Vikan


Vikan - 26.05.1983, Side 10

Vikan - 26.05.1983, Side 10
Myndir: Ragnar Th. Umsjón: Sigurður Hreiöar QLUWOOD örnuleitin ífullum gangi Y<ur kynningum á þeim sex stúlkum sem taka þátt í keppninni Stjarna Hollywood 1983. Meö þessari keppni er leitað aö ungri stúlku sem gerir tilveruna bjartari og styrkir þá trú aö heimurinn fari batnandi. Keppendur hafa verið valdir úr hópi gesta Hollywood. Þaö eru skemmtistaöurinn Hollywood og Ferðaskrifstofan Úr- val sem annast keppnina. Vikan sér um aö kynna keppendurna sem sföan koma fram í Hollywood. Dagana 2.-9. júní munu gest- ir Hollywood fá atkvæðaseðla þar sem þeir fá aö láta í Ijósi sitt álit á því hver eigi aö verða Stjarna Hollywood 1983. Þessa at- kvæöagreiöslu mun dómnefnd hafa til hliðsjónar er hún kveður upp endanlegan dóm. Hvernig hann fellur verður tilkynnt á stór- hátfð f Broadway föstudaginn 10. júnf. Þá veröur Ifka valin Sólar- stjarna Úrvals. Hér fá lesendur aö kynnast tveim síðustu stúlkunum. Á næstu opnu fáum viö aö sjá þær eftir að Brósi hárgreiðslumeistari hefur fariö um þær höndum og Kolbrún Engilberts hefur farðað þær. Eva Georgsdóttir Eva verður 18 ára í sumar. Hún er nemandi f MR og hefur lokið þar tveggja ára námi á stærðfræðibraut, en hugsar sér að halda inn á náttúru- fræðisvið því hún hefur sérstakan áhuga á Ifffræði og tengdum grein- um. Sumarvinnu hefur hún núna f Póstgíróstofunni í Ármúla en hefur áður unnið á skrifstofu á sumrum og eitt sumar starfaði hún á Eddu- hóteli. Henni þykir gaman að ferðalög- um svo og að teikna og sauma, og auðvitað að hitta vini og kunningja. Hún segist fá dellur af og til — einu sinni var hún með fimleikadellu og einu sinni ballettdellu og þykir mjög gaman aðfrjálsum íþróttum. Hún er alin upp á Ægisíðunni, hún Eva, og við Ægisíðuna er líka Grímsstaðavörin og grá- sleppurnar sem henni fylgja. Þetta er góður staður að alast upp á, grásleppan er góður matur og grásleppukarlarnir góðir vinir krakkanna. Það er vinátta sem endist fram á fullorðinsár. 10 VikanZI. tbl.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.