunnar aö fá ný fyrir- mæli hjá prestinum. Vingjamlegi, holdskarpi prest- urinn var í uppnámi. — Kæra barn, það var gott, að þú komst! Nú bíður okkar mikið starf. — Nú? sagöi Tessa, og ákeföin skein úr tindrandi, bláum augum hennar. — Við töpuöum stríðinu viö Rússa eins og þú veist. I nótt komu inn skip meö særða hermenn, og við höfum verið beðin að far'. um borð og aðstoða doktor Haus, sem er okkar besti læknir. Eg á fyrir höndum aö hughreysta þjáða, og sumir þarfnast hinstu blessunar. Þú færð hins vegar alveg sérstakt verkefni. Skipin eru nú í sóttkví, og enginn fær landgönguleyfi, fyrr en hann hefur verið úrskurðaður smitfrír. Tessa kinkaði óttaslegin kolli. — Ég heföi átt að taka meö mér meira af umbúðum og mat. — Nei, þess gerist ekki þörf. Hins vegar verðuröu aö vera um borðínótt. — I nótt? En það get ég ekki. Þaö yröi strax uppvíst heima. Fyrri hluta dagsins er allt í lagi, vegna þess að þá er hver upp- tekinn viö sitt verkefni, og allir halda, að ég sitji inni á vefstofu. En heila nótt! Hvers vegna er þaö nauðsynlegt? Presturinn lækkaöi róminn. — Greifynjan af Ilmen heimsótti mig í morgun. Hún óskaði eftir hjálp til handa syni sínum, sem kom með einu skipanna frá Finnlandi. — En égget ekki.... — Kristján höfuðsmaður af Ilmen er dauðvona, en það veit hann ekki. Þess vegna get ég ekki farið ti! hans, því þá yrði honum ljóst, hvernig komið er fyrir honum, og það vill móðir hans ekki. Læknar geta ekki gert meira fyrir hann. Móðir hans bað mig að finna vandaða stúlku af góðu fólki, sem gæti gert honum síöustu nóttina léttbæra. Sjálf má hún ekki fara um borð, en ég hef fengiö vottorð fyrir okkur bæði og Haus lækni, svo aö viö getum farið um borö. Greifynjan vildi ekki fá neina af þessum konum, sem venjulega stunda sjúka, því þær eru ekki nógu hreinlátar að hennar mati. Mér varö þegar í stað hugsað tilþin. Presturinn horfði á Tessu, meöan hún ígrundaði málið. Andlitsdrættir hennar voru í rauninni ofur venjulegir, en hlýjan og lífsgleðin í augum hennar og brosi gerðu hana ómót- stæðilega. Kærleikurinn til alls, sem lifir, geislaöi frá henni. Einn góöan veöurdag hafði Teresa Hammerfeldt komið til hans og spurt, hvort hún gæti fengiðaðhjálpa til, þarsem þörfin væri mest. Presturinn hafði ekki tekiö hana alvarlega í fyrstu, því hann þekkti til fjölskyldu hennar. Hann hafði því fengið henni einfalt og létt verkefni, sem Tessa hafði leyst samviskusamlega af hendi og síðan óskað eftir einhverju, sem reyndi meira á. Þannig haföi starf hennar þróast, og nú var svo komið, að bæði presturinn og Haus læknir virtu hana og dáðu og gátu hreint ekki skilið hvernig þeir höfðu nokkru sinni getaö komist af án hennar. — En hvernig á ég að geta verið aö heiman heila nótt? sagði Tessa og batt um leið enda á hugsanir hans. 26. tbl. Vikan 13

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.