Vikan


Vikan - 01.07.1982, Blaðsíða 21

Vikan - 01.07.1982, Blaðsíða 21
Popp DURAN DURAN: RIO Útg.: Fálkinn. Geimskipið líður um óravíddir alheimsins á tvöföldum Ijóshraða. Geimfarinn slappar af inni i káetu fær sér ávaxtasafa og ýtir á takka. Úr ósýnilegum hátölurum berst tónlist Duran Duran. Ef þú ert ekki geimfari þá er rétta aðferðin við að hlusta á svona plötur þessi: Farðu út á svalir á laugardagseftirmiðdegi þegar hlýtt er og sólin skín. Fáðu þér pilsner úr isskápnum, það má lika vera eitthvað aðeins sterkara, til dæmis bragðgóður kokkteill eða kahlúa. Skiptir ekki máli. Settu hátalarana út í svaladyrnar og lokaðu augunum. Nauðsyn- legt er að sitja i mjúkum stól. Hugsaðu um siðasta ástarævin- týrið þitt. Hlustaðu síðan á plöt- una, láttu hana biandast saman við umferðarniðinn og hávaðann frá börnum að leik. Nýrómantik: Undarleg tík. Ef til eru nýrómantiskar hljómsveitir þá er Duran Duran nýrómantisk hljómsveit. Rio er mun betri en fyrri skifa þeirra, sem ég man ekki hvað heitir. Hljómur: Silkimjúkur. Bassi, gítar, trommur, hljómborð. söngur, margvisíegar raddanir. Söngvarinn er góður. Allt blandast þetta eins og kokkteill- inn sem þú ert að drekka. Hljómpipur skógarins: Í græn- um lundi situr þú og horfir á sólar- geislana brjóta sér leið gegnum limið. Fuglarnir syngja í trjánum, lífið er dásamlegt. Skyndilega sperra þeir, og þú, hlustirnar. Úr fjarlægð berst dásamlegur ómur. Þaðer Duran Duran. Diskótek: Duran Duran eiga líka heima á diskótekunum. Þeirra er tónlistin sem blandast fallega fólkinu, blikkandi Ijósun- um og vökvanum i glösum gest- anna á hinn fullkomna hátt. Duran Duran syngja ekki um sprengjuna. En það gera aðrir. Duran Duran mega alveg sleppa þvi, min vegna. Degi er tekið að halla. Jón Múli segir fréttir af heiminum i kringum þig í útvarpinu. Þú situr enn á svölunum en brátt er kominn timi til að fara í bað, fara i fínu fötin og bregða sér á skemmtistað. Duran Duran hafa séð um að koma þér í rétta stemmningu fyrir kvöldið. Ég mæli með þessari plötu. ■ ■ Það dylst engum að Opel Rekord er lúx bíll. Hvar sem á hann er litið, hvar sem honum er setið og hvert sem honum er ekið þá er ekkert sem hægt er útá að se Opel Rekord er rúmgóður, þægilegur oc eins öruggur og hugsast getur. Aflmikil en neyslugrannur og endingin er slík a við endursölu er bíllinn sem nýr. Vekur Opel áhuga þinn? Reiðubúinn í reynsluakstur? Hringdu og pantaðu tíma. SVÉUDHLB Ármúla3 0 38900 26. tbl. Vlkan 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.