Vikan


Vikan - 01.07.1982, Side 43

Vikan - 01.07.1982, Side 43
Framhaldssaga hæðnislega. „Þegar þessi fáviti stal bílnum mínum og allir héldu aö það væri ég sem var í flakinu . . . Hversu oft fær maður slíkt tækifæri í lífinu? Aö hverfa niöur í jörðina og skjóta svo upp kollinum eins og karlinn í kassanum?” Hann horfði á okkur hvert af ööru en ekkert okkar svaraði honum. „Hvaö þá um bréfin?” hvíslaði Susan að lokum. Hann baðaði út höndunum. „Ég er nú ekki svo smásmugulegur i mér að ég geti ekki unnt ykkur svolítillar spennu líka. Og hana fenguð þið svo sann- arlega. Nema auövitaö aumingja mamma. . .” „Hvað áttu við með mömmu?” hrökk út úr Susan. „Ekkert,” svaraði Ross ringlað- ur. „Hvað ætti að vera aðhenni?” William sópaöi einhverju saman á gólfinu með fætinum. Þaö voru glerbrotin úr glasinu sem eitt- hvert þeirra hafði misst þegar við birtumst. „Hann á bara við að mamma vissi um þetta allt,” sagði hann svo meö jafnaðargeði. Hann leit afsakandi til Susan og síðan á mig. „Pabbi veit þetta reyndar nú þegar en ég hef ekki haft tíma til þess að segja ykkur hinum þaö. Mamma hringdi nefni- lega og baö mig að koma til sín fyrir nokkrum klukkustundum. Það var eitthvaö sem hún endi- lega vildi að ég fengi að vita. Því miöur hafði hún ekki þrek til þess aö segja mér mikiö en mér skildist þó að Ross hefði notað hana á sama hátt og hann notaði Brent.” „Notað!” sagði Ross reiðilega. „Þaö var henni sjálfri aö kenna. Fjandinn hafi það!” I ljós kom að hann hafði haft samband við hana fyrir mörgum dögum. Hann hafði verið mjög ör- væntingarfullur og sagt aö Jean Cretelle væri á eftir sér. Ef frú Manville þegði ekki yfir þessu myndi hann drepa bæöi sig og Cretelle. Hún hafði þess vegna farið til þess að hitta þá og fyrir tilviljun hafði Brent komiö líka og blandast inn í málið. „Ef mamma hefði ekki orðiö veik heföi ég komið fram í dags- ljósið strax í gær,” sagöi Ross óánægöur og orð hans hljómuðu eins og hún hefði aöeins verið honumtil trafala. „Hvernig gastu gert þetta?” sagði Susan snöktandi.” Hvernig gastu verið svona tillitslaus?” Mig furðaði á því að Susan skyldi enn geta grátið. Sjálfri fannst mér ég engin tár eiga lengur. „Vegna þess að ég er veikur. Skilurðu það ekki?” svaraði Ross letilega. „Það segja að minnsta kosti allir. En heföi veikur maður getaö skipulagt þet.ta allt og látið svínið hann Cretelle auk þess fá það sem honum bar?” Skyndilega var eins og síðasta stykkiö í myndaþrautinni heföi fallið á sinn staö í huga mínum. Suzuki Fox er sterkbyggður og lipur jap- anskur jeppi, sem hentar sérstaklega vel fyrir íslenskar aðstæður Byggöur á sjálfstæóri grind. Eyðsla 8—10 I pr. 100 km. Hjólbaröar 195x15 — sportfelgur. Hæð undir lægsta punkt 23 cm. Stórar hleðsludyr að aftan. Aftursæti sem hægt er velta fram. 4ra strokka vél, 45 hestöfl. Hátt og lágt drif. Beygjuradíus 4,9 m. Þyngd 855 kg. Rúmgott farþegarými m/sætum fyrir 4. Verð kr. 106.000,00 (gengi 20/5 ’82) Söluumboð: Akranes: Borgarnes: isafjörður: Sauöárkrókur: Akureyri: Húsavík: Reyðarfjörður: Egilssfaðir: Höfn í Hornafirði: Selfoss: Hafnarfjörður: Ólafur G: Ólafsson, Suðurgötu 62, Bílasala Vesturlands, Bilaverkstæði isafjarðar, Bílaverkstæði Kaupf. Skagfirðinga, Bílasalan hf., Strandgötu 53, Bílaverkstæði Jóns Þorgrimssonar, Bílaverkstæðiö Lykill, Véltækni hf., Lyngási 6 — 8, Ragnar Imsland, Miðtuni 7, Arni Sigursteinsson, Austurvegi 29, Bílav. Guövarðar Elíass., Drangahrauni 2, sími 93- simi 93- simi 94- simi 95- simi 96- simi 96- simi 97- sími 97- simi 97- simi 99 simi 91- 2000. 7577. 3837. 5200. 21666. 41515. 4199. 1455. 8249. 1332. 52310. Sveinn Egilsson hf. Skeifan17, Sími 85100 26. tbl. Vikan 43

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.