Vikan


Vikan - 01.07.1982, Qupperneq 15

Vikan - 01.07.1982, Qupperneq 15
Auk þess eru sár mín ekkert til aö gera veður út af. Það veit hann minnst um, hugsaði hún hnuggin. Hún mátti ekki gleyma því, aö þessi maður var dauðvona og hún hafði lofaö aö létta honum síöustu stundimar hérna megin. En aöstaðan var vonlaus. Hörkuleg rödd hans bar þess glöggt vitni, að hann var því vanastur aö skipa fyrir, fram- koma hans mótuð af umgengni við hermenn í ruddalegri styrjöld. Ekki bætti úr skák, aö röddin var hás af niðurbældum sársauka. — Ég er með svolítinn mat, sagði hún. — Ekkert stórkostlegt, er ég hrædd um, en... — Áttu nokkuð að drekka? spurði hann og reis upp við dogg. — Ég er skrælþurr í munninum og hálsinum. — Hún þreifaði fyrir sér og fann, að hún stóð rétt hjá rúminu. Engan fann hún stólinn, en lítið náttborð var þar. Það var autt, svo hún setti körfuna frá sér á það. Kæfandi hiti var í káetunni, loftiö var mengaö af sjúkdómum og sótthita, og Tessa var gripin einhverri annarlegri tilfinningu, sem aldrei fyrr haföi vitjað hennar. — Hönd skaust fram og greip um handlegg hennar. — Sestu hérna! Hún hlýddi treglega. — Ég finn, að þér líkar ekki að vera skipað, sagði hann. — Nei, það er heimskulegur óvani. Hérna — þetta er mjólk. Þér getið drukkið beint úr ílátinu, það er hreint. Enda er nú krúsin yðar. . . ja. . . úr sögunni. Og ég held, að móðir yðar hafi sett hér niðurflösku ...Jú.sjáumtil! Hann var þegar tekinn að svolgra í sig mjólkina í löngum teygum. Nú greip hann flöskuna, sem hún rétti honum. Hendur þeirra snertust í myrkrinu. Ylurinn frá hönd hans vakti meö henni tvenns konar óróa. Hvers konar áverka haf ði hann eiginlega hlotið? Hann var aö minnsta kosti ekki neitt máttlaus í höndunum og var ekki lengi að ná tappanum úr flösk- unni. Lyktinni sló fyrir vit þeirra, það var ekki um að villast með inni- haldið. — Hvað í ósköpunum. . . ? Brennivín! Frá móöur minni, bindindispostulanum sjálfum! Hér hlýtur gild ástæða að liggja að baki. Já, hugsaði Tessa og reyndi að hafa hömlur á eirðarleysi sínu. Tilgangurinn var vafalaust sá að gera honum hinstu stundirnar eins sársaukalausar og frekast væri unnt. Þrátt fyrir margar bitrar reynslustundir meðal vesa- linganna í fátækrahverfunum, var Tessa á margan hátt furöulega ófróð um staðreyndir lífsins. Þess vegna flaug henni aldrei í hug sá möguleiki, að greifynjan hefði haft annað í huga, þegar hún sendi unga stúlku með brennivín til sonar síns. Höfuðsmaðurinn bergöi duglega á brennivíninu, meðan Tessa tók upp brauð og sitthvað fleira, sem hún haf ði með sér í körfunni. — Hér er nú sitthvaö matarkyns á boröinu, sagði hún. — Sumt frá mér og annaö frá móður yðar. Mér skiist að þér getið borðað hjálparlaust. — Víst get ég það. Það eru aðeins fætumir, sem em aö angra mig. Jæja, loks lítiisháttar ábending um áverkana. — Hvað er að yður í fótunum ? — Það er ekki þitt mál. — Jú, til þess er ég nú hér. Þér þurfið ekki aö sýna mér neina tillitssemi, ég hef nefnilega starfað í fátækrahverfinu um langt skeið og er því ýmsu vön. — I fátækrahverfinu? Hvað ertu eiginlega? Annars sérðu hvort eð er ekkert þessa áverka mína. — Það veit ég, og þess vegna veröið þér að lýsa þeim fyrir mér. — Segjum nú svo, að ég vilji það ekki. — Ég sé enga skynsemi í svona barnalegri hegöun. — Svo! sagði hann hægt. — Röddin er að sönnu mjúk, og samkvæmt því litla, sem mér tókst að sjá af þér, þegar þú stóðst í dyrunum áðan, þá held ég, að þú sért blíö og þolinmóð lítil stúlka. En þú ert ekki feimin við að móðga höfuðsmann og stríðs- hetju! Síðustu orðin sagði hann með biturð í rómnum, og Tessa fann, að hann var í uppnámi. Það var hún raunar einnig sjálf, en hún reyndi að vera róleg og láta sem ekkert væri. Það var eitthvað sérstakt við hann, sem hún gat Framhaldssaga ekki skilgreint. Hann var í árásarhug, en virtist þó svo auðsæranlegur sjálfur. Tessu til undrunar sagði hann: — Þú veröur að afsaka þessar kuldalegu móttökur. Með krúsinni. Menn hafa skemmt sér við það hér um borð aö senda á mig þessar ömurlegu kven- persónur, sem fylgt hafa hemum núna í langan tíma. Þeir henda gaman að vamarleysi mínu og skapofsa, en átta sig ekki á því, að ég get átt eftir að ná mér niðri á þeim. Þessar konur eru með smitandi sjúkdóma og ótrúlega ágengar. Ég er oröinn þreyttur á þessu öllu saman. Hann byrgði andlitið í höndum sér og virtist sannarlega örþreyttur. Enn fór hún að velta fyrir sér áverkunum hans. Þeir hlutu að valda honum miklum óþægindum. Hið góöa hjarta Tessu var barmafullt af meðaumkun. — Má ég rannsaka sár yðar núna? spurði hún auðmjúklega. Ef til vill hafði brennivínið mýkt STOLPA SUMARHUS Viö bjóöum vönduö sumarhús úr timbureiningum, meö miklum sveigj- anleika í upprööun eininga meö tilliti til innréttinga og ytri aöstæöna. Höfum fyrirliggjandi teikningar. Veitum nánari upplýsingar alla daga í síma 99-1830. ByGGMGflFURIRKEHI Símar 99-1830 og 1044 Eyrarvegi 17 — Salfossi 26. tbl. Vlkan 14
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.