Vikan


Vikan - 01.07.1982, Page 31

Vikan - 01.07.1982, Page 31
Hringurinn er einna elstur allra skartgripa, var þegar kom- inn til sögunnar á dögum Fornegyptanna. En líklega vita færri að i upphafi var hann ekki tákn kærleikans eins og nú á dögum, heldur merki um vald og einnig notaður til að inn- sigla alls kyns samninga. Á fimmtándu öld varð það alsiða að brúðurin fékk hring á fingur við vígsluathöfnina. Síðar komu hringar á fingur brúðgumanna einnig og nú á síðustu árum hefur bæst við aukahringur á fingur brúðarinnar, hafður fyrir framan giftingarhringinn, yfirleitt settur stein- um. En varla fjölgar þeim mikið úr þessu því þeir hljóta að takmarkast við lengd mannsfingurs og fjölda liðamóta. Hringarnir á þessari síðu eru allir frá Gulli og silfri á Lauga- veginum og eru smiðaðir þar á bæ. Þarna er smiðað bæði úr venjulegu gulli og hvítagulli, hefðbundnir hringar og svo með örlitlum breytingum, svo sem höfðaleturshringarnir sem eru sérislenskt fyrirbrigði.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.