Vikan


Vikan - 01.07.1982, Page 42

Vikan - 01.07.1982, Page 42
vil fá að vita hvað þetta á allt að þýða? Þetta er allt svo tilgangs- laust, svo ógeðslegt...” ■C' G ÞAGNAÐI og gat ekki haldið áfram þegar ég sá hvernig augun herpt- ust saman. Það var eitthvað í þessum augum sem olli mér ótta. En hvers vegna skyldi ég óttast Ross? Ross var allt mitt líf. „Ég skil þig bara ekki lengur,” bætti ég við hikandi og minntist þess að ég hafði sagt nákvæmlega þetta sama viö William fyrir fá- einum dögum. „Við höfum þó ævinlega skiliö hvort annað, Kristy.” Ross rétti höndina ógnandi í áttina til mín og Warrior færði sig nær mér og urr- aði lágt. Ross bölvaði svolítið. „Þig boröið klukkan átta, eða hvað?” sagöi hann skyndilega. „Reyndar haföi ég hugsað mér að koma ykkur á óvart yfir eftir- matnum, en þú getur líklega ekki þagað um að ég sé hér,” bætti hann viö eins og til þess að reyna mig. Ég hristi höfuðið án þess aö skilja hvaö hann fór og hann stundi. „Það er leiðinlegt vegna þess aö þetta eyðileggur hálfpartinn áhrif- in.” Það var engu líkara en hann væri að ræða við sjálfan sig um hlutverk sem hann ætti að leika. Án þess ég skildi hvað var að ger- ast fannst mér ég yrði að komast út úr bátaskýlinu og þaö á stund- inni. Mér fannst ég yrði að komast aftur í öryggið sem ríkti á Wayne- water. „Þá skulum við bara koma strax,” sagði ég óróleg. „Auðvitað,” tautaði hann. „Auðvitaö...” Nokkrar einmana stjörnur skinu á dökkum nætur- himninum og þær virtust jafn- langt í burtu eins og upplýstir gluggarnir á Waynewater. Stígur- inn var svo mjór aö ekki gátu tveir gengið eftir honum samhliöa. Ég heyrði Ross koma á eftir mér og hlæja lágt annaö slagiö og tauta eitthvað fyrir munni sér. Þegar stígurinn breikkaði kom hann að hlið mér og tók undir handlegginn á mér. „Allt veröur gott á nýjan leik,” sagði hann. „Þú þarft ekki að hafa áhyggjur af því.” „Ahyggjur?” Ég yppti öxlum og hafði ekki einu sinni þrek til þess aö spyrja hann við hvaö hann ætti. Ég sá skína í hvítar tennur hans í myrkrinu. „Þú skelfur.” „Það er vegna þess aö mér er kalt,”sagði ég. Það var ekki af kulda sem ég skalf heldur af hræðslu. Það var af hræðslu við þennan nýja Ross, þennan ókunna mann. „Ég get ef til vill komið þér svo- lítið á óvart líka,” sagði hann og brosti svolítiö þegar hann ýtti mér á undan sér upp tröppurnar, upp á svalirnar. Hann leit snöggt inn um gluggann. „Áhorfendurnir eru all- ir mættir,” sýnist mér. „Meira aö segja gamla, góða Patty. Komdu Kristy, þau bíða eftir okkur.” QG SVO OPNAÐI hann svaladyrnar og gekk beint inn án þess að haga sér öðruvísi en væri hann að koma úr smákvöldgöngu. Einhver missti glas úr hendi sér og það féll í gólfið með brothljóöi. Fimm óttaslegin andlit sneru að okkur og ég hlýt að hafa ímyndað mér það, en eitt augnablik fannst mér bregða fyrir hatursglampa í augum frú Pattersson. „Ross . .. ” Hr. Manville reis hálfvegis á fætur og rétti fram titrandi hendurnar. Ross flýtti sér fram og féll á kné við stól hans. Ég sá að axlirnar skulfu og í skæru ljósinu frá kristalskrónunni sá ég aö fötin hans voru krumpuð og óhrein eins og hann hefði sofiö í þeim margar nætur. „Pabbi! Fyrirgeföu mér!” sagði hann angistarfullur, líkastur litlum dreng sem hafði gert eitt- hvaö sem hann ekki mátti. „Já, já . . ,” svaraði hr. Man- ville lágum og mildum rómi og strauk klaufalega yfir hár hans. Það var engu líkara en orð hans leystu hitt fólkið úr álögum. Það þyrptist í kringum hann og við Warrior vorum allt í einu orðin ein fyrir utan þennan hring. „En hvar hefurðu verið?” heyrði ég Susan segja upp yfir alla. „Ö, Ross, ég trúi því varla að þetta geti veriö satt. . . Það er svo ... En hvar hefurðu verið?” endurtók hún. „Síöustu klukkustundirnar hef ég verið niðri í gamla bátaskýlinu. Mín elskulega kærasta fann mig þar. Hann gekk brosandi til mín og Warrior reis upp á afturfæt- urna í aðvörunarskyni. „Getur ekki einhver tekið þenn- an bannsettan hund í burtu?” sagði hann óþolinmóður. „Faröu meö hann fram í eld- húsið, Patty,” sagöi hr. Manville biðjandi. Þegar Warrior gekk á eftir henni fullur mótþróa fannst mér ég allt í einu eitthvaö svo ótta- lega einmana og ég hafði aldrei áöur fundiö jafnsterkt fyrir þess- ari tilfinningu. „Loksins!” Ross tók utan um mittiö á mér. „Ættum við ekki að fá okkur í glas?” sagði hann glað- lega. „Drekka skál týnda sonar- ins.” Ég var komin með glas í hönd- ina og dreypti ofurlítiö á því eins og hlýðið barn. Ég sá aö hvassir þyrnar höföu rifiö gat á síðbuxurn- ar mínar og skyrtuermin var óhrein. „Að sjá útganginn á mér,” sagði ég svolítið æst. Ross dró mig þéttar aö sér og ég fann aö hann kyssti mig á kinnina. „Þú ert alltaf jafnfalleg. Eða hvað finnst þér, William?” bætti hann við stríðnislega. „Finnst þér ekki Kristy vera falleg?” Ég sá aö svipurinn á andliti Williams harðnaöi og reiðiglampi kom í augun. Það var einhver und- arleg spenna í loftinu og líkast því aö kaldur andblær heföi allt í einu farið um stofuna. „Brentsagði aö þú ætlaöir aö segja okkur frá öllu þegar þú kæmir,” sagði Susan spennt. „Gamli, tryggi Brent.” Ross brosti þakklátur til hans. „Hvaö hefði ég gert án þín? Ég heföi ekkert getað gert. Hreint ekki neitt.” Röddin var svo yfirborðs- leg að ég vissi ekki hvað um var að vera. Það var engu líkara en þarna stæði leikari sem væri aö of- leika — eða manneskja sem hefði fengið sér heldur mikið neðan í því. En hann hafði ekki einu sinni drukkið fyrsta glasiö í botn. Hann setti glasið varlega niöur á mar- maraboröið. „Þú veist hvers vegna ég varð að gera þetta, pabbi,” sagði hann svo. „Hvernig heföi ég annars átt að fá þig til þess að skilja hversu mikils viröi ég er þér ? ” Hr. Manville hristi hægt höfuðið. „Þú ættir best að vita hversu vænt mér hefur alltaf þótt um þig” „En hvað þá um arfinn?” greip Ross fram í fyrir honum æstur og ég starði óttaslegin á hvernig and- litiö ummyndaöist. Var þetta maðurinn sem ég elskaði, maður- inn sem ég hafði heitið að giftast — þessi óhugnanlega mannvera? „Þú hefur alltaf átt aö fá arf- inn,” sagði hr. Manville rólega. „Þaö veistu best sjálfur. Þú komst sjálfur með mér til lögfræðingsins í mars þegar við ræddum um þetta við hann.” Ross strauk hendinni skilnings- sljór yfir háriö og hann horfði í kringum sig í herberginu. „Brent?” hvíslaði hann vonleys- islega. „Svona.” Brent steig eitt skref fram og lagöi höndina á öxlina á honum. daga martröð „Þú ert veikur, Ross,” sagöi hann lágt. „Og þú lofaðir að fara í meðferð ef ég leyfði þér aö halda þessum leik áfram í tvo daga til viðbótar.” Susan glennti upp augun. Hún horfði á Ross og sársaukinn skein úr augunum. „Ég hélt aö þú værir hættur,” sagði hún hálfhátt. Ross fnæsti. „Hlustaöu á þetta, Kristy! Hvers vegna skyldi ég þurfa að vera veikur þótt ég fái mér sprautu svona viö og við? Mér hefur aldrei liöið betur.” Hann greip hitasóttartaki í mig. „Heimurinn liggur fyrir fótum okkar, Kristy, og viö skulum leggja hann undir okkur! Þú og ég! Er þaö ekki rétt?” bætti hann við. Það var eins og hann fylltist grunsemdum þegar hann fékk ekki svar við spurningunni. „Jú, jú,” muldraði ég ótta- slegin. Sprautur, eiturlyf, hvers vegna hafði ég ekki skiliö þetta fyrr? Þetta hafði verið svo augljóst þarna niðri í bátaskýlinu. „Hvenær byrjaðiröu aftur?” spuröi hr. Manville mæðulega. Ross yppti öxlum. „Fyrir nokkrum mánuöum, held ég. Hvernig ætti ég aömuna það?” „Og þú sem varst búinn að vera án þessa í næstum heilt ár,” sagði hr. Manville lágróma. „Það er ekki mér að kenna,” hreytti Ross út úr sér. „Það er fjandakornið ekki mér að kenna aö svona fór. Fyrst nægði mér að hafa Kristy en síðan...” Guö minn góður, hugsaði ég með mér. Þetta dásamlega sumar okkar. Ég hefði getað sagt mér þetta sjálf. Það haföi mátt sjá merki alls þessa eins og væru það fótspor í sandi, en ég hafði ekki getað ráöið í neitt. Þessar dökku stundir hans, eins og hann var vanur að kalla þær, og reiðiköstin . . . og svo myndirnar. Nú, þegar ég vissi sannleikann, skildi ég þetta allt miklu betur. Og loks þessi skelfilegi skrípaleikur: allt átti þetta upptök í heilabúi sjúks manns. Hjarta mitt fylltist með- aumkun. Meöaumkun með Ross og með okkur öllum. „Þið hljótiö þó að skilja að ég gat ekki látið þetta tækifæri fram hjá mér fara ónotaö?” sagði hann 42 Vikan 26. tbl.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.